Hindra ekki fólk í að hægja sér Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. júní 2017 07:00 Maður mígur á Þingvöllum á góðviðrisdegi. Þjóðgarðsvörður segir þó ekki skorta á salernisaðstöðu. Ábyrgðin sé ferðamanna sjálfra. vísir/pjetur „Ég hef enga skýringu á þessu en þetta er mjög óskemmtilegt,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Fyrir tveimur árum birtust í Fréttablaðinu frásagnir af því að ferðamenn á Þingvöllum gengju örna sinna þar, jafnvel við grafreiti Einars Benediktssonar og Jónasar Hallgrímssonar. Ólafur Örn segir vandann enn vera til staðar. Það er að segja að enn séu menn að hægja sér í náttúrunni þótt ekkert skorti á salernisaðstöðuna.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum„Það eru núna 75 salerni í þjóðgarðinum og hvar sem maður er eru ekki nema örfáar mínútur að næsta salerni,“ segir hann. „Þrátt fyrir það leyfir fólk sér að gera þetta. Við sjáum fólk, jafnvel fínar dömur, kippa niður um sig og pissa á bakvið salernishús. Það er engin leið að ráða við þetta. Þetta er ekki mikið en þetta kemur alltaf fyrir,“ bætir hann við. Ólafur segir ábyrgðina liggja hjá ferðamönnunum sjálfum. Það sé ekki nokkur leið að koma í veg fyrir að þeir sem ætli sér að ganga um af sóðaskap geri það. „Hvenær dettur þér í hug í útlöndum að gera eitthvað svona? Þú myndir aldrei gera það,“ segir hann. Ólafur segir vandann ekki einskorðast við Þingvelli því að hið sama sé uppi á teningnum á leiðinni milli Selfoss og Hellu og víðar.Fréttablaðið sagði frá því árið 2015 að gestir á Þingvöllum hægðu sér við þjóðargrafreitinn. vísir/pjeturÓlafur segir Þjóðgarðinn ekki hafa leitað samstarfs við ferðaþjónustuaðila um einhvers konar árvekniátak vegna þessa. „Við höfum ekki gert það. Það er náttúrulega mjög hallærislegt að þurfa að vera að tala um þetta, en þetta er mjög óskemmtilegt,“ segir Ólafur. Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður gagnrýndi salernisaðstöðuna á Þingvöllum harðlega í samtali við Fréttablaðið fyrir tveimur árum. Hann segir ástand salernismála þar hafa snarbatnað og aðstaðan sé orðin mjög viðunandi. „Það er ekkert vandamál að fara á salernið á Þingvöllum lengur. En ef þig langar í safaríka salernissögu getur þú farið að Seljalandsfossi. Þar er hreinlega salernið að hrynja vegna salernisleysis,“ segir Helgi Jón. Þar séu þrjú salerni og fossinn einn af fimm mest sóttu stöðum á landinu. „Það er ekki einu sinni brugðist við bráðavanda,“ segir hann. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
„Ég hef enga skýringu á þessu en þetta er mjög óskemmtilegt,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Fyrir tveimur árum birtust í Fréttablaðinu frásagnir af því að ferðamenn á Þingvöllum gengju örna sinna þar, jafnvel við grafreiti Einars Benediktssonar og Jónasar Hallgrímssonar. Ólafur Örn segir vandann enn vera til staðar. Það er að segja að enn séu menn að hægja sér í náttúrunni þótt ekkert skorti á salernisaðstöðuna.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum„Það eru núna 75 salerni í þjóðgarðinum og hvar sem maður er eru ekki nema örfáar mínútur að næsta salerni,“ segir hann. „Þrátt fyrir það leyfir fólk sér að gera þetta. Við sjáum fólk, jafnvel fínar dömur, kippa niður um sig og pissa á bakvið salernishús. Það er engin leið að ráða við þetta. Þetta er ekki mikið en þetta kemur alltaf fyrir,“ bætir hann við. Ólafur segir ábyrgðina liggja hjá ferðamönnunum sjálfum. Það sé ekki nokkur leið að koma í veg fyrir að þeir sem ætli sér að ganga um af sóðaskap geri það. „Hvenær dettur þér í hug í útlöndum að gera eitthvað svona? Þú myndir aldrei gera það,“ segir hann. Ólafur segir vandann ekki einskorðast við Þingvelli því að hið sama sé uppi á teningnum á leiðinni milli Selfoss og Hellu og víðar.Fréttablaðið sagði frá því árið 2015 að gestir á Þingvöllum hægðu sér við þjóðargrafreitinn. vísir/pjeturÓlafur segir Þjóðgarðinn ekki hafa leitað samstarfs við ferðaþjónustuaðila um einhvers konar árvekniátak vegna þessa. „Við höfum ekki gert það. Það er náttúrulega mjög hallærislegt að þurfa að vera að tala um þetta, en þetta er mjög óskemmtilegt,“ segir Ólafur. Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður gagnrýndi salernisaðstöðuna á Þingvöllum harðlega í samtali við Fréttablaðið fyrir tveimur árum. Hann segir ástand salernismála þar hafa snarbatnað og aðstaðan sé orðin mjög viðunandi. „Það er ekkert vandamál að fara á salernið á Þingvöllum lengur. En ef þig langar í safaríka salernissögu getur þú farið að Seljalandsfossi. Þar er hreinlega salernið að hrynja vegna salernisleysis,“ segir Helgi Jón. Þar séu þrjú salerni og fossinn einn af fimm mest sóttu stöðum á landinu. „Það er ekki einu sinni brugðist við bráðavanda,“ segir hann.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira