Fuglahræður vernda fuglana frá hreyflum Grétar Þór Sigurðsson skrifar 20. apríl 2018 06:00 Á vef Isavia kemur fram að í grennd Keflavíkurflugvallar á Miðnesheiði sé að finna eitt af stærri varplöndum sílamávs. Vísir/ANdri Á síðasta ári urðu samtals 36 árekstrar við fugla á flugvallarsvæðum Isavia. Þetta kemur fram í nýlegri ársskýrslu félagsins fyrir síðasta ár, í kafla sem fjallar um umhverfismál. 14 árekstrar urðu við fugla á Keflavíkurflugvelli og 22 á innanlandsflugvöllum. Í skýrslunni segir að flugvallarsvæðin séu fjölbreytt hvað varðar lífríki og að vel hafi verið fylgst með dýralífi svæðanna í áraraðir, sérstaklega með tilliti til ásóknar dýra og fugla. Þá séu fælingar og búsvæðastjórnun dýra mikilvægur þáttur í rekstri flugvalla til að minnka líkur á árekstri dýra og flugvéla og tryggja þannig öryggi farþega. Aðallega er um að ræða fugla en þó eru dæmi um að fæla hafi þurft hreindýr, tófur og kanínur af flugvallarsvæði.Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamband Íslands„Maðurinn er hluti af vistkerfinu og hann hefur sín sérkenni, mikla tækni og hluti sem eru ekki beinlínis náttúrulegir, svo stundum verða árekstrar milli mannsins og dýranna,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamtaka Íslands, í samtali við Fréttablaðið. Hún segir það hörmulegt þegar fuglar fljúga inn í hreyfla og annað þvíumlíkt en það sé ómögulegt að komast hjá því, nema þá með því að hætta að fljúga. Hún segist þó ímynda sér að notaðar séu öflugar fælingar í ljósi hættunnar sem slíkir árekstrar kunni að skapa. „Það eru alls konar spurningar sem kvikna hjá mér. Þetta eru markvissar aðgerðir í raun og veru gegn dýrunum og ég hefði alveg áhuga á að vita hvað er verið að gera, hvaða aðferðum er verið að beita.“ Gunnar Sigurðsson, markaðsstjóri og staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia, taldi upp ýmsar aðferðir sem notaðar eru til fælingar. Til að mynda aki bílar í kringum brautirnar með sírenur í gangi, stundum séu notaðar byssur sem skjóta púðurskotum svo fuglunum verði ekki meint af. Sums staðar er einni af elstu brellunum í bókinni beitt, fuglahræðum. Fuglahræðurnar eru jafnvel klæddar fötum til að líkjast sem best okkur mannfólkinu. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Fréttir af flugi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Á síðasta ári urðu samtals 36 árekstrar við fugla á flugvallarsvæðum Isavia. Þetta kemur fram í nýlegri ársskýrslu félagsins fyrir síðasta ár, í kafla sem fjallar um umhverfismál. 14 árekstrar urðu við fugla á Keflavíkurflugvelli og 22 á innanlandsflugvöllum. Í skýrslunni segir að flugvallarsvæðin séu fjölbreytt hvað varðar lífríki og að vel hafi verið fylgst með dýralífi svæðanna í áraraðir, sérstaklega með tilliti til ásóknar dýra og fugla. Þá séu fælingar og búsvæðastjórnun dýra mikilvægur þáttur í rekstri flugvalla til að minnka líkur á árekstri dýra og flugvéla og tryggja þannig öryggi farþega. Aðallega er um að ræða fugla en þó eru dæmi um að fæla hafi þurft hreindýr, tófur og kanínur af flugvallarsvæði.Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamband Íslands„Maðurinn er hluti af vistkerfinu og hann hefur sín sérkenni, mikla tækni og hluti sem eru ekki beinlínis náttúrulegir, svo stundum verða árekstrar milli mannsins og dýranna,“ segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamtaka Íslands, í samtali við Fréttablaðið. Hún segir það hörmulegt þegar fuglar fljúga inn í hreyfla og annað þvíumlíkt en það sé ómögulegt að komast hjá því, nema þá með því að hætta að fljúga. Hún segist þó ímynda sér að notaðar séu öflugar fælingar í ljósi hættunnar sem slíkir árekstrar kunni að skapa. „Það eru alls konar spurningar sem kvikna hjá mér. Þetta eru markvissar aðgerðir í raun og veru gegn dýrunum og ég hefði alveg áhuga á að vita hvað er verið að gera, hvaða aðferðum er verið að beita.“ Gunnar Sigurðsson, markaðsstjóri og staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia, taldi upp ýmsar aðferðir sem notaðar eru til fælingar. Til að mynda aki bílar í kringum brautirnar með sírenur í gangi, stundum séu notaðar byssur sem skjóta púðurskotum svo fuglunum verði ekki meint af. Sums staðar er einni af elstu brellunum í bókinni beitt, fuglahræðum. Fuglahræðurnar eru jafnvel klæddar fötum til að líkjast sem best okkur mannfólkinu.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Fréttir af flugi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira