Mbl.is greindi fyrst frá útkallinu. Samkvæmt heimildum Vísis varð alvarlegt slys í eða við ána.
„Það var aðili sem féll í ána þar og það var boðuð straumvatnsbjörgunarsveit og brunavarnir Árnessýslu, sjúkrabílar og lögregla,“ segir Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu.
Tilkynning barst lögreglu um korter yfir fjögur síðdegis. Einstaklingurinn er fundinn en Garðar gat ekki tjáð sig um líðan hans. Hann vildi heldur ekki tjá sig um hvort einstaklingurinn hefði verið fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem var á svæðinu. Að sögn Garðars er um að ræða erlendan ferðamann.
„Það er verið að ná utan um verkefnin,“ segir Garðar aðspurður hvort aðgerðum á vettvangi sé lokið.
Tvö banaslys hafa orðið í Brúará undanfarin ár. Árið 2022 lést kanadískur ríkisborgara í ánni eftir að hafa komið syni sínum til bjargar sem fallið hafði í ána. Árið 2024 lét Katari um þrítugt sem var á ferðalagi um landið ásamt fjölskyldu sinni.
Fréttin hefur verið uppfærð.