Telur sig svikinn um skaðabætur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Ein flugvéla Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Pjetur Magnús Gunnarsson, óánægður farþegi Icelandair, telur flugfélagið svíkja sig um skaðabætur. Hann segir að samkvæmt reglugerðum Evrópusambandsins beri flugfélaginu að greiða honum fjögur hundruð evrur þar sem flug hans var lengra en 1.500 kílómetrar og seinkunin meiri en þrír klukkutímar. Magnús flaug með flugi FI 451 frá Lundúnum til Keflavíkur þann fjórða nóvember síðastliðinn. Magnús segir flugið hafa átt að fara í loftið 12.30, það hafi hins vegar farið í loftið um þrjú en þá var vélinni snúið við vegna bilunar. Því var þá aflýst og flaug Magnús heim með kvöldvélinni. Þá hafi hann farið að skoða rétt sinn og haft samband við Icelandair. Flugfélagið svaraði honum hins vegar því að það teldi sig ekki skaðabótaskylt þar sem um óviðráðanlegar aðstæður hafi verið að ræða og vísaði til reglugerðar Evrópusambandsins um slíkt. Magnús vísaði þá í niðurstöðu Evrópudómstólsins í máli Wallentin-Hermann gegn flugfélaginu Alitalia frá 2008 þar sem niðurstaðan var sú að flugfélög gætu ekki flokkað tæknileg vandamál flugvéla sem óviðráðanlegar aðstæður. Icelandair benti á móti á ákvörðun Samgöngustofu frá því í fyrra vegna sambærilegrar kvörtunar þar sem Samgöngustofa komst að þeirri niðurstöðu að óviðráðanlegar aðstæður hafi skapast vegna ófullnægjandi flugöryggis. Því hafi seinkunin í því tilfelli verið vegna óviðráðanlegra aðstæðna og viðkomandi flugfélag ekki skaðabótaskylt. Magnús segir hins vegar að sú ákvörðun hafi ekkert með mál hans að gera. Hann hyggist jafnframt fara í hart ef hann fær sínu ekki framgengt. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir fluginu hafa verið snúið við vegna bilunar, það flokkist undir óviðráðanlegar aðstæður. „Ég átta mig ekki á því hvort þessi einstaklingur hefur leitað til Samgöngustofu eða hvar hans umkvörtun stendur,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sjá meira
Magnús Gunnarsson, óánægður farþegi Icelandair, telur flugfélagið svíkja sig um skaðabætur. Hann segir að samkvæmt reglugerðum Evrópusambandsins beri flugfélaginu að greiða honum fjögur hundruð evrur þar sem flug hans var lengra en 1.500 kílómetrar og seinkunin meiri en þrír klukkutímar. Magnús flaug með flugi FI 451 frá Lundúnum til Keflavíkur þann fjórða nóvember síðastliðinn. Magnús segir flugið hafa átt að fara í loftið 12.30, það hafi hins vegar farið í loftið um þrjú en þá var vélinni snúið við vegna bilunar. Því var þá aflýst og flaug Magnús heim með kvöldvélinni. Þá hafi hann farið að skoða rétt sinn og haft samband við Icelandair. Flugfélagið svaraði honum hins vegar því að það teldi sig ekki skaðabótaskylt þar sem um óviðráðanlegar aðstæður hafi verið að ræða og vísaði til reglugerðar Evrópusambandsins um slíkt. Magnús vísaði þá í niðurstöðu Evrópudómstólsins í máli Wallentin-Hermann gegn flugfélaginu Alitalia frá 2008 þar sem niðurstaðan var sú að flugfélög gætu ekki flokkað tæknileg vandamál flugvéla sem óviðráðanlegar aðstæður. Icelandair benti á móti á ákvörðun Samgöngustofu frá því í fyrra vegna sambærilegrar kvörtunar þar sem Samgöngustofa komst að þeirri niðurstöðu að óviðráðanlegar aðstæður hafi skapast vegna ófullnægjandi flugöryggis. Því hafi seinkunin í því tilfelli verið vegna óviðráðanlegra aðstæðna og viðkomandi flugfélag ekki skaðabótaskylt. Magnús segir hins vegar að sú ákvörðun hafi ekkert með mál hans að gera. Hann hyggist jafnframt fara í hart ef hann fær sínu ekki framgengt. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir fluginu hafa verið snúið við vegna bilunar, það flokkist undir óviðráðanlegar aðstæður. „Ég átta mig ekki á því hvort þessi einstaklingur hefur leitað til Samgöngustofu eða hvar hans umkvörtun stendur,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sjá meira