Hver skandallinn á fætur öðrum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. maí 2015 15:30 Vísir fer yfir fimm mál sem hafa reynst ríkisstjórninni og stjórnarmeirihlutanum erfið en þau hafa verið óvenju mörg á síðustu tveimur vikum. Vísir/GVA Traust á ríkisstjórnina og fylgi við stjórnarflokkana hefur farið þverrandi frá kosningum. Stjórnin hefur sætt harðri gagnrýni fyrir hin ýmsu mál og hafa ráðherrar þurft að glíma við mál sem beinast að þeim persónulega og störfum þeirra á ráðherrastóli. Síðustu vikur hafa þó verið sérlega erfiðar fyrir ríkisstjórnina og stjórnarmeirihlutann en fimm stór mál sem hafa mætt harðri andstöðu eða gagnrýni í þjóðfélaginu hafa komið upp á þessum tíma. Illugi seldi sjálfum sér íbúðina í maí.Vísir Húsnæðismál Illuga Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, upplýsti í samtali við fréttastofu RÚV að hann hafi selt íbúðina sína til eignarhaldsfélags í eigu stjórnarformanns Orku Energy. Ráðherrann seldi sjálfum sér íbúðina, það er eignarhaldsfélagi í sinni eigu, og seldi svo eignarhaldsfélagið í lok síðasta árs. Eftir viðtalið upplýsti Stundin að fjölmiðillinn hefði reynt að fá svör frá Illuga um viðskipti hans með félagið án þess að fá skýr svör en Illugi fór svo og ræddi málið við RÚV. Það var eftir að hann var viðstaddur undirritun stjórnarformannsins á samningi á milli Orku Energy og kínverskra aðila. Síðan þá hefur stjórnarformaðurinn og fulltrúar Orku Energy ferðast með ráðherranum til Kína þar sem Illugi skoðaði verkefni sem fyrirtækið vinnur að í landinu. Illugi hefur ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna málsins, þrátt fyrir margítrekaðar beiðnir.Sigurður Ingi hefur sætt gagnrýni eins og nokkrir aðrir stjórnarliðar.Vísir/ValliMakrílmál Sigurðar Inga Makrílfrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var kynnt en þar er kveðið á um að makrílkvóta sé úthlutað til þeirra sem hafa veiðireynslu í makrílveiðum til sex ára. Það sem helst hefur verið gagnrýnt í frumvarpinu er að ekki er hægt að breyta úthlutuninni nema með sex ára fyrirvara og að hún framlengist um ár í senn. Það er því ekki hægt að taka ákvörðun um að endurskoða úthlutunina jafnvel þó að þjóðin sýni þann vilja sinn í þingkosningum og kjósi nýjan þingmeirihluta. Yfir 30 þúsund undirskriftum hefur verið safnað til að skora á forseta Íslands að synja lögunum staðfestingar og vísa því þannig í þjóðaratkvæðagreiðslu. Páll Jóhann sendi frá sér yfirlýsingu um að hann ætlaði að sitja hjá.Vísir/PjeturMakrílkvóti til konunnarPáll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagðist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að fjalla um og greiða atkvæði með frumvarpi sjávarútvegsráðherra sem gerði ráð fyrir að útgerðarfyrirtæki eiginkonu hans, sem áður var skráð hans eign að hluta, fengi verðmætan makrílkvóta. Í samtali við Fréttablaðið þegar fyrst var greint frá málinu sagðist Páll ekki telja sig vanhæfan. „Nei, ég tel mig ekki vanhæfan. Ég tel mig hafa það mikla þekkingu á sjávarútvegi að ég geti tjáð mig um málið í þinginu,“ sagði hann. Eftir að hafa verið harðlega gagnrýndur fyrir að ætla að greiða atkvæði um frumvarpið ákvað Páll Jóhann að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. „Vegna tengsla minna við fyrirtæki í sjávarútvegi mun ég sitja hjá við afgreiðslu málsins, líkt og ég hef gert við afgreiðslu annarra mála af sama toga,“ sagði þingmaðurinn í tilkynningu sem hann sendi frá sér.Bjarni tilkynnti ákvörðun sína á ársfundi Samáls.Vísir/GVARaforkuskattur Bjarna Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tilkynnti að ekki stæði til að framlengja raforkuskatt sem rennur út um áramótin. Álfyrirtæki á Íslandi greiddu 1,6 milljarða í þennan skatt á síðasta ári. Skatturinn, sem var lagður á tímabundið árið 2009 til þriggja ára, var framlengdur árið 2012 og gildir því út árið 2015. Framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðandi, sagði í samtali við Vísi að mikilvægt væri að orð skyldu standa og að skatturinn hefði þegar gilt þremur árum lengur en fyrirtækjunum hafði verið sagt að myndi vera. Áform Bjarna um að framlengja ekki skattinn vöktu hörð viðbrögð og kallaði Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, Ísland Kongó norðursins.Borgun ákvað að greiða arð í fyrsta sinn síðan árið 2007.Vísir/ErnirArðgreiðslur úr Borgun Borgun ætlar að greiða eigendum sínum arð upp á 800 milljónir króna í fyrstu arðgreiðslu fyrirtækisins frá árinu 2007. Kjarninn greindi frá þessu en salan á Borgun úr Landsbankanum, sem er að nær öllu leyti í eigu ríkisins, hefur verið harðlega gagnrýnd en hlutur bankans í fyrirtækinu var ekki boðinn út í opnu söluferli. Bankinn seldi 31,2 prósent hlut í Borgun fyrir 2,2 milljarða króna til Eignarhaldsfélagsins Borgunar slf, sem m.a. er í eigu Einars Sveinssonar, frændi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, var harðorður vegna arðgreiðslunnar. „Nú sitja þeir kaupendur á hlut ríkisbankans sem voru útvaldir í bakherbergjum og greiða sér kaupverðið hægt og rólega í arð,“ skrifaði hann á Facebook. Uppfært klukkan 19.20 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, gerir athugasemdir við efni þessarar fréttar í færslu sem hann birtir á Facebook. Þar segir hann blaðamennsku sem hér birtist vera skandal. Athugasemdir Bjarna snúa að tveimur atriðum í fréttinni; um raforkuskatt og arðgreiðslur úr Borgun. Í athugasemdum sínum segir Bjarni að það hafi legið fyrir frá árinu 2013 að raforkuskattur yrði ekki endurnýjaður. „Fyrst (2013) leggur visir.is upp með að það sé skandall að fella ekki skattinn niður fyrr en 2015. Svo er því haldið fram að þetta sé nýákveðið og að það sé skandall að hann falli niður 2015,“ skrifar hann. Varðandi arðgreiðslur úr Borgun segir Bjarni: „Landsbankinn selur Borgun. Þessi skandall er skrifaður á fjármála- og efnahagsráðherra. Fyrir þessum banka fer stjórn. Í stjórnina er skipað af Bankasýslunni algerlega án afskipta ráðherra. Þessi frétt lætur að því liggja að ráðherra eigi að bera ábyrgð á ákvörðunum bankans,“ segir hann. „Varla er skandallinn að frændi ráðherra, sem ekkert hefur með málið að gera, sé í kaupendahópnum?“Athugasemd Bjarna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Fjölmiðar eiga að veita aðhald og vera vettvangur opinnar umræðu um mikilvæg þjóðfélagsmál. En það þarf að vanda sig. ...Posted by Bjarni Benediktsson on Sunday, May 10, 2015Vegna athugasemda Bjarna telur ritstjórn Vísis rétt að eftirfarandi komi fram: Fréttin hefur verið merkt höfundi frá því að hún birtist klukkan 15.30 í dag. Í greinninni, eins og fram kemur í upphafi hennar, eru tekin fyrir mál sem hafa sætt gagnrýni. Bæði atriðin sem Bjarni nefnir – raforkuskattur og Borgunarmálið – hafa sætt mikilli gagnrýni, eins og dæmi eru tekin um í fréttinni. Ritstjórn Vísis hefur ekki tekið afstöðu til þeirra mála sem um ræðir að öðru leyti en þá að málin hafa verið umdeild. Í umfjöllun um raforkuskattinn kemur skýrt fram að skatturinn hafi gilt út 2015 og því ekki um nýja ákvörðun að ræða. Í umfjöllun um arðgreiðslur úr Borgun er því hvergi haldið fram að Bjarni hafi séð um söluna á eignarhlut Landsbankans. Alþingi Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Traust á ríkisstjórnina og fylgi við stjórnarflokkana hefur farið þverrandi frá kosningum. Stjórnin hefur sætt harðri gagnrýni fyrir hin ýmsu mál og hafa ráðherrar þurft að glíma við mál sem beinast að þeim persónulega og störfum þeirra á ráðherrastóli. Síðustu vikur hafa þó verið sérlega erfiðar fyrir ríkisstjórnina og stjórnarmeirihlutann en fimm stór mál sem hafa mætt harðri andstöðu eða gagnrýni í þjóðfélaginu hafa komið upp á þessum tíma. Illugi seldi sjálfum sér íbúðina í maí.Vísir Húsnæðismál Illuga Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, upplýsti í samtali við fréttastofu RÚV að hann hafi selt íbúðina sína til eignarhaldsfélags í eigu stjórnarformanns Orku Energy. Ráðherrann seldi sjálfum sér íbúðina, það er eignarhaldsfélagi í sinni eigu, og seldi svo eignarhaldsfélagið í lok síðasta árs. Eftir viðtalið upplýsti Stundin að fjölmiðillinn hefði reynt að fá svör frá Illuga um viðskipti hans með félagið án þess að fá skýr svör en Illugi fór svo og ræddi málið við RÚV. Það var eftir að hann var viðstaddur undirritun stjórnarformannsins á samningi á milli Orku Energy og kínverskra aðila. Síðan þá hefur stjórnarformaðurinn og fulltrúar Orku Energy ferðast með ráðherranum til Kína þar sem Illugi skoðaði verkefni sem fyrirtækið vinnur að í landinu. Illugi hefur ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna málsins, þrátt fyrir margítrekaðar beiðnir.Sigurður Ingi hefur sætt gagnrýni eins og nokkrir aðrir stjórnarliðar.Vísir/ValliMakrílmál Sigurðar Inga Makrílfrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var kynnt en þar er kveðið á um að makrílkvóta sé úthlutað til þeirra sem hafa veiðireynslu í makrílveiðum til sex ára. Það sem helst hefur verið gagnrýnt í frumvarpinu er að ekki er hægt að breyta úthlutuninni nema með sex ára fyrirvara og að hún framlengist um ár í senn. Það er því ekki hægt að taka ákvörðun um að endurskoða úthlutunina jafnvel þó að þjóðin sýni þann vilja sinn í þingkosningum og kjósi nýjan þingmeirihluta. Yfir 30 þúsund undirskriftum hefur verið safnað til að skora á forseta Íslands að synja lögunum staðfestingar og vísa því þannig í þjóðaratkvæðagreiðslu. Páll Jóhann sendi frá sér yfirlýsingu um að hann ætlaði að sitja hjá.Vísir/PjeturMakrílkvóti til konunnarPáll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagðist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að fjalla um og greiða atkvæði með frumvarpi sjávarútvegsráðherra sem gerði ráð fyrir að útgerðarfyrirtæki eiginkonu hans, sem áður var skráð hans eign að hluta, fengi verðmætan makrílkvóta. Í samtali við Fréttablaðið þegar fyrst var greint frá málinu sagðist Páll ekki telja sig vanhæfan. „Nei, ég tel mig ekki vanhæfan. Ég tel mig hafa það mikla þekkingu á sjávarútvegi að ég geti tjáð mig um málið í þinginu,“ sagði hann. Eftir að hafa verið harðlega gagnrýndur fyrir að ætla að greiða atkvæði um frumvarpið ákvað Páll Jóhann að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. „Vegna tengsla minna við fyrirtæki í sjávarútvegi mun ég sitja hjá við afgreiðslu málsins, líkt og ég hef gert við afgreiðslu annarra mála af sama toga,“ sagði þingmaðurinn í tilkynningu sem hann sendi frá sér.Bjarni tilkynnti ákvörðun sína á ársfundi Samáls.Vísir/GVARaforkuskattur Bjarna Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tilkynnti að ekki stæði til að framlengja raforkuskatt sem rennur út um áramótin. Álfyrirtæki á Íslandi greiddu 1,6 milljarða í þennan skatt á síðasta ári. Skatturinn, sem var lagður á tímabundið árið 2009 til þriggja ára, var framlengdur árið 2012 og gildir því út árið 2015. Framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðandi, sagði í samtali við Vísi að mikilvægt væri að orð skyldu standa og að skatturinn hefði þegar gilt þremur árum lengur en fyrirtækjunum hafði verið sagt að myndi vera. Áform Bjarna um að framlengja ekki skattinn vöktu hörð viðbrögð og kallaði Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, Ísland Kongó norðursins.Borgun ákvað að greiða arð í fyrsta sinn síðan árið 2007.Vísir/ErnirArðgreiðslur úr Borgun Borgun ætlar að greiða eigendum sínum arð upp á 800 milljónir króna í fyrstu arðgreiðslu fyrirtækisins frá árinu 2007. Kjarninn greindi frá þessu en salan á Borgun úr Landsbankanum, sem er að nær öllu leyti í eigu ríkisins, hefur verið harðlega gagnrýnd en hlutur bankans í fyrirtækinu var ekki boðinn út í opnu söluferli. Bankinn seldi 31,2 prósent hlut í Borgun fyrir 2,2 milljarða króna til Eignarhaldsfélagsins Borgunar slf, sem m.a. er í eigu Einars Sveinssonar, frændi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, var harðorður vegna arðgreiðslunnar. „Nú sitja þeir kaupendur á hlut ríkisbankans sem voru útvaldir í bakherbergjum og greiða sér kaupverðið hægt og rólega í arð,“ skrifaði hann á Facebook. Uppfært klukkan 19.20 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, gerir athugasemdir við efni þessarar fréttar í færslu sem hann birtir á Facebook. Þar segir hann blaðamennsku sem hér birtist vera skandal. Athugasemdir Bjarna snúa að tveimur atriðum í fréttinni; um raforkuskatt og arðgreiðslur úr Borgun. Í athugasemdum sínum segir Bjarni að það hafi legið fyrir frá árinu 2013 að raforkuskattur yrði ekki endurnýjaður. „Fyrst (2013) leggur visir.is upp með að það sé skandall að fella ekki skattinn niður fyrr en 2015. Svo er því haldið fram að þetta sé nýákveðið og að það sé skandall að hann falli niður 2015,“ skrifar hann. Varðandi arðgreiðslur úr Borgun segir Bjarni: „Landsbankinn selur Borgun. Þessi skandall er skrifaður á fjármála- og efnahagsráðherra. Fyrir þessum banka fer stjórn. Í stjórnina er skipað af Bankasýslunni algerlega án afskipta ráðherra. Þessi frétt lætur að því liggja að ráðherra eigi að bera ábyrgð á ákvörðunum bankans,“ segir hann. „Varla er skandallinn að frændi ráðherra, sem ekkert hefur með málið að gera, sé í kaupendahópnum?“Athugasemd Bjarna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Fjölmiðar eiga að veita aðhald og vera vettvangur opinnar umræðu um mikilvæg þjóðfélagsmál. En það þarf að vanda sig. ...Posted by Bjarni Benediktsson on Sunday, May 10, 2015Vegna athugasemda Bjarna telur ritstjórn Vísis rétt að eftirfarandi komi fram: Fréttin hefur verið merkt höfundi frá því að hún birtist klukkan 15.30 í dag. Í greinninni, eins og fram kemur í upphafi hennar, eru tekin fyrir mál sem hafa sætt gagnrýni. Bæði atriðin sem Bjarni nefnir – raforkuskattur og Borgunarmálið – hafa sætt mikilli gagnrýni, eins og dæmi eru tekin um í fréttinni. Ritstjórn Vísis hefur ekki tekið afstöðu til þeirra mála sem um ræðir að öðru leyti en þá að málin hafa verið umdeild. Í umfjöllun um raforkuskattinn kemur skýrt fram að skatturinn hafi gilt út 2015 og því ekki um nýja ákvörðun að ræða. Í umfjöllun um arðgreiðslur úr Borgun er því hvergi haldið fram að Bjarni hafi séð um söluna á eignarhlut Landsbankans.
Alþingi Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent