Jafnréttið byrjar heima Dóra Magnúsdóttir skrifar 1. apríl 2015 10:57 „Ég er anti-femínisti, má ég vera það?“ hrópar ung stúlka í myndbandi á ótilgreindri fréttasíðu sem ég sá nýlega. Mér fannst skelfilegt að heyra þetta, svona rétt eins og hún hefði sagt: „Ég er algert fífl, má ég vera það?“ Hugsaði líka með mér að kannski gæti einhver skynsamur sest niður með þessari stúlku og sýnt henni ljósið. Spurt hana hvort henni fyndist sanngjarnt að fá lægri laun fyrir sömu vinnu og strákurinn við hliðina? Eða hvað henni fyndist um þá staðreynd að fleiri konur deyja eða örkumlast árlega vegna kynbundins ofbeldis en vegna algengra sjúkdóma og slysa – samanlagt! Og að konur vinni töluvert lengri vinnudag vegna þess að vinna innan heimilis leggst af meiri þunga á þær, og svona mætti áfram telja. Kannski væri hægt að benda þessum unga anti-femínista á þessar staðreyndir (og fleiri) og telja honum trú um að barátta femínista er fyrst og fremst mannréttindabarátta. Á Íslandi hafa konur náð mun lengra í sinni jafnréttisbaráttu en víða annars staðar í veröldinni. Hins vegar er óréttlæti alltaf vont og það á alltaf að berjast gegn því, þótt það sé mun verra víða annars staðar. VR hefur reiknað út að konur í félaginu vinni einn mánuð frítt þegar laun þeirra eru borin saman við karla, og að það muni taka konur í VR tuttugu ár að ná sömu launum fyrir sömu vinnu. En þetta er sá munur sem er á launum kynjanna þegar búið er að taka tillit til starfs, vinnutíma, menntunar, starfsaldurs og allra annarra þátta sem hafa áhrif á launin. Tuttugu ár takk fyrir. Glerþakið er erfitt að skilgreina en flestir þekkja hugtakið. Konur verða sjaldnar yfirmenn og færri konur sitja í stjórnum fyrirtækja. Hlutfall kvenna í stjórnum hefur þó farið vaxandi og er núna orðið um 25% en þessari aukningu má þakka lögum um kynjahlutfall í stjórnum fyrirtækja.Kynbundin verkaskipting Þóra Kristín Þórsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði, kynnti nýlega niðurstöður rannsóknar sinnar um samspil heimilis og vinnu meðal íslenskra hjóna. Samkvæmt rannsóknum hennar er heildarvinnuálag íslenskra foreldra í fullu starfi mest af Norðurlandaþjóðunum en sé horft til greiddrar vinnu, heimilisstarfa og umönnunar heimilismeðlima s.s. barna en íslenskar mæður vinna um 86 tíma á viku meðan íslenskir feður vinna um 77 tíma á viku. Hér virðist kynbundin verkaskipting setja töluvert meira álag á konurnar en karlana. Það kom mér á óvart að sjá að þættir eins og eldamennska og þvottastúss leggst af mun meiri þunga á konur, þrátt fyrir að báðir foreldrar vinni fullan vinnudag. Karlar sinna oftar ýmiss konar viðhaldi sem er alla jafna minni vinna og síður tímafrek en þvottur, eldamennska og frágangur. Einu þættirnir sem virðast deilast nokkuð jafnt á kynin í barnafjölskyldum er aðstoð við heimanám barna og tómstundaskutl. Það er margt í umhverfinu sem þarf að laga til að ná jafnrétti kynjanna og það eru til allskyns hjálpleg verkfæri á þeirri vegferð, svo sem jafnlaunavottun, lagasetningar, fræðsla og fleira. En fólk verður einnig að átta sig á og viðurkenna þegar ójafnrétti er til staðar og berjast gegn því í smáu og stóru. Það er ágætt að byrja inn á heimilunum og skoða hvort hjóna eyðir meiri tíma í heimilisstörfin. Þannig verðum við góðar fyrirmyndir fyrir börnin okkar. Auk þess erum við í betri stöðu til að sinna jafnrétti kynjanna í atvinnulífinu og víðar ef við sinnum því af natni innan veggja heimilisins. Grein þessi er skrifuð í tilefni af kvennafundi í borgarstjórn Reykjavíkur 31. mars 2015 til að fagna 100 ára kosningarafmæli kvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Mest lesið PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
„Ég er anti-femínisti, má ég vera það?“ hrópar ung stúlka í myndbandi á ótilgreindri fréttasíðu sem ég sá nýlega. Mér fannst skelfilegt að heyra þetta, svona rétt eins og hún hefði sagt: „Ég er algert fífl, má ég vera það?“ Hugsaði líka með mér að kannski gæti einhver skynsamur sest niður með þessari stúlku og sýnt henni ljósið. Spurt hana hvort henni fyndist sanngjarnt að fá lægri laun fyrir sömu vinnu og strákurinn við hliðina? Eða hvað henni fyndist um þá staðreynd að fleiri konur deyja eða örkumlast árlega vegna kynbundins ofbeldis en vegna algengra sjúkdóma og slysa – samanlagt! Og að konur vinni töluvert lengri vinnudag vegna þess að vinna innan heimilis leggst af meiri þunga á þær, og svona mætti áfram telja. Kannski væri hægt að benda þessum unga anti-femínista á þessar staðreyndir (og fleiri) og telja honum trú um að barátta femínista er fyrst og fremst mannréttindabarátta. Á Íslandi hafa konur náð mun lengra í sinni jafnréttisbaráttu en víða annars staðar í veröldinni. Hins vegar er óréttlæti alltaf vont og það á alltaf að berjast gegn því, þótt það sé mun verra víða annars staðar. VR hefur reiknað út að konur í félaginu vinni einn mánuð frítt þegar laun þeirra eru borin saman við karla, og að það muni taka konur í VR tuttugu ár að ná sömu launum fyrir sömu vinnu. En þetta er sá munur sem er á launum kynjanna þegar búið er að taka tillit til starfs, vinnutíma, menntunar, starfsaldurs og allra annarra þátta sem hafa áhrif á launin. Tuttugu ár takk fyrir. Glerþakið er erfitt að skilgreina en flestir þekkja hugtakið. Konur verða sjaldnar yfirmenn og færri konur sitja í stjórnum fyrirtækja. Hlutfall kvenna í stjórnum hefur þó farið vaxandi og er núna orðið um 25% en þessari aukningu má þakka lögum um kynjahlutfall í stjórnum fyrirtækja.Kynbundin verkaskipting Þóra Kristín Þórsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði, kynnti nýlega niðurstöður rannsóknar sinnar um samspil heimilis og vinnu meðal íslenskra hjóna. Samkvæmt rannsóknum hennar er heildarvinnuálag íslenskra foreldra í fullu starfi mest af Norðurlandaþjóðunum en sé horft til greiddrar vinnu, heimilisstarfa og umönnunar heimilismeðlima s.s. barna en íslenskar mæður vinna um 86 tíma á viku meðan íslenskir feður vinna um 77 tíma á viku. Hér virðist kynbundin verkaskipting setja töluvert meira álag á konurnar en karlana. Það kom mér á óvart að sjá að þættir eins og eldamennska og þvottastúss leggst af mun meiri þunga á konur, þrátt fyrir að báðir foreldrar vinni fullan vinnudag. Karlar sinna oftar ýmiss konar viðhaldi sem er alla jafna minni vinna og síður tímafrek en þvottur, eldamennska og frágangur. Einu þættirnir sem virðast deilast nokkuð jafnt á kynin í barnafjölskyldum er aðstoð við heimanám barna og tómstundaskutl. Það er margt í umhverfinu sem þarf að laga til að ná jafnrétti kynjanna og það eru til allskyns hjálpleg verkfæri á þeirri vegferð, svo sem jafnlaunavottun, lagasetningar, fræðsla og fleira. En fólk verður einnig að átta sig á og viðurkenna þegar ójafnrétti er til staðar og berjast gegn því í smáu og stóru. Það er ágætt að byrja inn á heimilunum og skoða hvort hjóna eyðir meiri tíma í heimilisstörfin. Þannig verðum við góðar fyrirmyndir fyrir börnin okkar. Auk þess erum við í betri stöðu til að sinna jafnrétti kynjanna í atvinnulífinu og víðar ef við sinnum því af natni innan veggja heimilisins. Grein þessi er skrifuð í tilefni af kvennafundi í borgarstjórn Reykjavíkur 31. mars 2015 til að fagna 100 ára kosningarafmæli kvenna.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun