„Kraftmiklar og afgerandi aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi“ Bjarki Sigurðsson skrifar 6. júní 2025 22:10 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Frumvarp dómsmálaráðherra um farþegalista flaug í gegn á þinginu í dag. Ráðherra segir lögin mikilvægan lið í að taka fastar á skipulagðri brotastarfsemi á Íslandi. Frumvarpið snýr að því að löggæsluyfirvöld fái afhentar upplýsingar um alla farþega sem koma til landsins. Mikill meirihluti flugfélaga sem flýgur til Íslands hafði þó gert það fram að þessu, en einhver félög talið sig ekki mega gera það þar sem Ísland væri ekki í ESB. Lögin tryggja að þau félög muni einnig afhenda listana. „Þetta er auðvitað gríðarlega mikilvægt verkefni. Við leggjum meiri áherslu á greiningar núna eftir því sem afbrotum fer fjölgandi. Þetta er lykilatriði til að geta stigið þau skref sem við viljum stíga varðandi kraftmiklar og afgerandi aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Að við höfum yfirsýn og vitneskju um það hverjir það eru sem eru að koma hingað til lands,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Það þurfi að efla alþjóðlegt samstarf lögreglunnar hér á landi. „Einkenni skipulagðrar glæpastarfsemi er að þetta eru fjölþjóðlegir hópar. Þeir vinna þvert yfir landamæri, og þá þarf lögregla að gera það líka. Með því að deila upplýsingum landa í millum og vera í alvöru alþjóðlegu samstarfi. Og það er það sem við erum að gera,“ segir Þorbjörg. Erfiðlega hefur gengið að koma málum í gegnum þingið, en þetta frumvarp flaug í gegn og greiddu allir viðstaddir þingmenn atkvæði með því. „Það hefur auðvitað hökt í þinginu. Ég held ég muni bara segja það eins og það er. Ég upplifi þingið með þeim hætti að stóra og jafnvel eina erindi , að minnsta kosti Sjálfstæðisflokksins, sé andstæða við veiðigjöld. Ég hef strítt þeim með það að þau segjast „stétt með stétt“ en það mætti kannski tala um að þau séu „auðstétt með kvótastétt“. En það er samstaða um þetta mál og ég þakka stjórnarandstöðunni fyrir það því það getur ekki gengið að alvöru mál eins og öryggi fólks í landinu, að landamærin séu traust og örugg, gjaldi fyrir það að hér sé fólk í karpi um önnur mál. Nú er þetta orðið að lögum og ég er bara mjög ánægð með það,“ segir Þorbjörg. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Lögreglan Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Fréttir af flugi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Frumvarpið snýr að því að löggæsluyfirvöld fái afhentar upplýsingar um alla farþega sem koma til landsins. Mikill meirihluti flugfélaga sem flýgur til Íslands hafði þó gert það fram að þessu, en einhver félög talið sig ekki mega gera það þar sem Ísland væri ekki í ESB. Lögin tryggja að þau félög muni einnig afhenda listana. „Þetta er auðvitað gríðarlega mikilvægt verkefni. Við leggjum meiri áherslu á greiningar núna eftir því sem afbrotum fer fjölgandi. Þetta er lykilatriði til að geta stigið þau skref sem við viljum stíga varðandi kraftmiklar og afgerandi aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Að við höfum yfirsýn og vitneskju um það hverjir það eru sem eru að koma hingað til lands,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Það þurfi að efla alþjóðlegt samstarf lögreglunnar hér á landi. „Einkenni skipulagðrar glæpastarfsemi er að þetta eru fjölþjóðlegir hópar. Þeir vinna þvert yfir landamæri, og þá þarf lögregla að gera það líka. Með því að deila upplýsingum landa í millum og vera í alvöru alþjóðlegu samstarfi. Og það er það sem við erum að gera,“ segir Þorbjörg. Erfiðlega hefur gengið að koma málum í gegnum þingið, en þetta frumvarp flaug í gegn og greiddu allir viðstaddir þingmenn atkvæði með því. „Það hefur auðvitað hökt í þinginu. Ég held ég muni bara segja það eins og það er. Ég upplifi þingið með þeim hætti að stóra og jafnvel eina erindi , að minnsta kosti Sjálfstæðisflokksins, sé andstæða við veiðigjöld. Ég hef strítt þeim með það að þau segjast „stétt með stétt“ en það mætti kannski tala um að þau séu „auðstétt með kvótastétt“. En það er samstaða um þetta mál og ég þakka stjórnarandstöðunni fyrir það því það getur ekki gengið að alvöru mál eins og öryggi fólks í landinu, að landamærin séu traust og örugg, gjaldi fyrir það að hér sé fólk í karpi um önnur mál. Nú er þetta orðið að lögum og ég er bara mjög ánægð með það,“ segir Þorbjörg.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Lögreglan Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Fréttir af flugi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira