Vatnsaflsvirkjanir

Aftur á byrjunarreit
Hvammsvirkjun er föst í eilífðar borðspili. Stundum hnikast verkefnið áfram um nokkra reiti, en þess á milli gerist ekkert. Nú þegar aldarfjórðungur er liðinn frá því að fyrst var áformað að virkja við Hvamm og 4 ár eru frá því að sótt var um sjálft virkjunarleyfið hefur verkefninu verið kippt aftur á byrjunarreit.

„Það er engin ástæða til að gefast upp“
Hæstiréttur staðfesti í dag ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. Undirbúningsframkvæmdir vegna virkjunarinnar eru nú þegar komnar vel á veg en ljóst þykir að niðurstaðan muni fresta virkjuninni enn frekar.

Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir stefna í viðvarandi orkuskort í landinu. Umhverfis- og orkuráðherra boðar hins vegar að nýjum virkjanakostum verði bætt í nýtingarflokk á hverju ári.

Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar
Nýsamþykkt lög, sem ætlað var að eyða óvissu um Hvammsvirkjun í Þjórsá, setja framkvæmdir samt ekki á fulla ferð. Forstjóri Landsvirkjunar segir að bíða verði eftir dómi Hæstaréttar.

Varar við því að stórvirkjun í Skagafirði verði útilokuð
Forstjóri Landsvirkjunar gagnrýnir þau áform stjórnarflokkanna að slá virkjanir í Skagafirði út af borðinu. Talsmaður Landverndar átelur hins vegar stjórnarliðið fyrir að opna á Kjalölduveitu.

Fíllinn á teikniborði Landsvirkjunar
Landsvirkjun er löngu búin að ráða gátuna: Hvernig borðar maður fíl? Einn bita í einu!

Engar stórvirkjanir í Skagafirði en opið að fara í Kjalölduveitu
Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi vill að Héraðsvötn í Skagafirði verði friðuð gagnvart virkjunum og fari í verndarflokk rammaáætlunar. Þá vill meirihlutinn halda þeim möguleika opnum að Kjalölduveita neðan Þjórsárvera verði leyfð.

Við þurfum hagkvæmu virkjunarkostina
Við þurfum meiri raforku á næstu árum og áratugum. Víðtæk samstaða hefur náðst um að kerfið okkar verði að vera skilvirkara, svo virkjunarkostir lendi ekki í margra ára, jafnvel áratuga skilvindu stjórnsýslunnar þar sem tímafrestir eru ekki virtir og mörg tækifæri eru til að kæra þau fjölmörgu leyfi sem veitt eru fyrir hverri virkjanaframkvæmd.

Héraðsvötn og Kjalölduveitu í nýtingarflokk
Nú liggur fyrir á alþingi og til umræðu í Umhverfis – og samgöngunefnd tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, nr. 24/152 frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi
Hagnaður af grunnrekstri Landsvirkjunar nam 12 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi á þessu ári.

Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir
Þann 15. janúar síðastliðinn féll sögulegur dómur í máli landeigenda við Þjórsá gegn ríkinu og Landsvirkjun þar sem virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun var ógilt. Aldrei fyrr hafði íslenskur dómstóll ógilt virkjunarleyfi.

Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum
Óvenjuleg hlýindi á hálendinu undanfarið hafa leyst nánast allan snjó á neðra vatnasviði Blöndulóns. Allar líkur eru á að þessar vorleysingar nái að fylla Blöndulón og eitthvað vatn muni renna á yfirfalli þess. Vatnsbúskapur í miðlunarlónum Landsvirkjunar er almennt heldur betri en undanfarin ár.

Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar
Búast má við því að sprengingar verði flesta daga í sumar vegna jarðvegsvinnu við undirbúning Hvammsvirkjunar.

Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin
20. nóvember sl var haldinn fundur í Árnesi þar sem Landsvirkjun og Vegagerðin kynntu framkvæmdir vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar.

Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist
Miðlunarlón Landsvirkjunar standa öll mun betur en á horfðist eftir erfiða byrjun yfirstandandi vatnsárs og hefur nú ræst vel úr að undanförnu.

Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun
Stjórn Orkubús Vestfjarða hefur ákveðið að sótt verði um virkjunarleyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun í Steingrímsfirði. Virkjunin hefur þegar farið í gegnum umhverfismat, en beðið er eftir endanlegri staðfestingu aðalskipulags Strandabyggðar.

Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina
„Framkvæmum fyrir framtíðina“ er yfirskrift ársfundar Samorku sem fram fer í Hörpu milli 13:30 og 16:30 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi.

Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar?
Vatn er mikilvægasta auðlind jarðar. Vatn er forsenda lífs og farsældar, hvort sem litið er til náttúrunnar eða samfélags manna. Víðast hvar á jörðinni hefur verið afar illa farið með vatn; mengun er stórfelld, lífríki og vistkerfum vatnasvæða hefur verið rústað, vatnstaka óhófleg og vatni veitt úr náttúrulegum farvegum straumvatna og stöðuvötnum.

Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá
Ísland stendur nú á krossgötum varðandi villta fiskistofna. Höfundar þessarar greinar hafa rannsakað lax og aðrar tegundir í ám sem hafa orðið fyrir áhrifum af virkjanaframkvæmdum. Annar höfunda hefur unnið í meira en þrjá áratugi við rannsóknir við vatnsfallsvirkjanir Columbia árinnar, þar sem áratugalangar rannsóknir hafa sýnt fram á skelfilegar afleiðingar stíflna og vatnsfallsvirkjanna fyrir fiskistofna.

Öllum skerðingum aflétt
Landsvirkjun hefur tilkynnt öllum stórnotendum raforku á suðvesturhluta landsins að skerðingum á afhendingu raforku verði aflétt frá og með morgundeginum 7. febrúar.

Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun
Útboð á smíði nýrrar Þjórsárbrúar á móts við þorpið Árnes ásamt gerð Búðafossvegar er í óvissu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í síðasta mánuði. Vegagerðin hafði gefið út að verkið yrði boðið út fljótlega á þessu ári.

Vatnsbúskapurinn fer batnandi
Landsvirkjun hefur ákveðið að hætta endurkaupum raforku af járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga. Ástæðan er sú að vatnsbúskapur Landsvirkjunar hefur batnað.

Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði
Formaður umhverfisnefndar Alþingis, þegar lög um stjórn vatnamála, sem eru Þrándur í Götu fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar, voru sett, segir ekki um að ræða annmarka í lagasetningunni og ýjar að því að Hvammsvirkjun standist einfaldlega ekki skilyrði virkjunar.

Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ?
Því er nú haldið fram að ákvæði í 14 ára gömlum lögum um stjórn vatnamála (36/2011) komi í veg fyrir allar nýjar virkjanir, brýr, hafnir, flóðgarða og svo framvegis. Það er vegna þess að umhverfisnefndin á þinginu breytti tilteknu ákvæði í lagafrumvarpinu ‒ og nú sé allt upp í loft ‒ og alveg sérstaklega Hvammsvirkjun, sem einmitt átti að bjarga heiminum.

Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar
Ráðherra umhverfis og orku segir á dagskrá að leggja strax fram lagabreytingar til að eyða óvissu og liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar. Til standi að leggja það fyrir nýtt Alþingi hið snarasta þegar það kemur saman í febrúar.

Styðja sérlög um Hvammsvirkjun
Landsvirkjun telur dóm sem ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar, rangan og óskar eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. Forstjórinn segir samfélagslega mikilvægt að hefja framkvæmdir sem fyrst og líst vel á lagasetningu. Fyrrverandi umhverfisráðherra undrast dóminn og ætlar að styðja núverandi stjórnvöld í aðgerðum til að flýta fyrir virkjunum.

Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt
Nú er allt upp í loft út af Hvammsvirkjun ‒ og einmitt á slíkum stundum er mikilvægt að fara varlega.

Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála
Ef raunverulegur áhugi er á því að einfalda leyfisveitingarferla á sviði umhverfis- og orkumála þarf ýmislegt fleira að koma til, en það sem sjá má í núverandi drögum að breytingum á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar á leyfisferlum á svið umhverfis- og orkumála.

Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap
Tjón samfélagsins vegna enn meiri seinkunar Hvammsvirkjunar í Þjórsá gæti numið fimmtán til þrjátíu milljörðum króna, að mati Samtaka iðnaðarins. Framkvæmdastjóri samtakanna segir stjórnvöld verða að grípa tafarlaust inn í sé reyndin sú að lögin komi í veg fyrir nýjar vatnsaflsvirkjanir.

Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar
Forstjóri Landsvirkjunar segir dóm Héraðsdóm Reykjavíkur, sem felldi virkjunarleyfi Landsvirkjunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi, valda vonbrigðum og munu hafa alvarlegar samfélagslegar afleiðingar.