Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Jóhann Óli Eiðsson og Jón Hákon Halldórsson skrifa 5. júní 2018 06:00 Forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. Vísir Varlega áætlað má gera ráð fyrir að stórar útgerðir, það er útgerðir sem greiða 30 milljónir eða meira í veiðileyfagjald, taki til sín að minnsta kosti 80 prósent af þeirri lækkun veiðileyfagjalds á næsta fiskveiðiári sem boðað frumvarp atvinnuveganefndar Alþingis felur í sér. Þetta sýna útreikningar Fréttablaðsins. Stóru útgerðirnar eru á sjötta tug talsins. Heildarlækkun veiðigjaldanna nemur um 2,6 milljörðum króna, verði lækkun veiðigjaldanna 24 prósent eins og frumvarpið gerir ráð fyrir á algengustu tegundirnar. Fágætari tegundir eiga það til að lækka meira og því gæti heildarlækkunin orðið enn meiri. Af þessum 2,6 milljörðum munu gjöld 10 stærstu útgerðanna lækka um rúmlega 1,3 milljarða með breytingunum. Þær munu, með öðrum orðum, taka til sín um helming lækkunarinnar. Í umsögnum um frumvarpið hefur verið gagnrýnt að það hygli stórum fyrirtækjum. „Hin augljósa niðurstaða veiðigjaldafrumvarpsins er sú að þegar öll gjöld eru lækkuð skilar það sér mest til þeirra stærstu þó að reynt sé að telja fólki trú um að aðgerðin sé fyrst og fremst hugsuð til að bæta hag lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Til að koma til móts við rekstur þeirra fyrirtækja sem kunna að eiga í erfiðleikum eru til aðrar mun einfaldari aðgerðir sem þurfa ekki jafnframt að fela í sér eftirgjöf til allra útgerða, stórra og smárra,“ segir í umsögn Bolla Héðinssonar hagfræðings. „Það er verið að auka vægi sértækra afslátta gagnvart litlu og meðalstóru fyrirtækjunum. Það er ein kerfisbreytingin sem felst í málinu. Það er verið að koma sérstaklega til móts við þær. Ef kerfið væri óbreytt þá myndi það ekki skila sér,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um frumvarpið. Katrín segist skilja gagnrýni stjórnarandstöðunnar á frumvarpið, enda liggi það alveg skýrt fyrir að það sé lagt fram seint. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Lækkun veiðigjalda þolir enga bið að sögn formanns atvinnuveganefndar Formaður atvinnuveganefndar segir sjávarútvegsráðherra verða að svara fyrir það hvers vegna frumvarp um lækkun veiðigjalda hafi ekki verið lagt fram fyrr. Málið þoli aftur á móti enga bið þar sem minni útgerðir séu að sigla í þrot. Stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að frumvarpið yrði tekið til umræðu á Alþingi í gær. 1. júní 2018 19:30 Kvótasalar fá helming umframhagnaðar Hið opinbera hefur frá 2010 tekið um 20 prósent af umframhagnaði sjávarútvegsfyrirtækja í auðlindagjald. 80 prósent umframhagnaðarins hafa farið til núverandi útgerðarfyrirtækja og fyrrverandi eigenda aflaheimilda. 12. apríl 2018 06:00 Eigið fé jókst um 50 milljarða Eigið fé útgerða fór úr 251 milljarði í 299 milljarða milli janúar 2015 og 2016. Skiptar skoðanir um veiðigjöld. 1. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira
Varlega áætlað má gera ráð fyrir að stórar útgerðir, það er útgerðir sem greiða 30 milljónir eða meira í veiðileyfagjald, taki til sín að minnsta kosti 80 prósent af þeirri lækkun veiðileyfagjalds á næsta fiskveiðiári sem boðað frumvarp atvinnuveganefndar Alþingis felur í sér. Þetta sýna útreikningar Fréttablaðsins. Stóru útgerðirnar eru á sjötta tug talsins. Heildarlækkun veiðigjaldanna nemur um 2,6 milljörðum króna, verði lækkun veiðigjaldanna 24 prósent eins og frumvarpið gerir ráð fyrir á algengustu tegundirnar. Fágætari tegundir eiga það til að lækka meira og því gæti heildarlækkunin orðið enn meiri. Af þessum 2,6 milljörðum munu gjöld 10 stærstu útgerðanna lækka um rúmlega 1,3 milljarða með breytingunum. Þær munu, með öðrum orðum, taka til sín um helming lækkunarinnar. Í umsögnum um frumvarpið hefur verið gagnrýnt að það hygli stórum fyrirtækjum. „Hin augljósa niðurstaða veiðigjaldafrumvarpsins er sú að þegar öll gjöld eru lækkuð skilar það sér mest til þeirra stærstu þó að reynt sé að telja fólki trú um að aðgerðin sé fyrst og fremst hugsuð til að bæta hag lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Til að koma til móts við rekstur þeirra fyrirtækja sem kunna að eiga í erfiðleikum eru til aðrar mun einfaldari aðgerðir sem þurfa ekki jafnframt að fela í sér eftirgjöf til allra útgerða, stórra og smárra,“ segir í umsögn Bolla Héðinssonar hagfræðings. „Það er verið að auka vægi sértækra afslátta gagnvart litlu og meðalstóru fyrirtækjunum. Það er ein kerfisbreytingin sem felst í málinu. Það er verið að koma sérstaklega til móts við þær. Ef kerfið væri óbreytt þá myndi það ekki skila sér,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um frumvarpið. Katrín segist skilja gagnrýni stjórnarandstöðunnar á frumvarpið, enda liggi það alveg skýrt fyrir að það sé lagt fram seint.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Lækkun veiðigjalda þolir enga bið að sögn formanns atvinnuveganefndar Formaður atvinnuveganefndar segir sjávarútvegsráðherra verða að svara fyrir það hvers vegna frumvarp um lækkun veiðigjalda hafi ekki verið lagt fram fyrr. Málið þoli aftur á móti enga bið þar sem minni útgerðir séu að sigla í þrot. Stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að frumvarpið yrði tekið til umræðu á Alþingi í gær. 1. júní 2018 19:30 Kvótasalar fá helming umframhagnaðar Hið opinbera hefur frá 2010 tekið um 20 prósent af umframhagnaði sjávarútvegsfyrirtækja í auðlindagjald. 80 prósent umframhagnaðarins hafa farið til núverandi útgerðarfyrirtækja og fyrrverandi eigenda aflaheimilda. 12. apríl 2018 06:00 Eigið fé jókst um 50 milljarða Eigið fé útgerða fór úr 251 milljarði í 299 milljarða milli janúar 2015 og 2016. Skiptar skoðanir um veiðigjöld. 1. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira
Lækkun veiðigjalda þolir enga bið að sögn formanns atvinnuveganefndar Formaður atvinnuveganefndar segir sjávarútvegsráðherra verða að svara fyrir það hvers vegna frumvarp um lækkun veiðigjalda hafi ekki verið lagt fram fyrr. Málið þoli aftur á móti enga bið þar sem minni útgerðir séu að sigla í þrot. Stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að frumvarpið yrði tekið til umræðu á Alþingi í gær. 1. júní 2018 19:30
Kvótasalar fá helming umframhagnaðar Hið opinbera hefur frá 2010 tekið um 20 prósent af umframhagnaði sjávarútvegsfyrirtækja í auðlindagjald. 80 prósent umframhagnaðarins hafa farið til núverandi útgerðarfyrirtækja og fyrrverandi eigenda aflaheimilda. 12. apríl 2018 06:00
Eigið fé jókst um 50 milljarða Eigið fé útgerða fór úr 251 milljarði í 299 milljarða milli janúar 2015 og 2016. Skiptar skoðanir um veiðigjöld. 1. nóvember 2017 11:00