Hressar og skemmtilegar systur með geitur á Geysi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. júní 2025 20:06 Systurnar á Geysi í Haukadal í Bláskógabyggð, sem elska geiturnar sínar út af lífinu enda eru þær duglegar að sinna þeim og leika sér við þær. Þetta eru þær frá vinstri, Antonía Elín, Emelía Ísold og Saga Natalía. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það skemmtilegasta, sem þrjár systur á Geysi í Haukadal í Bláskógabyggð gera er að leika við geiturnar í garðinum heima hjá sér og leyfa þeim að snusast í kringum sig. Geiturnar elska að éta laufblöð úr lófa systranna og að hoppa og skoppa í kringum þær. Því fólki fjölgar alltaf og fjölgar, sem ákveður að fá sér geitur, sem einhverskonar gæludýr til að leika sér við og hugsa um. Á heimili á Geysi út í garði við fallega á eru þrjár geitur, sem systurnar þrjár á heimilinu elska að leika sér við, knúsa og spjalla við í tíma og ótíma. Geiturnar heita Loki frægi, Lúna og Lukka. Foreldrar systranna eru þau Elín Svava Thoroddsen og Sigurður Másson. „Þær eru svo fyndnar og þeim finnst svo gaman að vera með fólki og svo hoppa þær upp þegar maður er að gefa þeim,“ segir Saga Natalía Thoroddsen Sigurðardóttir 13 ára, sem segist vera harðákveðin í því að verða geitabóndi. Hvað segið þið, hvað er skemmtilegast við geiturnar? Þær eru svo félagsríkar og þær eru svo skemmtilegar og fyndnar. Þær hoppa á mann og þær hoppa mikið í hring og eitthvað þannig,“ segir Emilía Ísold Thoroddsen Sigurðardóttir, 11 ára. Og þið eruð duglegar að leika við geiturnar? „Já, þær eru svo skemmtilegar,“ segir Antonía Elín Thoroddsen Sigurðardóttir, 9 ára. Geiturnar hafa mjög gaman af því að leika sér við systurnar þrjár. Magnús Hlynur Hreiðarsson Stelpurnar segja að stundum hafi geiturnar sloppið út úr girðingunni sinni og rölt sér á Geysissvæðið þar sem allir ferðamennirnir eru og þá sé kátt á hjalla, allir vilji klappa og knúsa geiturnar þeirra. Antonía Elín með mömmu sinni, Elínu Svövu og einni geitinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað éta geiturnar aðallega hjá systrunum? „Lauf, gras, hey og trjágreinar, það er í mestu uppáhaldi hjá þeim“, segir Saga Natalía. Hótel Geysir er skammt frá heimili fjölskyldunnar og hefur það stundum gerst að geiturnar hafi sloppið úr girðingunni sinni og heilsað upp á gesti hótelsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Því fólki fjölgar alltaf og fjölgar, sem ákveður að fá sér geitur, sem einhverskonar gæludýr til að leika sér við og hugsa um. Á heimili á Geysi út í garði við fallega á eru þrjár geitur, sem systurnar þrjár á heimilinu elska að leika sér við, knúsa og spjalla við í tíma og ótíma. Geiturnar heita Loki frægi, Lúna og Lukka. Foreldrar systranna eru þau Elín Svava Thoroddsen og Sigurður Másson. „Þær eru svo fyndnar og þeim finnst svo gaman að vera með fólki og svo hoppa þær upp þegar maður er að gefa þeim,“ segir Saga Natalía Thoroddsen Sigurðardóttir 13 ára, sem segist vera harðákveðin í því að verða geitabóndi. Hvað segið þið, hvað er skemmtilegast við geiturnar? Þær eru svo félagsríkar og þær eru svo skemmtilegar og fyndnar. Þær hoppa á mann og þær hoppa mikið í hring og eitthvað þannig,“ segir Emilía Ísold Thoroddsen Sigurðardóttir, 11 ára. Og þið eruð duglegar að leika við geiturnar? „Já, þær eru svo skemmtilegar,“ segir Antonía Elín Thoroddsen Sigurðardóttir, 9 ára. Geiturnar hafa mjög gaman af því að leika sér við systurnar þrjár. Magnús Hlynur Hreiðarsson Stelpurnar segja að stundum hafi geiturnar sloppið út úr girðingunni sinni og rölt sér á Geysissvæðið þar sem allir ferðamennirnir eru og þá sé kátt á hjalla, allir vilji klappa og knúsa geiturnar þeirra. Antonía Elín með mömmu sinni, Elínu Svövu og einni geitinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað éta geiturnar aðallega hjá systrunum? „Lauf, gras, hey og trjágreinar, það er í mestu uppáhaldi hjá þeim“, segir Saga Natalía. Hótel Geysir er skammt frá heimili fjölskyldunnar og hefur það stundum gerst að geiturnar hafi sloppið úr girðingunni sinni og heilsað upp á gesti hótelsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira