„Þegar fjármagnið klárast, þá klárast líka aðgengið“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. júní 2025 20:14 Kolbrún Völkudóttir Aðsend Móðir missti af sögulegri stund í lífi barns hennar er það útskrifaðist úr leikskóla þar sem engin túlkaþjónusta stóð henni til boða. Endurgjaldslaus túlkur stóð henni ekki til boða, líkt og venjulega, þar sem fjármagn Samskiptastöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) fyrir slíku er búið. Kolbrún Völkudóttir sótti útskrift sonar síns úr leikskóla í dag og greinir frá upplifun sinni með færslu á Facebook-síðunni sinni. „Sonur minn útskrifaðist úr leikskóla í dag – stór dagur. Ég var þar, en túlkur var það ekki,“ skrifar Kolbrún. „Af hverju? Vegna þess að ekki var til fjárveiting fyrir túlkaþjónustu. Þannig virkar kerfið sem ég á að treysta á. Þegar fjármagnið klárast, þá klárast líka aðgengið.“ Í tilkynningu frá SHH þann 2. júní segir að fjármögnun endurgjaldslausrar túlkaþjónustu í daglegu lífi á öðrum ársfjórðungi sé uppurið. „Myndasímatúlkun SHH verður því lokuð frá og með 4. júní til og með 30. júní. Ekki verður hægt að verða við beiðnum um endurgjaldslausa túlkun í daglegu lífi sem fara á fram á sama tímabili og hefur ekki þegar verið pöntuð,“ stendur í tilkynningunni. Að sögn Kolbrúnar fara 34 milljónir á ári hverju í sjóðinn og svo er fjármagninu skipt í fernt eftir ársfjórðungum. Fjármagn annars fjórðungs er, eins og kom fram, búið og því lítil sem engin þjónusta fyrir daglegt líf heyrnarskertra í boði. Það á hins vegar ekki við um túlkunarþjónustu í til dæmis heilbrigðisþjónustu. „Núna þegar ég vil panta túlk tengt mínu lífi eins og með útskrift sonar míns þá er fjármagnið uppurið fyrir annan ársfjórðung sem þýðir að ég get ekki notið jafnréttis á við aðra foreldra,“ skrifar Kolbrún í samtali við fréttastofu. Snúist um almenn réttindi fólks Kolbrún bendir á að þarna hafi verið um að ræða einstakan viðburð í lífi sonar hennar sem verði aldrei endurtekin. Málið snúist hins vegar ekki um vorkunn heldur almenn réttindi fólks. „En samt fékk ég ekki að upplifa hana á jafnréttisgrundvelli,“ skrifar hún. „Um að Döff foreldrar eigi jafnan rétt og aðrir til að vera þátttakendur í lífi barna sinna. Þetta er ekki „þægindamál“ – þetta er aðgengismál,“ skrifar Kolbrún. Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira
Kolbrún Völkudóttir sótti útskrift sonar síns úr leikskóla í dag og greinir frá upplifun sinni með færslu á Facebook-síðunni sinni. „Sonur minn útskrifaðist úr leikskóla í dag – stór dagur. Ég var þar, en túlkur var það ekki,“ skrifar Kolbrún. „Af hverju? Vegna þess að ekki var til fjárveiting fyrir túlkaþjónustu. Þannig virkar kerfið sem ég á að treysta á. Þegar fjármagnið klárast, þá klárast líka aðgengið.“ Í tilkynningu frá SHH þann 2. júní segir að fjármögnun endurgjaldslausrar túlkaþjónustu í daglegu lífi á öðrum ársfjórðungi sé uppurið. „Myndasímatúlkun SHH verður því lokuð frá og með 4. júní til og með 30. júní. Ekki verður hægt að verða við beiðnum um endurgjaldslausa túlkun í daglegu lífi sem fara á fram á sama tímabili og hefur ekki þegar verið pöntuð,“ stendur í tilkynningunni. Að sögn Kolbrúnar fara 34 milljónir á ári hverju í sjóðinn og svo er fjármagninu skipt í fernt eftir ársfjórðungum. Fjármagn annars fjórðungs er, eins og kom fram, búið og því lítil sem engin þjónusta fyrir daglegt líf heyrnarskertra í boði. Það á hins vegar ekki við um túlkunarþjónustu í til dæmis heilbrigðisþjónustu. „Núna þegar ég vil panta túlk tengt mínu lífi eins og með útskrift sonar míns þá er fjármagnið uppurið fyrir annan ársfjórðung sem þýðir að ég get ekki notið jafnréttis á við aðra foreldra,“ skrifar Kolbrún í samtali við fréttastofu. Snúist um almenn réttindi fólks Kolbrún bendir á að þarna hafi verið um að ræða einstakan viðburð í lífi sonar hennar sem verði aldrei endurtekin. Málið snúist hins vegar ekki um vorkunn heldur almenn réttindi fólks. „En samt fékk ég ekki að upplifa hana á jafnréttisgrundvelli,“ skrifar hún. „Um að Döff foreldrar eigi jafnan rétt og aðrir til að vera þátttakendur í lífi barna sinna. Þetta er ekki „þægindamál“ – þetta er aðgengismál,“ skrifar Kolbrún.
Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira