Héraðsvötn og Kjalölduveitu í nýtingarflokk Jens Garðar Helgason og Ólafur Adolfsson skrifa 6. júní 2025 11:33 Nú liggur fyrir á alþingi og til umræðu í Umhverfis – og samgöngunefnd tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, nr. 24/152 frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Í þingsályktunartillögunni er mælt fyrir því að Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun og Skrokkölduvirkjun fari úr biðflokki í nýtingarflokk rammaáætlunar. Það er vel og styðja undirritaðir, sem eiga sæti í umhverfis- og samgöngunefnd, þá tillögu. Einnig er mælt fyrir því í sömu þingsályktun að Héraðsvötn og Kjalölduveita fari úr biðflokki í verndarflokk. Þá tillögu styðja undirritaðir ekki og munu leggja fram breytingartillögu þar sem lagt er til að ofangreindir virkjanakostir fari einnig í nýtingarflokk rammaáætlunar. Á Íslandi er orkuskortur og þarf nauðsynlega að fara í stórtækar virkjanaframkvæmdir á næstu árum til að mæta núverandi orkuþörf og áætlaðri orkuþörf næstu árin. Í orkuspá sinni gerir Landsnet ráð fyrir því að orkuþörf muni aukast um 5.000 gígawattsstundir til ársins 2035. Þeir orkukostir sem lagðir eru til hér að ofan munu framleiða um 3.700 gígawattsstundir en tillaga ráðherra er að helmingur þeirra fari í vernd. Við það verður ekki unað. Kjalölduveita er einn hagkvæmasti virkjanakostur Landsvirkjunar og Héraðsvötn eru einn stærsti virkjanakostur fyrirtækisins utan Þjórsársvæðisins. Í meðferð kostanna í rammaáætlun er ekki nægilega horft til mikilvægis orkuöryggis og náttúruvár. Þessir þættir eru alltaf að verða mikilvægari við val á virkjanakostum í heildarmatinu. Ráðherra hefur lýst því yfir að hann ætli að styðja frekari orkuöflun á Íslandi. Nú reynir á hvort stefna ráðherrans og ríkisstjórnarinnar sé einungis í orði, en ekki á borði. Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður í Norðausturkjördæmi.Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Ólafur Adolfsson Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Vatnsaflsvirkjanir Skagafjörður Ásahreppur Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir á alþingi og til umræðu í Umhverfis – og samgöngunefnd tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, nr. 24/152 frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Í þingsályktunartillögunni er mælt fyrir því að Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun og Skrokkölduvirkjun fari úr biðflokki í nýtingarflokk rammaáætlunar. Það er vel og styðja undirritaðir, sem eiga sæti í umhverfis- og samgöngunefnd, þá tillögu. Einnig er mælt fyrir því í sömu þingsályktun að Héraðsvötn og Kjalölduveita fari úr biðflokki í verndarflokk. Þá tillögu styðja undirritaðir ekki og munu leggja fram breytingartillögu þar sem lagt er til að ofangreindir virkjanakostir fari einnig í nýtingarflokk rammaáætlunar. Á Íslandi er orkuskortur og þarf nauðsynlega að fara í stórtækar virkjanaframkvæmdir á næstu árum til að mæta núverandi orkuþörf og áætlaðri orkuþörf næstu árin. Í orkuspá sinni gerir Landsnet ráð fyrir því að orkuþörf muni aukast um 5.000 gígawattsstundir til ársins 2035. Þeir orkukostir sem lagðir eru til hér að ofan munu framleiða um 3.700 gígawattsstundir en tillaga ráðherra er að helmingur þeirra fari í vernd. Við það verður ekki unað. Kjalölduveita er einn hagkvæmasti virkjanakostur Landsvirkjunar og Héraðsvötn eru einn stærsti virkjanakostur fyrirtækisins utan Þjórsársvæðisins. Í meðferð kostanna í rammaáætlun er ekki nægilega horft til mikilvægis orkuöryggis og náttúruvár. Þessir þættir eru alltaf að verða mikilvægari við val á virkjanakostum í heildarmatinu. Ráðherra hefur lýst því yfir að hann ætli að styðja frekari orkuöflun á Íslandi. Nú reynir á hvort stefna ráðherrans og ríkisstjórnarinnar sé einungis í orði, en ekki á borði. Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður í Norðausturkjördæmi.Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar