Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar 3. nóvember 2025 12:00 Að fá og geta byggt sér sitt eigið hús eru forréttindi og það er draumur margra að byggja sér eigið heimili og þannig búa sér til einhverja eignarmyndun. En í dag virðist sá draumur vera orðinn að einhverri baráttu – baráttu við kerfið sem virðist hannað fyrir verktaka, en ekki einstaklinga. Þeir sem vilja byggja sjálfir standa frammi fyrir skorti á lóðum, flóknum reglum og takmörkuðum stuðningi. Húsnæðismarkaðurinn er í kreppu – en lausnirnar sem stjórnvöld kynna virðast sjaldan miða að því að gera einstaklingum kleift að byggja. Að byggja hús er ekki bara fjárfesting. Þetta er langhlaup og ferlið er langt og flókið: finna lóð, fá samþykki, ráða hönnuði, sækja um byggingarleyfi og loks hefja framkvæmdir. Þeir sem fara þessa leið sjálfir þurfa að leggja út eigið fé, takast á við óljósar reglur og oft bíða mánuðum saman eftir svörum frá sveitarfélögum. Ekkert tillit er tekið til þess að fólk er að oft að leggja ævisparnaðinn að veði þegar lagt er út í víðlíka framkvæmd og að byggja fasteign. Lóðir eru af skornum skammti og eru einstaklingar að keppa við verktaka um lóðir sem í boði eru. Þetta ferli tekur líka á bæði andlega og líkamlega. Ríkisstjórnin kynnti nýverið umfangsmikinn húsnæðispakka sem á að fjölga íbúðum, lækka verð og gera stuðning markvissari. Þar má finna margar jákvæðar aðgerðir en hvergi er minnst á að tryggja lóðir fyrir einstaklinga. Allar lausnir virðast miða að því að styðja verktaka og félög – ekki fólk sem vill byggja sjálft. Sé ekkert í þeim pakka sem verður til þess að lækka fasteigna- eða lóðaverð. í pakkanum er t.d. rætt um að færa allt eftirlit til skoðunarstofa eða þriðja aðila sem mun eingöngu hækka byggingakostnað fyrir bæði einstaklinga og verktaka. Skortur á byggingarhæfum lóðum er ein helsta ástæða þess að einstaklingar geta ekki byggt. Og þær lóðir sem í boði eru margar hverjar mjög dýrar. Þétting byggðar og tregða við að útvíkkun höfuðborgarsvæðisins hefur leitt til stöðnunar í uppbyggingu. Leiðir að fjármagni fyrir nýbyggingum eru af skornum skammti og ekki hægt að fá húsnæðislán fyrr við fokheldi. Ef við viljum byggja samfélag þar sem fólk getur byggt sér heimili, þá þarf kerfið að breytast. T.d. þarf að Tryggja lóðaframboð fyrir einstaklinga í öllum sveitarfélögum. Stytting og einföldun skipulagsferla og hafa Samráð við almenning í húsnæðisáætlunum – ekki bara atvinnulífið. Húsnæðismál snúast ekki bara um tölur og áætlanir – þau snúast um fólk. Um fjölskyldur sem vilja byggja sér framtíð. Ef kerfið styður ekki við einstaklinga, þá er hætt við að draumur um eigið heimili verði aðeins fyrir þá sem hafa aðgang að verktökum og fjármagni. Þessu þarf að breyta og það þarf að gerast strax. Höfundur er byggingafræðingur, húsasmíðameistari og húsbyggjandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Að fá og geta byggt sér sitt eigið hús eru forréttindi og það er draumur margra að byggja sér eigið heimili og þannig búa sér til einhverja eignarmyndun. En í dag virðist sá draumur vera orðinn að einhverri baráttu – baráttu við kerfið sem virðist hannað fyrir verktaka, en ekki einstaklinga. Þeir sem vilja byggja sjálfir standa frammi fyrir skorti á lóðum, flóknum reglum og takmörkuðum stuðningi. Húsnæðismarkaðurinn er í kreppu – en lausnirnar sem stjórnvöld kynna virðast sjaldan miða að því að gera einstaklingum kleift að byggja. Að byggja hús er ekki bara fjárfesting. Þetta er langhlaup og ferlið er langt og flókið: finna lóð, fá samþykki, ráða hönnuði, sækja um byggingarleyfi og loks hefja framkvæmdir. Þeir sem fara þessa leið sjálfir þurfa að leggja út eigið fé, takast á við óljósar reglur og oft bíða mánuðum saman eftir svörum frá sveitarfélögum. Ekkert tillit er tekið til þess að fólk er að oft að leggja ævisparnaðinn að veði þegar lagt er út í víðlíka framkvæmd og að byggja fasteign. Lóðir eru af skornum skammti og eru einstaklingar að keppa við verktaka um lóðir sem í boði eru. Þetta ferli tekur líka á bæði andlega og líkamlega. Ríkisstjórnin kynnti nýverið umfangsmikinn húsnæðispakka sem á að fjölga íbúðum, lækka verð og gera stuðning markvissari. Þar má finna margar jákvæðar aðgerðir en hvergi er minnst á að tryggja lóðir fyrir einstaklinga. Allar lausnir virðast miða að því að styðja verktaka og félög – ekki fólk sem vill byggja sjálft. Sé ekkert í þeim pakka sem verður til þess að lækka fasteigna- eða lóðaverð. í pakkanum er t.d. rætt um að færa allt eftirlit til skoðunarstofa eða þriðja aðila sem mun eingöngu hækka byggingakostnað fyrir bæði einstaklinga og verktaka. Skortur á byggingarhæfum lóðum er ein helsta ástæða þess að einstaklingar geta ekki byggt. Og þær lóðir sem í boði eru margar hverjar mjög dýrar. Þétting byggðar og tregða við að útvíkkun höfuðborgarsvæðisins hefur leitt til stöðnunar í uppbyggingu. Leiðir að fjármagni fyrir nýbyggingum eru af skornum skammti og ekki hægt að fá húsnæðislán fyrr við fokheldi. Ef við viljum byggja samfélag þar sem fólk getur byggt sér heimili, þá þarf kerfið að breytast. T.d. þarf að Tryggja lóðaframboð fyrir einstaklinga í öllum sveitarfélögum. Stytting og einföldun skipulagsferla og hafa Samráð við almenning í húsnæðisáætlunum – ekki bara atvinnulífið. Húsnæðismál snúast ekki bara um tölur og áætlanir – þau snúast um fólk. Um fjölskyldur sem vilja byggja sér framtíð. Ef kerfið styður ekki við einstaklinga, þá er hætt við að draumur um eigið heimili verði aðeins fyrir þá sem hafa aðgang að verktökum og fjármagni. Þessu þarf að breyta og það þarf að gerast strax. Höfundur er byggingafræðingur, húsasmíðameistari og húsbyggjandi.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun