Hættið þessu fokki* við samningaborðið Anna Kristrún Sigurpálsdóttir skrifar 8. maí 2015 12:59 „Stuðla þarf að því að starfsmenn ríkisins búi við svipuð starfskjör, þar á meðal launakerfi, launastig og launaþróun og þekkist á hinum almenna vinnumarkaði svo ríkið geti til frambúðar staðist samkeppnina við aðra hluta vinnumarkaðarins“. Nei, lesandi góður þetta er ekki texti úr útópískri skáldsögu sem gerist árið 3015 í öðru landi. Þetta er inngangur í kjarasamningi sem fjármálaráðherra gerir við 17 aðildarfélög Bandalags háskólamanna (BHM) fyrir hönd ríkissjóðs - já ég sagði fjármálaráðherra. Þessi miðlægi kjarasamningur hafði gildistíma frá 1. febrúar 2014 til 28. febrúar 2015. Ég er iðjuþjálfi og tilheyri einu þessara aðildarfélaga BHM. Er ég sat á pöllum Alþingis fyrr í vikunni og hlustaði á háttvirta þingmenn í sérstakri umræðu um stöðuna á vinnumarkaði bærðust margvíslegar tilfinningar í brjósti mér. Fyrst ber að nefna algera undrun á nánast tómum þingsal. Hvar var allt fólkið sem kosið er á þing? Fjármálaráðherra hvergi sjáanlegur. Eru allir að fá sér köku? Síðan fylltist ég von þegar Katrín Jakobsdóttir tók til máls. Jú, það er a.m.k. ein manneskja á þingi sem er í tengslum við raunverulega stöðu í þjóðfélaginu. Ég sver að mér leið eins og móðir Theresa væri komin inn í þingsalinn, sem virðist stundum vatteraður fyrir veruleikanum, og allt yrði kannski í lagi. Svo allt í einu var ég ekki viss hvar ég var stödd en datt helst í hug sandkassinn á gamla leikskólanum mínum við Álfaskeið eða Þjóðleikhúsið svo yfirdrifin voru tilþrifin er háttvirtur þingmaður Guðlaugur Þór tjáði vanþóknun sína á því að verið væri að ræða raunverulega og grafalvarlega stöðu sem uppi er á vinnumarkaði með því að berja í ræðupúlt og öskra eins og frekur krakki sem aldrei hefur heyrt orðið nei. Ég fylltist líka stolti og baráttuanda þegar þingmenn Pírata, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar tóku til máls og langaði að hrópa heyr! heyr! en þorði það ekki af ótta við að verða snúin niður af lögreglu og þingvörðum sem þarna voru til að halda fólki í skefjum. En ég veit hreinlega ekki hvað var að bærast innra með mér þegar hæstvirtur forsætiráðherra, sem var til andsvara, tjáði sig. Honum var tíðrætt um að allt snérist um að verja stöðu þeirra sem lökust hafa kjörin í landinu. Veit hann ekki að þeir sem lokið hafa 4-5 ára háskólanámi á Íslandi og ná ekki 270 þús kr. í mánaðarlaun fyrir skatt flokkast ekki einu sinni sem láglaunafólk hjá frændum okkar í Noregi. Þetta er fólkið sem forsætisráðherra vill meina að sé meðaltekjufólk. Þetta er fólkið sem Sigmundur Davíð svo snöfurmannlega minntist vart á í máli sínu. Þetta er fólkið sem sat 38 árangurlausa samningafundi eftir síðustu vopnahléssamninga áður en gripið var til þess örþrifaráðs sem verkfallsrétturinn er. Þetta er fólkið sem tekur á móti nýfæddum börnum þessa samfélags, fólkið sem þinglýsir pappírum sem halda þjóðfélaginu gangandi, fólkið sem gerir læknum kleift að sjúkdómsgreina, fólkið sem endurhæfir þá sem verða fyrir slysum og skakkaföllum í lífinu, fólkið sem hefur eftirlit með matvælaframleiðslu, vottar Eurovision og sér til þess að hægt sé að útskrifa fólk af sjúkrastofnunum til virkrar þátttöku í samfélaginu og svona mætti lengi telja. Það þarf einhver að segja Sigmundi Davíð að kollegi hans Bjarni Benediktsson lagði línurnar í kjarastefnu ríkisins er hann hjó svo hressilega af eldivið og dreifði til einnar stéttar í heilbirgðisgeiranum án þess að hafa nokkrar áhyggjur af verðbólgubálinu. Það þarf líka einhver að upplýsa þá skógarhöggsbræður um að heilbrigðiskerfið er ekki rekið af einni stétt ekki frekar en þjóðfélagið er samsett eingöngu af Kristjánum Loftssonum. Það þarf einhver að minna fjármálaráðherra á það sem hann skrifaði undir í febrúar 2014 og gera honum ljóst að menntun, sem fólk hefur lagt á sig fórnarkostnað við að afla, þarf að meta til launa – það er nútímahugsun, það er sanngjörn krafa háskólamanna. *að fokka merkir að gaufa, að dunda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Sjá meira
„Stuðla þarf að því að starfsmenn ríkisins búi við svipuð starfskjör, þar á meðal launakerfi, launastig og launaþróun og þekkist á hinum almenna vinnumarkaði svo ríkið geti til frambúðar staðist samkeppnina við aðra hluta vinnumarkaðarins“. Nei, lesandi góður þetta er ekki texti úr útópískri skáldsögu sem gerist árið 3015 í öðru landi. Þetta er inngangur í kjarasamningi sem fjármálaráðherra gerir við 17 aðildarfélög Bandalags háskólamanna (BHM) fyrir hönd ríkissjóðs - já ég sagði fjármálaráðherra. Þessi miðlægi kjarasamningur hafði gildistíma frá 1. febrúar 2014 til 28. febrúar 2015. Ég er iðjuþjálfi og tilheyri einu þessara aðildarfélaga BHM. Er ég sat á pöllum Alþingis fyrr í vikunni og hlustaði á háttvirta þingmenn í sérstakri umræðu um stöðuna á vinnumarkaði bærðust margvíslegar tilfinningar í brjósti mér. Fyrst ber að nefna algera undrun á nánast tómum þingsal. Hvar var allt fólkið sem kosið er á þing? Fjármálaráðherra hvergi sjáanlegur. Eru allir að fá sér köku? Síðan fylltist ég von þegar Katrín Jakobsdóttir tók til máls. Jú, það er a.m.k. ein manneskja á þingi sem er í tengslum við raunverulega stöðu í þjóðfélaginu. Ég sver að mér leið eins og móðir Theresa væri komin inn í þingsalinn, sem virðist stundum vatteraður fyrir veruleikanum, og allt yrði kannski í lagi. Svo allt í einu var ég ekki viss hvar ég var stödd en datt helst í hug sandkassinn á gamla leikskólanum mínum við Álfaskeið eða Þjóðleikhúsið svo yfirdrifin voru tilþrifin er háttvirtur þingmaður Guðlaugur Þór tjáði vanþóknun sína á því að verið væri að ræða raunverulega og grafalvarlega stöðu sem uppi er á vinnumarkaði með því að berja í ræðupúlt og öskra eins og frekur krakki sem aldrei hefur heyrt orðið nei. Ég fylltist líka stolti og baráttuanda þegar þingmenn Pírata, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar tóku til máls og langaði að hrópa heyr! heyr! en þorði það ekki af ótta við að verða snúin niður af lögreglu og þingvörðum sem þarna voru til að halda fólki í skefjum. En ég veit hreinlega ekki hvað var að bærast innra með mér þegar hæstvirtur forsætiráðherra, sem var til andsvara, tjáði sig. Honum var tíðrætt um að allt snérist um að verja stöðu þeirra sem lökust hafa kjörin í landinu. Veit hann ekki að þeir sem lokið hafa 4-5 ára háskólanámi á Íslandi og ná ekki 270 þús kr. í mánaðarlaun fyrir skatt flokkast ekki einu sinni sem láglaunafólk hjá frændum okkar í Noregi. Þetta er fólkið sem forsætisráðherra vill meina að sé meðaltekjufólk. Þetta er fólkið sem Sigmundur Davíð svo snöfurmannlega minntist vart á í máli sínu. Þetta er fólkið sem sat 38 árangurlausa samningafundi eftir síðustu vopnahléssamninga áður en gripið var til þess örþrifaráðs sem verkfallsrétturinn er. Þetta er fólkið sem tekur á móti nýfæddum börnum þessa samfélags, fólkið sem þinglýsir pappírum sem halda þjóðfélaginu gangandi, fólkið sem gerir læknum kleift að sjúkdómsgreina, fólkið sem endurhæfir þá sem verða fyrir slysum og skakkaföllum í lífinu, fólkið sem hefur eftirlit með matvælaframleiðslu, vottar Eurovision og sér til þess að hægt sé að útskrifa fólk af sjúkrastofnunum til virkrar þátttöku í samfélaginu og svona mætti lengi telja. Það þarf einhver að segja Sigmundi Davíð að kollegi hans Bjarni Benediktsson lagði línurnar í kjarastefnu ríkisins er hann hjó svo hressilega af eldivið og dreifði til einnar stéttar í heilbirgðisgeiranum án þess að hafa nokkrar áhyggjur af verðbólgubálinu. Það þarf líka einhver að upplýsa þá skógarhöggsbræður um að heilbrigðiskerfið er ekki rekið af einni stétt ekki frekar en þjóðfélagið er samsett eingöngu af Kristjánum Loftssonum. Það þarf einhver að minna fjármálaráðherra á það sem hann skrifaði undir í febrúar 2014 og gera honum ljóst að menntun, sem fólk hefur lagt á sig fórnarkostnað við að afla, þarf að meta til launa – það er nútímahugsun, það er sanngjörn krafa háskólamanna. *að fokka merkir að gaufa, að dunda
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun