Neyð loðið hugtak Davíð Þorláksson skrifar 27. febrúar 2019 08:00 Donald Trump hefur sagt að hann muni lýsa yfir neyðarástandi til að fá vald til að veita fé úr almannavarnasjóði til byggingar landamæraveggjar sem hann lofaði að Mexíkó myndi greiða. Það er auðvitað ekkert neyðarástand. Fólk í leit að betra lífi reynir að komast til Bandaríkjanna þar sem það eykur hagvöxt og auðgar menningu. Hert landamæraeftirlit undanfarinna áratuga hefur haft öfug áhrif við það sem að var stefnt. Í stað þess að farandverkamenn komi og fari yfir landamærin eftir þörfum þá kemur fólk til Bandaríkjanna og snýr ekki aftur af ótta við að komast ekki þangað aftur. Trump ýtir undir útlendingaandúð til að sameina fólk að baki sér. Þetta er gamalt trikk popúlista. Þessi staða er góð áminning um mikilvægi þess að takmarka völd stjórnmálamanna. Þegar þeim eru veitt völd með stjórnarskrá eða lögum er gjarnan gert ráð fyrir að þeim verði beitt með þjóðarhag í huga. Dæmin sanna að það er ekki hægt að gera ráð fyrir því. Eins manns þjóðarheill er annars þjóðarböl. Í Bandaríkjunum hafa forsetar beitt slíku valdi til að setja saklausa borgara af japönskum ættum í fangabúðir í seinni heimsstyrjöldinni og til að leyfa pyntingar eftir hryðjuverkaárásirnar 2001. Á Íslandi eru borgararnir varðir gegn ofríki stjórnmálamanna með stjórnarskrá, ekki síst mannréttindaákvæðunum. Á þeim eru þó stundum undantekningar, t.d. ef almenningsþörf krefur. Með dómum Hæstaréttar hefur löggjafanum (stjórnmálamönnum) svo verið eftirlátið að skilgreina þessa almenningsþörf. Það er brýnt að við verðum á varðbergi, ekki síst vegna vaxandi áhrifa popúlista í nágrannalöndum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Donald Trump Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Donald Trump hefur sagt að hann muni lýsa yfir neyðarástandi til að fá vald til að veita fé úr almannavarnasjóði til byggingar landamæraveggjar sem hann lofaði að Mexíkó myndi greiða. Það er auðvitað ekkert neyðarástand. Fólk í leit að betra lífi reynir að komast til Bandaríkjanna þar sem það eykur hagvöxt og auðgar menningu. Hert landamæraeftirlit undanfarinna áratuga hefur haft öfug áhrif við það sem að var stefnt. Í stað þess að farandverkamenn komi og fari yfir landamærin eftir þörfum þá kemur fólk til Bandaríkjanna og snýr ekki aftur af ótta við að komast ekki þangað aftur. Trump ýtir undir útlendingaandúð til að sameina fólk að baki sér. Þetta er gamalt trikk popúlista. Þessi staða er góð áminning um mikilvægi þess að takmarka völd stjórnmálamanna. Þegar þeim eru veitt völd með stjórnarskrá eða lögum er gjarnan gert ráð fyrir að þeim verði beitt með þjóðarhag í huga. Dæmin sanna að það er ekki hægt að gera ráð fyrir því. Eins manns þjóðarheill er annars þjóðarböl. Í Bandaríkjunum hafa forsetar beitt slíku valdi til að setja saklausa borgara af japönskum ættum í fangabúðir í seinni heimsstyrjöldinni og til að leyfa pyntingar eftir hryðjuverkaárásirnar 2001. Á Íslandi eru borgararnir varðir gegn ofríki stjórnmálamanna með stjórnarskrá, ekki síst mannréttindaákvæðunum. Á þeim eru þó stundum undantekningar, t.d. ef almenningsþörf krefur. Með dómum Hæstaréttar hefur löggjafanum (stjórnmálamönnum) svo verið eftirlátið að skilgreina þessa almenningsþörf. Það er brýnt að við verðum á varðbergi, ekki síst vegna vaxandi áhrifa popúlista í nágrannalöndum okkar.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar