„Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Lovísa Arnardóttir skrifar 18. nóvember 2025 22:32 Stefán Einar telur að slík hegðun eigi að binda enda á gestrisni Íslendinga. Vísir/Vilhelm Stefán Einar Stefánsson, þáttastjórnandi Spursmála á mbl.is, segir það liggja í augum uppi að það skuli teljast ögrandi að sveifla skotvopnum, árásarrifflum, í myndbandi. Hann telur að þeim sem haga sér með slíkum hætti eigi að vísa úr landi „Í íslenskum aðstæðum er ekki hægt að lesa neitt annað í það en ögrun,“ segir Stefán Einar sem var til viðtals, um myndbandið sem hefur verið í dreifingu, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Í myndbandinu má sjá mann sitja á mótorhjóli með tvær byssur í hönd. Stefán Einar segir íslenskt samfélag friðelskandi og sé á móti skotvopnanotkun innan borgar. Þessi hegðun samræmist því ekki. Hann segist ekki geta metið þetta athæfi sem „unglingaflipp“ enda sjáist það á viðbrögðum lögreglunnar sem fór í húsleit og handtökur eftir að myndbandið var birt og fór í dreifingu vegna gruns um að þarna væru raunveruleg vopn við notkun. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Sýnar. Þar kom fram að þrír menn undir og yfir tvítugt voru handteknir um helgina eftir að myndskeið af ungum manni með tvö skotvopn fór í dreifingu á netinu. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem lögreglan ræðst í aðgerðir vegna efnis á samfélagsmiðlum. „Þetta eru gestir okkar hér í þessu landi sem koma út af stríðshrjáðum aðstæðum heima fyrir, og við getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi.“ Stefán Einar segir það ekki á ábyrgð Íslendinga að sjá um að aðlögun einstaklinga sé betri. „Við berum enga aðra ábyrgð en þá að taka vel á móti fólki og búa fólki húsaskjól og koma því þannig fyrir að það hafi aðgang að menntakerfinu og heilbrigðiskerfinu. En þegar menn eru með ögrandi framkomu af þessu tagi er ég allavega á þeirri skoðun að okkar gestrisni sé á enda runnin,“ segir Stefán Einar. Hann segir þetta þróun sem megi sjá í nágrannalöndum okkar þar sem er verið að beita skotvopnum og ögrandi framkomu í umferð. Það sé skrifað á siði og hefðir frá þeirra heimalöndum en það séu „hrein og klár lögbrot“. Það sé verið að tefja umferð og valda hættu. „Við getum ekkert setið undir þessu. Þetta fólk er velkomið hingað svo lengi sem það lagar sig að okkar siðum, fer að okkar lögum og er ekki með ógnandi tilburði gagnvart almenningi í landinu. En stjórnvöld verða auðvitað að stíga fast niður fæti þarna og það er ekki nóg að lögreglan geri það,“ segir Stefán Einar og að stjórnmálamenn verði að draga mjög skýra línu í sandinn. Ekki með her og með veikburða lögreglu Hann segir þessi mál hafa verið að fara úr böndunum í nágrannaríkjunum síðustu ár og gerist það líka hér sé það í raun alvarlegra því hér séu ekki sömu verkfæri eða úrlausnir til að takast á við slíkan vanda. „Við erum ekki með her og við erum með mjög veikburða lögreglu. Við erum ekki með neina leyniþjónustu sem getur fylgt þessu fólki eftir ef að hætta er talin á að það geti ógnað samfélaginu. Við getum ekki sem almenningur, ég sem bara foreldri í þessu landi og almennur borgari, við getum ekki setið undir því að okkar borgurum, Íslendingum, sé ógnað með þessum hætti.“ En þú segir að stjórnmálamenn verði að draga skýra línu í sandinn. Hvað viltu að þeir geri? „Þeir verða að draga þá línu í sandinn að þeir sem að verða uppvísir að þessu framferði, að þeir séu sendir aftur til síns heima.“ Spurður hvort hann sé að mála skrattann á veginn, þetta hafi „bara verið einhver náungi á bíl með eftirlíkingu af byssu“, segir Stefán Einar svo ekki vera. „Ég held að það sé einmitt ekki svo. Ég held að menn kannski taki þessu af léttúð þar til að einhver voðaverk verða unnin hér.“ Íslendingar eigi að njóta vafans Stefán Einar bendir á að í nágrannalöndum eins og Austurríki, Þýskalandi og Bretlandi séu jólamarkaðir að fara í gang og þar sé verið að víggirða í kringum þá til að vernda fólk fyrir voðaverkum. Hann segir að hans mati eigi að aðstoða fólk í bágri stöðu en þegar spurningin sé hvort „okkar borgarar“ eigi að njóta vafans og öryggis þeirra þá verði þau að fá að njóta vafans. „Í þessu tilviki þar sem að menn eru farnir að veifa skotvopnum og deilandi því á samfélagsmiðlum, augljóslega í því skyni að valda kurri eða ótta meðal fólks, þá eiga menn bara að fara upp í næstu vél og fara heim til sín.“ Lögreglumál Reykjavík Innflytjendamál Reykjavík síðdegis Öryggis- og varnarmál Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
„Í íslenskum aðstæðum er ekki hægt að lesa neitt annað í það en ögrun,“ segir Stefán Einar sem var til viðtals, um myndbandið sem hefur verið í dreifingu, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Í myndbandinu má sjá mann sitja á mótorhjóli með tvær byssur í hönd. Stefán Einar segir íslenskt samfélag friðelskandi og sé á móti skotvopnanotkun innan borgar. Þessi hegðun samræmist því ekki. Hann segist ekki geta metið þetta athæfi sem „unglingaflipp“ enda sjáist það á viðbrögðum lögreglunnar sem fór í húsleit og handtökur eftir að myndbandið var birt og fór í dreifingu vegna gruns um að þarna væru raunveruleg vopn við notkun. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Sýnar. Þar kom fram að þrír menn undir og yfir tvítugt voru handteknir um helgina eftir að myndskeið af ungum manni með tvö skotvopn fór í dreifingu á netinu. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem lögreglan ræðst í aðgerðir vegna efnis á samfélagsmiðlum. „Þetta eru gestir okkar hér í þessu landi sem koma út af stríðshrjáðum aðstæðum heima fyrir, og við getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi.“ Stefán Einar segir það ekki á ábyrgð Íslendinga að sjá um að aðlögun einstaklinga sé betri. „Við berum enga aðra ábyrgð en þá að taka vel á móti fólki og búa fólki húsaskjól og koma því þannig fyrir að það hafi aðgang að menntakerfinu og heilbrigðiskerfinu. En þegar menn eru með ögrandi framkomu af þessu tagi er ég allavega á þeirri skoðun að okkar gestrisni sé á enda runnin,“ segir Stefán Einar. Hann segir þetta þróun sem megi sjá í nágrannalöndum okkar þar sem er verið að beita skotvopnum og ögrandi framkomu í umferð. Það sé skrifað á siði og hefðir frá þeirra heimalöndum en það séu „hrein og klár lögbrot“. Það sé verið að tefja umferð og valda hættu. „Við getum ekkert setið undir þessu. Þetta fólk er velkomið hingað svo lengi sem það lagar sig að okkar siðum, fer að okkar lögum og er ekki með ógnandi tilburði gagnvart almenningi í landinu. En stjórnvöld verða auðvitað að stíga fast niður fæti þarna og það er ekki nóg að lögreglan geri það,“ segir Stefán Einar og að stjórnmálamenn verði að draga mjög skýra línu í sandinn. Ekki með her og með veikburða lögreglu Hann segir þessi mál hafa verið að fara úr böndunum í nágrannaríkjunum síðustu ár og gerist það líka hér sé það í raun alvarlegra því hér séu ekki sömu verkfæri eða úrlausnir til að takast á við slíkan vanda. „Við erum ekki með her og við erum með mjög veikburða lögreglu. Við erum ekki með neina leyniþjónustu sem getur fylgt þessu fólki eftir ef að hætta er talin á að það geti ógnað samfélaginu. Við getum ekki sem almenningur, ég sem bara foreldri í þessu landi og almennur borgari, við getum ekki setið undir því að okkar borgurum, Íslendingum, sé ógnað með þessum hætti.“ En þú segir að stjórnmálamenn verði að draga skýra línu í sandinn. Hvað viltu að þeir geri? „Þeir verða að draga þá línu í sandinn að þeir sem að verða uppvísir að þessu framferði, að þeir séu sendir aftur til síns heima.“ Spurður hvort hann sé að mála skrattann á veginn, þetta hafi „bara verið einhver náungi á bíl með eftirlíkingu af byssu“, segir Stefán Einar svo ekki vera. „Ég held að það sé einmitt ekki svo. Ég held að menn kannski taki þessu af léttúð þar til að einhver voðaverk verða unnin hér.“ Íslendingar eigi að njóta vafans Stefán Einar bendir á að í nágrannalöndum eins og Austurríki, Þýskalandi og Bretlandi séu jólamarkaðir að fara í gang og þar sé verið að víggirða í kringum þá til að vernda fólk fyrir voðaverkum. Hann segir að hans mati eigi að aðstoða fólk í bágri stöðu en þegar spurningin sé hvort „okkar borgarar“ eigi að njóta vafans og öryggis þeirra þá verði þau að fá að njóta vafans. „Í þessu tilviki þar sem að menn eru farnir að veifa skotvopnum og deilandi því á samfélagsmiðlum, augljóslega í því skyni að valda kurri eða ótta meðal fólks, þá eiga menn bara að fara upp í næstu vél og fara heim til sín.“
Lögreglumál Reykjavík Innflytjendamál Reykjavík síðdegis Öryggis- og varnarmál Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira