Mál áfengisverslananna komin til ákærusviðs, aftur Árni Sæberg skrifar 6. júní 2025 14:36 Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðsstjóri ákærusviðs hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Steingrímur Dúi Rannsóknir á tveimur netverslunum með áfengi eru komnar aftur til ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, eftir að hafa verið sendar aftur til rannsóknardeildar fyrir tveimur mánuðum. Málin hafa nú verið í rannsókn í hálfan áratug. Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðstjóri ákærusviðs, segir í samtali við Vísi að málin séu komin aftur á borð sviðsins og að niðurstöðu ætti að vera að vænta á næstunni. Fimm ára eftir nokkra daga Vísir greindi frá því um miðjan apríl að málin hefðu verið send aftur til rannsóknar hjá lögreglu öðru hvoru megin við mánaðamótin febrúar/mars en málin fóru fyrst frá lögreglu á borð ákærusviðs í september í fyrra. Þann 13. júní í fyrra sagði Grímur Grímsson, alþingismaður og þáverandi yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, að rannsóknin væri á lokametrunum en að hún hefði ekki verið í forgangi. Þá hefðu liðið þrjú ár og 361 dagur frá því að ÁTVR kærði netverslanir til lögreglu. Því eru ekki nema örfáir dagar í að rannsóknin verði fimm ára. Sitthvað vantaði upp á Grímur sagði þegar málið fór frá rannsóknardeild til ákærusviðs að ljóst væri að grunur hefði verið uppi um refsiverða háttsemi, enda hefði lögregla ekki annars tekið málið til rannsóknar til að byrja með. Árni Bergur Sigurðsson, aðstoðarsaksóknari á ákærusviði, sagði í samtali við Vísi þegar málin voru send aftur til rannsóknar að það væri ákærandi sem tæki á endanum ákvörðun um hvort rannsókn og rannsóknargögn væru fullnægjandi til að hægt væri að taka ákvörðun um afdrif mála, svo sem útgáfu ákæru. Þannig gæti ákærandi mælt fyrir um frekari rannsóknaraðgerðir af hálfu lögreglu væri þess talin þörf. Í þessu tilviki hefði verið talið vanta upp á tiltekin atriði svo hægt væri að taka með fullnægjandi hætti ákvörðun á grundvelli laga um meðferð sakamála. Nú er málið komið til ákærusviðs á ný svo gera má ráð fyrir því að bætt hafi verið úr þeim tilteknu atriðum. Sem áður segir segir Hildur Sunna að niðurstöðu sé að vænta fljótlega. Netverslun með áfengi Lögreglumál Tengdar fréttir „Netverslun með áfengi er smásala áfengis“ Þingmaður Flokks fólksins segir vefverslun með áfengi vera skýrt brot á áfengislögum. Hann ræddi málið við þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem segist ekki deila þeirri skoðun með honum, í Sprengisandi í morgun. 10. júlí 2022 15:48 Hildur vill heimila íslenska netverslun með áfengi Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er flutningsmaður frumvarps um breytingu á lögum um netverslun með áfengi sem hún leggur fram í dag. Í frumvarpinu er lagt til að heimilað verði að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda. 9. febrúar 2022 10:39 Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Lögmaður netverslunar með áfengi, sem lögregla hafði afskipti af í gær, segir verslunina hafa verið í fullum rétti til að afhenda áfengi, enda hafi lögregla að lokum „hrökklast frá“. Hann gagnrýnir óskýran lagaramma utan um starfsemina, sem lögregla eigi erfitt með að framfylgja. 27. desember 2024 12:07 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðstjóri ákærusviðs, segir í samtali við Vísi að málin séu komin aftur á borð sviðsins og að niðurstöðu ætti að vera að vænta á næstunni. Fimm ára eftir nokkra daga Vísir greindi frá því um miðjan apríl að málin hefðu verið send aftur til rannsóknar hjá lögreglu öðru hvoru megin við mánaðamótin febrúar/mars en málin fóru fyrst frá lögreglu á borð ákærusviðs í september í fyrra. Þann 13. júní í fyrra sagði Grímur Grímsson, alþingismaður og þáverandi yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, að rannsóknin væri á lokametrunum en að hún hefði ekki verið í forgangi. Þá hefðu liðið þrjú ár og 361 dagur frá því að ÁTVR kærði netverslanir til lögreglu. Því eru ekki nema örfáir dagar í að rannsóknin verði fimm ára. Sitthvað vantaði upp á Grímur sagði þegar málið fór frá rannsóknardeild til ákærusviðs að ljóst væri að grunur hefði verið uppi um refsiverða háttsemi, enda hefði lögregla ekki annars tekið málið til rannsóknar til að byrja með. Árni Bergur Sigurðsson, aðstoðarsaksóknari á ákærusviði, sagði í samtali við Vísi þegar málin voru send aftur til rannsóknar að það væri ákærandi sem tæki á endanum ákvörðun um hvort rannsókn og rannsóknargögn væru fullnægjandi til að hægt væri að taka ákvörðun um afdrif mála, svo sem útgáfu ákæru. Þannig gæti ákærandi mælt fyrir um frekari rannsóknaraðgerðir af hálfu lögreglu væri þess talin þörf. Í þessu tilviki hefði verið talið vanta upp á tiltekin atriði svo hægt væri að taka með fullnægjandi hætti ákvörðun á grundvelli laga um meðferð sakamála. Nú er málið komið til ákærusviðs á ný svo gera má ráð fyrir því að bætt hafi verið úr þeim tilteknu atriðum. Sem áður segir segir Hildur Sunna að niðurstöðu sé að vænta fljótlega.
Netverslun með áfengi Lögreglumál Tengdar fréttir „Netverslun með áfengi er smásala áfengis“ Þingmaður Flokks fólksins segir vefverslun með áfengi vera skýrt brot á áfengislögum. Hann ræddi málið við þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem segist ekki deila þeirri skoðun með honum, í Sprengisandi í morgun. 10. júlí 2022 15:48 Hildur vill heimila íslenska netverslun með áfengi Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er flutningsmaður frumvarps um breytingu á lögum um netverslun með áfengi sem hún leggur fram í dag. Í frumvarpinu er lagt til að heimilað verði að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda. 9. febrúar 2022 10:39 Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Lögmaður netverslunar með áfengi, sem lögregla hafði afskipti af í gær, segir verslunina hafa verið í fullum rétti til að afhenda áfengi, enda hafi lögregla að lokum „hrökklast frá“. Hann gagnrýnir óskýran lagaramma utan um starfsemina, sem lögregla eigi erfitt með að framfylgja. 27. desember 2024 12:07 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
„Netverslun með áfengi er smásala áfengis“ Þingmaður Flokks fólksins segir vefverslun með áfengi vera skýrt brot á áfengislögum. Hann ræddi málið við þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem segist ekki deila þeirri skoðun með honum, í Sprengisandi í morgun. 10. júlí 2022 15:48
Hildur vill heimila íslenska netverslun með áfengi Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er flutningsmaður frumvarps um breytingu á lögum um netverslun með áfengi sem hún leggur fram í dag. Í frumvarpinu er lagt til að heimilað verði að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda. 9. febrúar 2022 10:39
Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Lögmaður netverslunar með áfengi, sem lögregla hafði afskipti af í gær, segir verslunina hafa verið í fullum rétti til að afhenda áfengi, enda hafi lögregla að lokum „hrökklast frá“. Hann gagnrýnir óskýran lagaramma utan um starfsemina, sem lögregla eigi erfitt með að framfylgja. 27. desember 2024 12:07