„Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar 3. nóvember 2025 17:00 Hvenær verður vandi að krísu? Að íslensk leikskólabörn séu æ oftar farin að spjalla sín á milli á ensku, telja á ensku, þekkja litina á ensku: Vandi eða krísa? Að nærri helmingur drengja geti ekki lesið sér til gagns: Vandi eða krísa? Að Ísland sé neðst Norðurlanda þegar kemur að lesskilningi nemenda, og að staðan sé sú að fá þátttökuríki PISA hafi lækkað jafnmikið frá síðustu aldamótum: Vandi eða krísa? Menntakerfið getur tekist á við vanda, en það þarf að virkja samfélag til að takast á við krísu. Getur íslensk tunga dáið út á næstu fimmtíu árum? Já, nei, kannski? Íslenskan er ekki dauðadæmd en staða hennar er að veikjast. Stjórnvöld þurfa sannarlega að bregðast við, til dæmis með því að tryggja íslenskunni samastað í stafrænni veröld. Hins vegar, þegar öllu er á botninn hvolft, þá er enginn sem getur tryggt framtíð íslenskunnar nema við sjálf. Þau vandamál sem við töldum upp tengjast öll orðaforða, málþroska, og læsi á einn eða annan hátt. Skólarnir hafa þýðingarmiklu hlutverki að gegna en samt er það svo að nám barna í skólum er aðeins brot af öllu þeirra námi. Börn læra af fjölskyldu sinni og þau læra af samfélaginu. Foreldrar eru fyrstu kennararnir og því mjög mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um hlutverk sitt í þroska og námi barna sinna. Lestrarmenning á heimilum skiptir sköpum fyrir viðgang og viðhald íslenskunnar, og er lykillinn að bættum árangri íslenskra barna í námi, óháð móðurmáli þeirra. Það er dýrmætt á svo margan hátt þegar foreldrar setja niður á kvöldin, slökkva á farsímanum, og lesa kvöldsöguna. Að við gefum okkur góðan tíma og tölum við börnin okkar; spyrjum, ræðum, notum fjölbreyttan orðaforða – þannig tryggjum við sem best að börnin okkar nái þeim málþroska sem getur orðið undirstaðan fyrir allt þeirra nám í framtíðinni. Þess vegna hef ég lagt það til að Akureyrarbær fari í sérstakt átaksverkefni um hlutverk heimilanna þegar kemur að málþroska og læsi barna. Sveitarfélagið getur svarað kallinu, og gerir það í gegnum öflugt starf leik- og grunnskóla, en fleiri verða að leggja hönd á plóg. Þetta er verkefni sem við þurfum að vinna samhent. Við þurfum á vitundarvakningu að halda. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar á Akureyri og MA í íslenskum fræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Skóla- og menntamál Akureyri Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Hvenær verður vandi að krísu? Að íslensk leikskólabörn séu æ oftar farin að spjalla sín á milli á ensku, telja á ensku, þekkja litina á ensku: Vandi eða krísa? Að nærri helmingur drengja geti ekki lesið sér til gagns: Vandi eða krísa? Að Ísland sé neðst Norðurlanda þegar kemur að lesskilningi nemenda, og að staðan sé sú að fá þátttökuríki PISA hafi lækkað jafnmikið frá síðustu aldamótum: Vandi eða krísa? Menntakerfið getur tekist á við vanda, en það þarf að virkja samfélag til að takast á við krísu. Getur íslensk tunga dáið út á næstu fimmtíu árum? Já, nei, kannski? Íslenskan er ekki dauðadæmd en staða hennar er að veikjast. Stjórnvöld þurfa sannarlega að bregðast við, til dæmis með því að tryggja íslenskunni samastað í stafrænni veröld. Hins vegar, þegar öllu er á botninn hvolft, þá er enginn sem getur tryggt framtíð íslenskunnar nema við sjálf. Þau vandamál sem við töldum upp tengjast öll orðaforða, málþroska, og læsi á einn eða annan hátt. Skólarnir hafa þýðingarmiklu hlutverki að gegna en samt er það svo að nám barna í skólum er aðeins brot af öllu þeirra námi. Börn læra af fjölskyldu sinni og þau læra af samfélaginu. Foreldrar eru fyrstu kennararnir og því mjög mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um hlutverk sitt í þroska og námi barna sinna. Lestrarmenning á heimilum skiptir sköpum fyrir viðgang og viðhald íslenskunnar, og er lykillinn að bættum árangri íslenskra barna í námi, óháð móðurmáli þeirra. Það er dýrmætt á svo margan hátt þegar foreldrar setja niður á kvöldin, slökkva á farsímanum, og lesa kvöldsöguna. Að við gefum okkur góðan tíma og tölum við börnin okkar; spyrjum, ræðum, notum fjölbreyttan orðaforða – þannig tryggjum við sem best að börnin okkar nái þeim málþroska sem getur orðið undirstaðan fyrir allt þeirra nám í framtíðinni. Þess vegna hef ég lagt það til að Akureyrarbær fari í sérstakt átaksverkefni um hlutverk heimilanna þegar kemur að málþroska og læsi barna. Sveitarfélagið getur svarað kallinu, og gerir það í gegnum öflugt starf leik- og grunnskóla, en fleiri verða að leggja hönd á plóg. Þetta er verkefni sem við þurfum að vinna samhent. Við þurfum á vitundarvakningu að halda. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar á Akureyri og MA í íslenskum fræðum.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun