„Málið er að ástandið fer versnandi“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. janúar 2026 06:41 Margt hefur verið rætt og ritað um stöðuna á leigubílastæði við Keflavíkurflugvöll. Vísir/Anton Brink Formaður félags leigubílstjóra segir að staðan á leigubílamarkaði fari versnandi. Hann segir engan vita hve margir leigubílar séu í raun og veru í akstri og segir ráðamenn skella skollaeyrum við viðvörunum leigubílstjóra á meðan frumvarp um stöðvaskyldu sitji í nefnd. Leigubílstjórar sæti miklum atvinnumissi í núverandi efnahagsástandi. Vísir ræddi nýverið við leigubílstjóra sem segir að staðan á leigubílastæðinu við Keflavíkurflugvöll minni enn á villta vestrið þvert á loforð forsvarsmanna Isavia um að gæsla á stæðinu yrði bætt. Vísir hefur sent Isavia fyrirspurn málsins. Staða leigubílamarkaðarins, brot leigubílstjóra gegn farþegum og svik var oft í fréttum á nýliðnu ári. Kynnti innviðaráðherra í september nýtt frumvarp þar sem stöðvaskylda yrði innleidd að nýju og tilgangurinn að tryggja öryggi farþega. Frumvarpið er nú til umfjöllunar í nefnd. Engin viti raunverulegan fjölda leigubíla Daníel Orri Einarsson formaður Frama félags leigubílstjóra segir í samtali við Vísi að það komi honum ekki á óvart að heyra af því að staðan hafi ekki breyst við Keflavíkurflugvöll. Hann segir ekki hafa verið við öðru að búast eftir að lögum um leigubílaakstur var breytt árið 2022. Daníel vill einungis vísa til þess að lög um leigubílaakstur hafi verið felld niður, svo alvarleg þykir honum breytingin sem gerð var á lögunum. „Þetta var ekkert vandamál upp á Leifsstöð fyrr en lögin voru felld niður og það koma fullt af mönnum inn í stéttina sem hafa enga reynslu og þekkingu. Við getum ekkert tjáð okkur um einstaklinga, hvort þeir ofrukki, misbjóði farþegum eða sláist um þá en þetta er ástand hefur skapast og við erum búnir að vara við því. Málið er að ástandið fer versnandi.“ Hvernig þá? „Til dæmis núna þegar er samdráttur og fólk er að halda að sér höndum, fer minna út á lífið og það eru færri ferðamenn, þá hafa allir bílstjórar minna á milli handanna. Það eru þúsund leyfi á skrá, en enginn að fylgjast með. Hvað eru margir bílar úti í akstri? Það veit enginn. Þetta er gefið frjálst og þá er ekkert eftirlit.“ Daníel segir frumvarp ráðherra um innleiðingu stöðvaskyldu að nýju sem ætlað er að tryggja betra eftirlit ekki nóg. Daníel segir félagið hafa átt fundi með ráðherra og tjáð honum þær áhyggjur sínar. „Það vantar að skilgreina hvað er stöð. Er það app eða bleikt ský? Hvað er stöð? Stöð á að vera fýsísk, á að vera staður þar sem ábyrgðaraðilar til svara. Þar sem eru eignir og tryggingar og bókhaldskerfi og rakningakerfi þar sem hægt er að fylgjast með bílum og nýtingu. Er stöðin með alla bíla úti?“ Erfitt að starfa í greininni við núverandi aðstæður Hann segir að þar sem ekki sé við lýði vinnuskylda leigubílstjóra skrái menn sig einfaldlega bara á stöð og láti sig svo hverfa, þannig stöðin svelti. Langt sé síðan félagið hafi bent Samgöngustofu á ólöglegan akstur sem hafi af leigubílstjórum vinnunna. „Enn þann dag í dag vorum við að senda lista yfir ákveðna aðila sem eru að stunda svartan leiguakstur. Svör Samgöngustofu eru á þann veg að þau hafi ekki eftirlit með ólöglegum akstri, bara með leyfishöfum. Hvar er þá eftirlitið? Lögregla kemst ekkert yfir að sinna því. Það þyrfti að stofna sérdeild í lögreglu því þetta er orðið svo viðamikið, allskonar keyrsla sem er ekki skráð og sveltir almenna leigubílstjóra. Nú mun vanta leigubíla því þeir eru of margir og þá fara bílstjórar í önnur störf, geta ekki lifað af því. Þeir skrá sig á stöð en vinna ekkert, það er engin vinnuskylda. Þær fara bara á hausinn því það borgar enginn neitt.“ Hann segir ráðamenn hafa gert mikil mistök með breytingunum á lögunum árið 2022. Ekkert málefnanlegt mat hafi verið gert á framboð og eftirspurn og ekkert samráð haft við leigubílstjóra. Alþingi hafi gert mistök sem skaðað hafi leigubílastéttina og atvinnufrelsi leigubílstjóra og mistökin hafi augljóslega bitnað á almenningi líka. Langan tíma muni taka að endurvekja traust á leigubílstjórum. „Þetta er bara eins og að horfa á nakinn mann. „Við skulum prófa að prófa á hann húfu. Það er þessi stöðvarskylda. Það vantar allt sem styður við hana, fjöldatakmörkun, vinnuskyldu, svæðaskiptingu og samninga bílstjóra við stöðvarnar. Þetta er enn í gildi hjá Hreyfli, A stöðinni og BSR, þau starfa enn eins og lögin væru óbreytt.“ Daníel segir einungis eitt til ráða, að hverfa aftur til laga um leigubílaakstur frá 2022. „Það á að taka upp gömlu lögin eins og þau voru. Almenningur myndi fagna því. Isavia líka, því þá þyrfti Isavia enga gæslumenn og þetta væri allt í lagi.“ Leigubílar Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Af 993 skráðum rekstrarleyfishöfum á leigubifreiðamarkaðnum reka 188 eigin leigubifreiðastöð án sérstaks leyfis. Alls eru 32 leigubifreiðastöðvar með gilt starfsleyfi frá Samgöngustofu. 17. september 2025 07:29 Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Samkvæmt nýrri skoðanakönnun eru 81 prósent þjóðarinnar óánægð með núverandi fyrirkomulag á leigubílamarkaði. 4,6 prósent eru ánægð og fjórtán prósent segjast í meðallagi ánægð. 10. september 2025 10:10 Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Tvær ástralskar ferðakonur sem voru rukkaðar um hátt í þrjátíu þúsund krónur fyrir ferð sem átti að kosta þær sjö þúsund krónur, eftir að þeim var ekið á rangan áfangastað, fá fargjaldið endurgreitt úr vasa leigubílstjórans. Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa kvað upp úrskurð þess efnis á dögunum. 24. desember 2025 11:30 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Vísir ræddi nýverið við leigubílstjóra sem segir að staðan á leigubílastæðinu við Keflavíkurflugvöll minni enn á villta vestrið þvert á loforð forsvarsmanna Isavia um að gæsla á stæðinu yrði bætt. Vísir hefur sent Isavia fyrirspurn málsins. Staða leigubílamarkaðarins, brot leigubílstjóra gegn farþegum og svik var oft í fréttum á nýliðnu ári. Kynnti innviðaráðherra í september nýtt frumvarp þar sem stöðvaskylda yrði innleidd að nýju og tilgangurinn að tryggja öryggi farþega. Frumvarpið er nú til umfjöllunar í nefnd. Engin viti raunverulegan fjölda leigubíla Daníel Orri Einarsson formaður Frama félags leigubílstjóra segir í samtali við Vísi að það komi honum ekki á óvart að heyra af því að staðan hafi ekki breyst við Keflavíkurflugvöll. Hann segir ekki hafa verið við öðru að búast eftir að lögum um leigubílaakstur var breytt árið 2022. Daníel vill einungis vísa til þess að lög um leigubílaakstur hafi verið felld niður, svo alvarleg þykir honum breytingin sem gerð var á lögunum. „Þetta var ekkert vandamál upp á Leifsstöð fyrr en lögin voru felld niður og það koma fullt af mönnum inn í stéttina sem hafa enga reynslu og þekkingu. Við getum ekkert tjáð okkur um einstaklinga, hvort þeir ofrukki, misbjóði farþegum eða sláist um þá en þetta er ástand hefur skapast og við erum búnir að vara við því. Málið er að ástandið fer versnandi.“ Hvernig þá? „Til dæmis núna þegar er samdráttur og fólk er að halda að sér höndum, fer minna út á lífið og það eru færri ferðamenn, þá hafa allir bílstjórar minna á milli handanna. Það eru þúsund leyfi á skrá, en enginn að fylgjast með. Hvað eru margir bílar úti í akstri? Það veit enginn. Þetta er gefið frjálst og þá er ekkert eftirlit.“ Daníel segir frumvarp ráðherra um innleiðingu stöðvaskyldu að nýju sem ætlað er að tryggja betra eftirlit ekki nóg. Daníel segir félagið hafa átt fundi með ráðherra og tjáð honum þær áhyggjur sínar. „Það vantar að skilgreina hvað er stöð. Er það app eða bleikt ský? Hvað er stöð? Stöð á að vera fýsísk, á að vera staður þar sem ábyrgðaraðilar til svara. Þar sem eru eignir og tryggingar og bókhaldskerfi og rakningakerfi þar sem hægt er að fylgjast með bílum og nýtingu. Er stöðin með alla bíla úti?“ Erfitt að starfa í greininni við núverandi aðstæður Hann segir að þar sem ekki sé við lýði vinnuskylda leigubílstjóra skrái menn sig einfaldlega bara á stöð og láti sig svo hverfa, þannig stöðin svelti. Langt sé síðan félagið hafi bent Samgöngustofu á ólöglegan akstur sem hafi af leigubílstjórum vinnunna. „Enn þann dag í dag vorum við að senda lista yfir ákveðna aðila sem eru að stunda svartan leiguakstur. Svör Samgöngustofu eru á þann veg að þau hafi ekki eftirlit með ólöglegum akstri, bara með leyfishöfum. Hvar er þá eftirlitið? Lögregla kemst ekkert yfir að sinna því. Það þyrfti að stofna sérdeild í lögreglu því þetta er orðið svo viðamikið, allskonar keyrsla sem er ekki skráð og sveltir almenna leigubílstjóra. Nú mun vanta leigubíla því þeir eru of margir og þá fara bílstjórar í önnur störf, geta ekki lifað af því. Þeir skrá sig á stöð en vinna ekkert, það er engin vinnuskylda. Þær fara bara á hausinn því það borgar enginn neitt.“ Hann segir ráðamenn hafa gert mikil mistök með breytingunum á lögunum árið 2022. Ekkert málefnanlegt mat hafi verið gert á framboð og eftirspurn og ekkert samráð haft við leigubílstjóra. Alþingi hafi gert mistök sem skaðað hafi leigubílastéttina og atvinnufrelsi leigubílstjóra og mistökin hafi augljóslega bitnað á almenningi líka. Langan tíma muni taka að endurvekja traust á leigubílstjórum. „Þetta er bara eins og að horfa á nakinn mann. „Við skulum prófa að prófa á hann húfu. Það er þessi stöðvarskylda. Það vantar allt sem styður við hana, fjöldatakmörkun, vinnuskyldu, svæðaskiptingu og samninga bílstjóra við stöðvarnar. Þetta er enn í gildi hjá Hreyfli, A stöðinni og BSR, þau starfa enn eins og lögin væru óbreytt.“ Daníel segir einungis eitt til ráða, að hverfa aftur til laga um leigubílaakstur frá 2022. „Það á að taka upp gömlu lögin eins og þau voru. Almenningur myndi fagna því. Isavia líka, því þá þyrfti Isavia enga gæslumenn og þetta væri allt í lagi.“
Leigubílar Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Af 993 skráðum rekstrarleyfishöfum á leigubifreiðamarkaðnum reka 188 eigin leigubifreiðastöð án sérstaks leyfis. Alls eru 32 leigubifreiðastöðvar með gilt starfsleyfi frá Samgöngustofu. 17. september 2025 07:29 Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Samkvæmt nýrri skoðanakönnun eru 81 prósent þjóðarinnar óánægð með núverandi fyrirkomulag á leigubílamarkaði. 4,6 prósent eru ánægð og fjórtán prósent segjast í meðallagi ánægð. 10. september 2025 10:10 Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Tvær ástralskar ferðakonur sem voru rukkaðar um hátt í þrjátíu þúsund krónur fyrir ferð sem átti að kosta þær sjö þúsund krónur, eftir að þeim var ekið á rangan áfangastað, fá fargjaldið endurgreitt úr vasa leigubílstjórans. Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa kvað upp úrskurð þess efnis á dögunum. 24. desember 2025 11:30 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Af 993 skráðum rekstrarleyfishöfum á leigubifreiðamarkaðnum reka 188 eigin leigubifreiðastöð án sérstaks leyfis. Alls eru 32 leigubifreiðastöðvar með gilt starfsleyfi frá Samgöngustofu. 17. september 2025 07:29
Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Samkvæmt nýrri skoðanakönnun eru 81 prósent þjóðarinnar óánægð með núverandi fyrirkomulag á leigubílamarkaði. 4,6 prósent eru ánægð og fjórtán prósent segjast í meðallagi ánægð. 10. september 2025 10:10
Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Tvær ástralskar ferðakonur sem voru rukkaðar um hátt í þrjátíu þúsund krónur fyrir ferð sem átti að kosta þær sjö þúsund krónur, eftir að þeim var ekið á rangan áfangastað, fá fargjaldið endurgreitt úr vasa leigubílstjórans. Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa kvað upp úrskurð þess efnis á dögunum. 24. desember 2025 11:30