Ösku Patreks sturtað í Seljalandsá Jakob Bjarnar skrifar 9. maí 2017 16:00 Patrekur kvaddur hinstu kveðju með því að sturta líkamsleifum hans, öskunni, í Seljalandsá. YouTube Myndskeið af konu nokkurri, þar sem hún stendur á brú sem er undir Seljalandsfossi og er að dreifa ösku látins ástvinar í ána þar, var sett inn á YouTube í gær. Lögum samkvæmt er slíkt bannað. Vísi er ekki kunnugt um hver þar er á ferð né heldur hvaða jarðnesku leifar fengu svo fagran dreifingarstað. En við myndskeiðið er skrifað: „Scattering Patrick's ashes in Iceland.“ Lögum samkvæmt, það er í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, má sjá að slík dreifing ösku er stranglega bönnuð. Gengið er út frá því að aska skuli varðveitt í þar til gerðum duftkerum og þá í kirkjugarði og þeim fundinn legstaður og fært í legstaðaskrá.Nú liggur fyrir að ekkert slíkt leyfi hefur verið gefið út af hálfu íslenskra yfirvalda. Og hefði reyndar aldrei komið til þess, að sögn Halldórs Þormars Halldórssonar, sem sér um útgáfu slíkra leyfa en hann hefur aðsetur á skrifstofu sýslumanns á Norðurlandi Eystra.Slíkt leyfi hefði aldrei verið gefið út „Nei, það hefði aldrei verið gefið út. Þetta er bannað samkvæmt lögum. Bara yfir haf eða öræfi. Það hefur verið túlkað sem óbyggt land, helst talsvert yfir sjávarmáli. Ekki kannski endilega sandarnir á Suðurlandi, væntanlega væri hægt að fá leyfi til þess þar en alls ekki yfir vatn og ár. En, það má dreifa yfir haf og öræfi,“ segir Halldór. Og bætir því við að ekki megi heldur dreifa ösku í þjóðgörðum. Gallinn við framkvæmd laganna er sá að fólk getur sótt um leyfi til að dreifa ösku en það er í raun enginn til að fylgjast með því að framkvæmdin sé í samræmi við leyfið.Halldór Þormar segir að árlega séu gefin út um 40 leyfi til að dreifa ösku látinna ástvina og hátt í helmingur slíkra leyfisumsókna komi frá erlendum ríkisborgurum.„Eina skilyrðið er að viðkomandi skili undirritaðri yfirlýsingu þess efnis að öskunni hafi verið dreift í samræmi við skilyrði leyfisins. En, það er erfitt að fylgja því eftir að svo sé. Mjög. Og við höfum engin þvingunarúrræði til að láta fólk fylgja þessari yfirlýsingu,“ segir Halldór Þormar.40 leyfi gefin út árlega Það kemur líklega nokkuð á óvart að árlega eru gefin út 40 leyfi af þessu tagi og það sem meira er; um helmingur þessara leyfa eru gefin út til erlendra ríkisborgara. Ísland er sem sagt vinsæll staður til að dreifa ösku, jarðneskum leyfum ástvina. Halldór segir það aðallega vera fólk af þrennu þjóðerni: Bandaríkjamenn, Bretar og Þjóðverjar. „Það hangir líkast til saman við það að þetta eru þeir hópar ferðamanna sem eru fjölmennastir eftir því sem næst verður komist.“ Halldór Þormar segist hafa heyrt þær skýringar helstar nefndar að á Íslandi séu ósnert náttúra. Og það er ýmist, jarðneskar leifar fólks sem aldrei hefur komið til landsins eða þeirra sem hingað hafa komið. „Einu sinni barst mér leyfisumsókn frá Indlandi, einu sinni frá Singapúr en aldrei frá Japan,“ segir Halldór Þormar aðspurður. Hann segir einnig að reglur hér þyki fremur stífar miðað við hvað gerist og gengur í þessum efnum víðar í heiminum. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Sjá meira
Myndskeið af konu nokkurri, þar sem hún stendur á brú sem er undir Seljalandsfossi og er að dreifa ösku látins ástvinar í ána þar, var sett inn á YouTube í gær. Lögum samkvæmt er slíkt bannað. Vísi er ekki kunnugt um hver þar er á ferð né heldur hvaða jarðnesku leifar fengu svo fagran dreifingarstað. En við myndskeiðið er skrifað: „Scattering Patrick's ashes in Iceland.“ Lögum samkvæmt, það er í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, má sjá að slík dreifing ösku er stranglega bönnuð. Gengið er út frá því að aska skuli varðveitt í þar til gerðum duftkerum og þá í kirkjugarði og þeim fundinn legstaður og fært í legstaðaskrá.Nú liggur fyrir að ekkert slíkt leyfi hefur verið gefið út af hálfu íslenskra yfirvalda. Og hefði reyndar aldrei komið til þess, að sögn Halldórs Þormars Halldórssonar, sem sér um útgáfu slíkra leyfa en hann hefur aðsetur á skrifstofu sýslumanns á Norðurlandi Eystra.Slíkt leyfi hefði aldrei verið gefið út „Nei, það hefði aldrei verið gefið út. Þetta er bannað samkvæmt lögum. Bara yfir haf eða öræfi. Það hefur verið túlkað sem óbyggt land, helst talsvert yfir sjávarmáli. Ekki kannski endilega sandarnir á Suðurlandi, væntanlega væri hægt að fá leyfi til þess þar en alls ekki yfir vatn og ár. En, það má dreifa yfir haf og öræfi,“ segir Halldór. Og bætir því við að ekki megi heldur dreifa ösku í þjóðgörðum. Gallinn við framkvæmd laganna er sá að fólk getur sótt um leyfi til að dreifa ösku en það er í raun enginn til að fylgjast með því að framkvæmdin sé í samræmi við leyfið.Halldór Þormar segir að árlega séu gefin út um 40 leyfi til að dreifa ösku látinna ástvina og hátt í helmingur slíkra leyfisumsókna komi frá erlendum ríkisborgurum.„Eina skilyrðið er að viðkomandi skili undirritaðri yfirlýsingu þess efnis að öskunni hafi verið dreift í samræmi við skilyrði leyfisins. En, það er erfitt að fylgja því eftir að svo sé. Mjög. Og við höfum engin þvingunarúrræði til að láta fólk fylgja þessari yfirlýsingu,“ segir Halldór Þormar.40 leyfi gefin út árlega Það kemur líklega nokkuð á óvart að árlega eru gefin út 40 leyfi af þessu tagi og það sem meira er; um helmingur þessara leyfa eru gefin út til erlendra ríkisborgara. Ísland er sem sagt vinsæll staður til að dreifa ösku, jarðneskum leyfum ástvina. Halldór segir það aðallega vera fólk af þrennu þjóðerni: Bandaríkjamenn, Bretar og Þjóðverjar. „Það hangir líkast til saman við það að þetta eru þeir hópar ferðamanna sem eru fjölmennastir eftir því sem næst verður komist.“ Halldór Þormar segist hafa heyrt þær skýringar helstar nefndar að á Íslandi séu ósnert náttúra. Og það er ýmist, jarðneskar leifar fólks sem aldrei hefur komið til landsins eða þeirra sem hingað hafa komið. „Einu sinni barst mér leyfisumsókn frá Indlandi, einu sinni frá Singapúr en aldrei frá Japan,“ segir Halldór Þormar aðspurður. Hann segir einnig að reglur hér þyki fremur stífar miðað við hvað gerist og gengur í þessum efnum víðar í heiminum.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Sjá meira