Keflavíkurflugvöllur

Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar
Maður stal bíl inni á haftasvæði Keflavíkurflugvallar síðdegis í gær, ók honum um flughlaðið og ógnaði flugumferð. Ók hann meðal annars inn á flugbraut þar sem flugvél var að undirbúa flugtak.

Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins
Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að flytja rétt rúm tvö kíló af fíkniefnum til landsins. Efnið sem maðurinn flutti hingað til lands heitir kratom.

Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár
Maður var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsisvist fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa flutt tæplega þrjú kíló af kókaíni til Íslands í apríl.

Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli
Neytendastofa hefur sektað Isavia um hálfa milljón króna vegna brota á lögum um upplýsingagjöf og viðskiptahættir vegna gjaldskyldra svæða á Keflavíkurflugvelli voru ekki í samræmi við lög.

Rak landganginn í flugvélina og gerði gat
Landgangi var ekið í nef flugvélar Icelandair á laugardagsmorgun þegar honum var ekið að flugvélinni við komu til landsins. Þegar landgangurinn rakst í hana urðu skemmdir á vélinni.

Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar
Einn karlmaður var handtekinn í umfangsmiklum alþjóðlegum aðgerðum íslenskra lögreglu um mansal á Íslandi. Maðurinn sem var handtekinn gekkst undir sektargerð vegna vændiskaupa. Hann var handtekinn á vettvangi þegar lögregla fylgdist með húsnæðinu.

Flugvél snúið við vegna bilunar
Farþegaþotu frá United Airlines var snúið við skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli vegna bilunar, sennilega í vökvakerfi. Flugvélin fór í loftið á tólfta tímanum í morgun en lenti svo aftur rétt upp úr klukkan eitt.

Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga vill að við gerð svæðisskipulags Suðurnesja fyrir tímabilið 2024 til 2040 verði tekið jákvætt í tillögu starfshóps innviðaráðuneytis um að svæði í Hvassahrauni verði tekið frá undir framtíðarflugvallarstæði. Þetta var samþykkt á fundi bæjarráðs síðastliðinn miðvikudag.

Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll
Sérsveit ríkislögreglustjóra fjarlægði sprengju af bílastæði við Keflavíkurflugvöll í gærmorgun. Um lítinn flugeld var að ræða, sem búið var að eiga við.

Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn
Breikkun Reykjanesbrautar um Straumsvík og Hvassahraun er á undan áætlun og stefnir í að búið verði að tvöfalda hana alla fyrir veturinn. Vegfarendur fá smjörþefinn á næstu dögum þegar umferð verður í fyrsta sinn hleypt á nýja akreinar.

Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu
Tekjur af ferðamönnum eru aðeins meiri á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en í fyrra. Starfsmönnum hefur fækkað í greininni síðast liðið ár og gistinóttum fækkað. Flugfarþegum fer þó enn fjölgandi og umferð er að aukast um íslenska vegi. Þetta kemur fram í Skammtímahagvísum Hagstofunnar um ferðaþjónustu í júní sem voru birtir í gær.

Burðardýr með þrettán kíló í farangrinum hlaut þungan dóm
Ungur karlmaður sem er erlendur ríkisborgari hefur verið dæmdur til sex og hálfs árs fangelsisvistar fyrir innflutning á rúmum þrettán kílóum af kókaíni. Ekkert bendir þó til þess að hann hafi komið að skipulagningu innflutningsins.

Gömlum Flugfélagsþristi bætt við á Sólheimasand
Gömul Douglas Dakota-flugvél, sem landeigendur Sólheimasands keyptu í vetur af Þristavinafélaginu, verður í kvöld flutt eftir þjóðvegum austur í sveitir frá Keflavíkurflugvelli. Fyrirhugað er að skrokknum verði komið fyrir á sandinum nálægt gamla flugvélarflakinu sem verið hefur einn helsti ferðamannastaður Suðurlands.

Flugu frá Frakklandi með tólf kíló af kókaíni
Tveir karlmenn sæta gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið gripnir af tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli með samanlagt tólf kíló af kókaíni í farangri sínum. Lagt hefur verið hald á meira magn kókaíns á fimm mánuðum í ár en allt árið í fyrra.

Fastir á Keflavíkurflugvelli í þrjá daga án útskýringa
Fjórir verkamenn frá Belarús sátu fastir á Keflavíkurflugvelli í þrjá daga eftir að hafa fengið synjun um að koma til landsins. Þeir segjast aldrei hafa fengið að vita hvers vegna þeim var haldið þar. Sá sem réði mennina í vinnu segir þá ekki einu sinni hafa getað keypt sér að borða.

Sterametið mölbrotið í Leifsstöð: Lögðu hald á um 9 lítra af sterum og 44 þúsund töflur
Aldrei hafa fleiri steratöflur verið haldlagðar við landamærin á Keflavíkurflugvelli heldur en árið 2024, sem mölbrýtur fyrri met. Framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlitsins hefur áhyggjur af því að fleiri sækist í vefaukandi stera og segir of frjálslega talað um steranotkun á samfélagsmiðlum.

Þotur notaðar í flugi Icelandair til Nuuk
Icelandair hefur ákveðið að nota Boeing 737 Max-þotur í áætlunarflugi sínu milli Keflavíkur og Nuuk. Þetta er í fyrsta sinn sem farþegaþotur eru notaðar í flugi milli Íslands og höfuðstaðar Grænlands.

Fimm frumvörp fjögurra ráðuneyta samþykkt
Fimm frumvörp til laga voru samþykkt á Alþingi í dag. Til umræðu voru alls kyns málefni líkt og samræmt námsmat grunnskólanema, listar á landamærunum, sorgarleyfi foreldra og framseldir sakamenn.

„Kraftmiklar og afgerandi aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi“
Frumvarp dómsmálaráðherra um farþegalista flaug í gegn á þinginu í dag. Ráðherra segir lögin mikilvægan lið í að taka fastar á skipulagðri brotastarfsemi á Íslandi.

Nýtt slagorð Ísland Duty Free: „Ég er á leiðinni“
Tómar hillur blasa við komufarþegum Leifsstöðvar og virðist frasinn „I'm on my way“ eða „Ég er á leiðinni“ standa á öðru hverju skilti. Framkvæmdastjórinn segir að unnið sé hörðum höndum að því að leysa málið.

Leigubílstjórar ósáttir við lokun skúrsins: „Aumingjaskapur í þeim“
Leigubílstjórar eru ósáttir við ákvörðun Isavia um að loka umdeildum kaffiskúr á Keflavíkurflugvelli sem leigubílstjórar höfðu afnot af þar til hann var lagður undir bænahald. Þeir segja allt of langa göngufjarlægð milli leigubílastæðanna og flugstöðvarinnar þangað sem þeir eiga nú að sækja kaffisopa og komast á klósettið.

Loka kaffiskúrnum umtalaða við Leifsstöð
Keflavíkurflugvöllur hefur tekið ákvörðun um að loka fyrir aðgengi leigubílstjóra að geymsluskúr sem þeir hafa notað sem kaffiskúr um nokkurt skeið. Ástæðan er sögð bágborið ástand skúrsins vegna viðhaldsskorts.

Fyrsta sinni í mörg herrans ár neftóbakslaust í Leifsstöð
Sveinn Víkingur Árnason framkvæmdastjóri hjá ÁTVR segir ljóst að þeir hafi engar forsendur til að veita afslætti, til þess þyrfti hreinlega lagabreytingar. Hann segir þetta líklega í fyrsta skipti í sögunni sem neftóbakslaust sé í Leifsstöð.

Tilfallandi neftóbaksskortur veldur skjálfta
Flugfarþegi sem átti leið um Keflavíkurflugvöll í gær er hugsi eftir að neftóbak var hvergi að finna til sölu í fríhöfninni sem komin er undir nýjan rekstraraðila. Heinemann sé þegar farið að taka til hendinni, og líst honum illa á. Heinemann segir hins vegar að um tilfallandi skort á neftóbaki sé að ræða.

Hörmulegur atburður í flugstöð Leifs Eiríkssonar
Þegar þetta er skrifað þann 2. júní ber svo við að íslenskt neftóbak er ófáanlegt á flugstöð þeirri sem er aðal viðkomustaður þeirra sem fara úr og inn í landið flugleiðis.

Kolmónoxíðeitrun talin vera orsök veikinda í flugvél
Talið er að kolmónoxíðeitrun hafi valdið veikindum í flugvél United Airlines sem lenda þurfti á Keflavíkurflugvelli. Þrír einstaklingar úr vélinni leituðu aðstoð sjúkraliða á vettvangi en enginn þurfti að leita á sjúkrahús.

Sigríður svarar gagnrýni á störf lögreglunnar á Suðurnesjum
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri svaraði gagnrýni Úlfars Lúðvíkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra, í tölvupósti til starfsmanna embættisins á þriðjudag. Þar sagði hún Úlfar ekki hafa sinnt sameiginlegu verkefni lögreglunnar og tollsins um farþegaeftirlit og því hafi samstarfinu verið rift.

Engin smithætta vegna veikinda í vélinni
Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð rétt fyrir hádegi í dag vegna veikinda um borð í flugvél. Ekki er um neina smithættu að ræða samkvæmt upplýsingum frá samskiptastjóra almannavarna og hefur því öðrum farþegum verið hleypt frá borði. Vélin verður skoðuð nánar áður en flugfélagið fær leyfi til að halda áfram.

Lét öllum illum látum og fær engar bætur
Bandarískur ferðamaður sem fékk ekki að fara um borð í flugvél Icelandair fær engar bætur úr hendi félagsins. Icelandair segir manninum hafa verið neitað um byrðingu af öryggisástæðum, eftir að hann lét öllum illum látum í Leifsstöð. Hann hafi til að mynda kallað starfsmenn brjálæðinga og tekið af þeim myndir.

Play tekur flugið til Agadir
Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarferðum til marokkósku borgarinnar Agadir. Fyrsta flugið verður 19. desember næstkomandi en flogið verður einu sinni í viku á föstudögum þangað til um miðjan apríl 2026.