Telja langreyðarveiðar Hvals ekki standast dýravelferðarlög Sveinn Arnarsson skrifar 11. desember 2018 06:00 Skutull stendur hér í baki dýrs sem dregið var að landi í Hvalfirði í sumar. Mynd/aðsend Veiðar Náttúruverndarsamtök Íslands hafa tilkynnt Matvælastofnun um að Hvalur hf. hafi brotið dýraverndarlög við hvalveiðar. Fara samtökin fram á að stofnunin rannsaki meint brot fyrirtækisins frekar. Náttúruverndarsamtökin telja veiðar Hvals vera ómannúðlegar og skýr brot á dýravelferðarlögum. Ljóst sé að þeirra mati að mörg dýr hafi ekki drepist samstundis við skot og hafi þurft að kveljast óþarflega lengi fyrir síðasta andardráttinn. Samtökin fengu fjölda ljósmynda sem safnað var af Bretlandsdeild samtakanna Sea Shepherd en þau tóku myndir frá svæði rétt utan hvalstöðvarinnar í Hvalfirði. Samtökin telja myndirnar sanna að fleiri en eitt skot hafi þurft til að drepa fjölda dýra. Skyttur fá jafnan fyrirmæli um að miða á brjóstsvæði hvala til að auka líkur á að dýrin drepist samstundis. Myndirnar voru teknar í Hvalfirði í sumar og eru sagðar sýna fram á að dýr hafi verið skotin tvisvar og jafnvel oftar.Fréttablaðið/Sea ShepherdMyndirnar sem Sea Shepherd tók sýni jafnframt að skotsár eru á ýmsum stöðum á dýrunum. Af þessi megi ráða „að í mörgum tilfellum er um langvarandi dauðastríð að ræða“, segir í bréfi Náttúruverndarsamtakanna til Matvælastofnunar. Fréttablaðið greindi frá því í sumar að vinnsla á hvalafurðum hefði ekki verið í samræmi við reglugerð frá árinu 2010 þess efnis að hval skuli skera innandyra. Síðar hefði Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra breytt reglugerðinni þess efnis að hún var rýmkuð fyrir fyrirtækið og því aftur leyft að skera matvæli undir berum himniÁrni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.„Eftirlitið er frekar slakt í þessum efnum. Matvælastofnun á að sjá um eftirlitið með þessu,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. „Svo kemur í ljós að veiðarnar og vinnsla afurðanna var ekki í samræmi við reglugerð, þá er bara gerð undanþága.“ Í dýravelferðarlögum er kveðið skýrt á um að dýr skuli aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti og forðast skuli að valda dýrum óþarfa þjáningum eða hræðslu. Einnig er óheimilt að aflífa dýr með því að drekkja þeim. Telja Náttúruverndarsamtök öll þessi atriði eiga við um veiðar Hvals hf. á langreyði í sumar. „Þegar litið er til allra þeirra sönnunargagna sem safnast hafa saman um hvalveiðar Hvals hf. er ljóst að starfsemi fyrirtækisins er frumstæð og uppfyllir ekki skilyrði hinna framangreindu ákvæða. Þar að auki er verkun Hvals hf. á hvalkjöti framkvæmd á óskynsamlegan, bannaðan og óheilnæman máta,“ segir í bréfinu til Matvælastofnunar. „Á það hefur verið bent að það sé partur af fullveldi þjóðarinnar að veiða hval,“ segir Árni. „Við hljótum þá að hafa fullveldi til að hætta þeim.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalur hf. sendi 1500 tonn af hvalaafurðum til Japans Hvalur hefur áður flutt hvalaafurðir þessa leið. 17. október 2018 07:36 Lítið eftirlit haft með öflugustu byssum landsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann ekki leyfi Hvals hf. fyrir þeim fjórum skutulbyssum sem notaðar hafa verið til langreyðarveiða hér við land þegar óskað var afrita af leyfunum 18. október 2018 06:00 Ísland meðal ríkja sem stöðvuðu stofnun griðarsvæðis hvala í S-Atlantshafi Tillaga um stofnun griðarsvæðis í Suður-Atlantshafi var felld á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins. 12. september 2018 12:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Veiðar Náttúruverndarsamtök Íslands hafa tilkynnt Matvælastofnun um að Hvalur hf. hafi brotið dýraverndarlög við hvalveiðar. Fara samtökin fram á að stofnunin rannsaki meint brot fyrirtækisins frekar. Náttúruverndarsamtökin telja veiðar Hvals vera ómannúðlegar og skýr brot á dýravelferðarlögum. Ljóst sé að þeirra mati að mörg dýr hafi ekki drepist samstundis við skot og hafi þurft að kveljast óþarflega lengi fyrir síðasta andardráttinn. Samtökin fengu fjölda ljósmynda sem safnað var af Bretlandsdeild samtakanna Sea Shepherd en þau tóku myndir frá svæði rétt utan hvalstöðvarinnar í Hvalfirði. Samtökin telja myndirnar sanna að fleiri en eitt skot hafi þurft til að drepa fjölda dýra. Skyttur fá jafnan fyrirmæli um að miða á brjóstsvæði hvala til að auka líkur á að dýrin drepist samstundis. Myndirnar voru teknar í Hvalfirði í sumar og eru sagðar sýna fram á að dýr hafi verið skotin tvisvar og jafnvel oftar.Fréttablaðið/Sea ShepherdMyndirnar sem Sea Shepherd tók sýni jafnframt að skotsár eru á ýmsum stöðum á dýrunum. Af þessi megi ráða „að í mörgum tilfellum er um langvarandi dauðastríð að ræða“, segir í bréfi Náttúruverndarsamtakanna til Matvælastofnunar. Fréttablaðið greindi frá því í sumar að vinnsla á hvalafurðum hefði ekki verið í samræmi við reglugerð frá árinu 2010 þess efnis að hval skuli skera innandyra. Síðar hefði Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra breytt reglugerðinni þess efnis að hún var rýmkuð fyrir fyrirtækið og því aftur leyft að skera matvæli undir berum himniÁrni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.„Eftirlitið er frekar slakt í þessum efnum. Matvælastofnun á að sjá um eftirlitið með þessu,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. „Svo kemur í ljós að veiðarnar og vinnsla afurðanna var ekki í samræmi við reglugerð, þá er bara gerð undanþága.“ Í dýravelferðarlögum er kveðið skýrt á um að dýr skuli aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti og forðast skuli að valda dýrum óþarfa þjáningum eða hræðslu. Einnig er óheimilt að aflífa dýr með því að drekkja þeim. Telja Náttúruverndarsamtök öll þessi atriði eiga við um veiðar Hvals hf. á langreyði í sumar. „Þegar litið er til allra þeirra sönnunargagna sem safnast hafa saman um hvalveiðar Hvals hf. er ljóst að starfsemi fyrirtækisins er frumstæð og uppfyllir ekki skilyrði hinna framangreindu ákvæða. Þar að auki er verkun Hvals hf. á hvalkjöti framkvæmd á óskynsamlegan, bannaðan og óheilnæman máta,“ segir í bréfinu til Matvælastofnunar. „Á það hefur verið bent að það sé partur af fullveldi þjóðarinnar að veiða hval,“ segir Árni. „Við hljótum þá að hafa fullveldi til að hætta þeim.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalur hf. sendi 1500 tonn af hvalaafurðum til Japans Hvalur hefur áður flutt hvalaafurðir þessa leið. 17. október 2018 07:36 Lítið eftirlit haft með öflugustu byssum landsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann ekki leyfi Hvals hf. fyrir þeim fjórum skutulbyssum sem notaðar hafa verið til langreyðarveiða hér við land þegar óskað var afrita af leyfunum 18. október 2018 06:00 Ísland meðal ríkja sem stöðvuðu stofnun griðarsvæðis hvala í S-Atlantshafi Tillaga um stofnun griðarsvæðis í Suður-Atlantshafi var felld á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins. 12. september 2018 12:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Hvalur hf. sendi 1500 tonn af hvalaafurðum til Japans Hvalur hefur áður flutt hvalaafurðir þessa leið. 17. október 2018 07:36
Lítið eftirlit haft með öflugustu byssum landsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann ekki leyfi Hvals hf. fyrir þeim fjórum skutulbyssum sem notaðar hafa verið til langreyðarveiða hér við land þegar óskað var afrita af leyfunum 18. október 2018 06:00
Ísland meðal ríkja sem stöðvuðu stofnun griðarsvæðis hvala í S-Atlantshafi Tillaga um stofnun griðarsvæðis í Suður-Atlantshafi var felld á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins. 12. september 2018 12:00