Greint var frá því í gær að stór aurskriða féll úr klettabrúnum Jökulsárgljúfra við útsýnispalla rétt norðvestan við Dettifoss. Þjóðagarðsverðir í Vatnajökulsþjóðgarði ráðlögðu gestum að halda sig frá svæðinu.
Nú hefur nyrsta hluta útsýnispallsins verið lokað auk leiðarinnar sem liggur niður í Fosshvamm í öryggisskyni þar sem sárið í sprungunni sé enn mjög óstöðugt. Þá séu sprungur á svæðinu sem ekki hafi áður verið tekið eftir.
„Enn er hægt að fara og sjá Dettifoss, bæði frá syðri hluta útsýnispallarins og brúninni fyrir ofan Fosshvamm. Hins vegar eru aðstæður upp við fossinn krefjandi eftir veðrið undanfarna daga og gestir því beðnir um að fara varlega,“ stendur í tilkynningu á Facebook-síðu Jökulsárgljúfurs í Vatnajökulþjóðgarði.