Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. júlí 2025 16:07 Framkvæmdir hafa staðið yfir við virkjunina þrátt fyrir að virkjanaleyfið hafi verið dæmt ólöglegt í Hæstarétti. Landvernd Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur samþykkt kröfu landeigenda við Þjórsá um að framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar verði stöðvaðar. Landeigandi fagnar niðurstöðunni en er ekki bjartsýnn á framhaldið. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun er úrskurðurinn til bráðabirgða og fyrirséð að virkjanaleyfi verði gefið út í ágúst. Úrskurðurinn hefur enn ekki verið birtur en Ríkisútvarpið greinir frá. Í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun segir að úrskurðurinn sé einungis til bráðabirgða. Aðeins einn verktaki sé að störfum við undirbúningsframkvæmdir Hvammsvirkjunar og fyrirséð sé að virkjanaleyfi verði gefið út í ágúst. „Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar kemur ekki á óvart í ljósi dóms Hæstaréttar en Landsvirkjun telur mjög jákvætt að meðalhófs hafi verið gætt af hennar hálfu. Þannig tekur úrskurður nefndarinnar ekki til uppsetningar vinnubúða og halda þær því ótruflað áfram. Jafnframt segir nefndin að heimilt sé að ljúka við frágang efsta burðarlags á vegum og plönum á framkvæmdasvæðinu. Stöðvun framkvæmda hefur því eingöngu áhrif á undirbúningsframkvæmdir í frárennslisskurði en efni úr frárennslisskurði hefur verið nýtt til vegagerðar,“ segir í tilkynningunni. Landeigandi svartsýnn Stöðvunarkrafan var lögð fram af landeigendum við Þjórsá í gær. Gunnar Þór Jónsson íbúi á Stóra-Núpi, sem hefur orðið hvað mest var við framkvæmdirnar, fagnar niðurstöðu nefndarinnar. Þrátt fyrir segist hann ekki bjartsýnn á að hætt verði við framkvæmdirnar endanlega. „Það er svo mikill vilji hjá stjórnvöldum og öðrum að keyra þetta í gegn og búið að dæla svo miklum peningum í þetta þannig að það verður ekki hægt að hætta við. Túrbínutrix heitir þetta,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Athygli vakti í dag þegar Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar birti skoðunargrein á Vísi þar sem hún líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunar við heimilisofbeldi. Landsvirkjun hafi lagt áherslu á ímyndasmíð, þöggun og hliðrun upplýsinga og þar af leiðandi haft áhrif á viðhorf þeirra sem ekki þekki til á svæðinu. Heimamenn upplifi hins vegar sveitina sína sem iðnaðarsvæði. „Forstjórinn blæs á það, enda hefur hann aldrei séð neitt kvikt við Þjórsá, nema sitt fólk og oddvitann. Aðferðin minnir á hvernig heimilisofbeldi er þaggað niður. Ekkert er að, húsbóndinn segir fjölskylduna hamingjusama og sjáist áverkar á konu eða börnum, þá gengu þau óvart á hurð,“ segir í grein Bjargar. Björg fagnar niðurstöðunni en segir ekki hafa lesið úrskurðinn, sem verður samkvæmt umfjöllun RÚV birtur klukkan sex. „Annað hefði verið... Maður hefði misst trú á tilveruna, vegna þess að það var svo augljóst að þarna væri verið að virkja,“ segir Björg í samtali við fréttastofu. „Fyrirséð“ að virkjunarleyfi verði gefið út Í síðustu viku óskaði Landsvirkjun eftir því að Umhverfis- og orkustofnun veitti virkjunarleyfi til bráðabirgða fyrir Hvammsvirkjun, í samræmi við nýlega breytt raforkulög og lög um stjórn vatnamála. Í fréttatilkynningu Landsvirkjunar segir leyfið í samræmi við ný lög sem samþykkt voru á Alþingi í vor. Í úrskurðinum kemur fram að fyrirséð sé að virkjunarleyfi til bráðabirgða verði gefið út í ágúst og það sé á forræði Landsvirkjunar að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir undirbúningsframkvæmdum. Landsvirkjun hafi þannig, í ljósi aðstæðna, undirbúið áframhaldandi málsmeðferð vegna öflunar nýrra leyfa eftir fremsta megni. „Það er okkar mat að úrskurðurinn muni hafa óveruleg áhrif á undirbúningsframkvæmdir og er vonast til að ný leyfi verði veitt á næstu vikum. Áfram verður unnið að framkvæmdum í fullu samræmi við niðurstöðu nefndarinnar,“ segir í tilkynningunni. Fréttin hefur verið uppfærð. Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Umhverfismál Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Sjá meira
Úrskurðurinn hefur enn ekki verið birtur en Ríkisútvarpið greinir frá. Í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun segir að úrskurðurinn sé einungis til bráðabirgða. Aðeins einn verktaki sé að störfum við undirbúningsframkvæmdir Hvammsvirkjunar og fyrirséð sé að virkjanaleyfi verði gefið út í ágúst. „Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar kemur ekki á óvart í ljósi dóms Hæstaréttar en Landsvirkjun telur mjög jákvætt að meðalhófs hafi verið gætt af hennar hálfu. Þannig tekur úrskurður nefndarinnar ekki til uppsetningar vinnubúða og halda þær því ótruflað áfram. Jafnframt segir nefndin að heimilt sé að ljúka við frágang efsta burðarlags á vegum og plönum á framkvæmdasvæðinu. Stöðvun framkvæmda hefur því eingöngu áhrif á undirbúningsframkvæmdir í frárennslisskurði en efni úr frárennslisskurði hefur verið nýtt til vegagerðar,“ segir í tilkynningunni. Landeigandi svartsýnn Stöðvunarkrafan var lögð fram af landeigendum við Þjórsá í gær. Gunnar Þór Jónsson íbúi á Stóra-Núpi, sem hefur orðið hvað mest var við framkvæmdirnar, fagnar niðurstöðu nefndarinnar. Þrátt fyrir segist hann ekki bjartsýnn á að hætt verði við framkvæmdirnar endanlega. „Það er svo mikill vilji hjá stjórnvöldum og öðrum að keyra þetta í gegn og búið að dæla svo miklum peningum í þetta þannig að það verður ekki hægt að hætta við. Túrbínutrix heitir þetta,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Athygli vakti í dag þegar Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar birti skoðunargrein á Vísi þar sem hún líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunar við heimilisofbeldi. Landsvirkjun hafi lagt áherslu á ímyndasmíð, þöggun og hliðrun upplýsinga og þar af leiðandi haft áhrif á viðhorf þeirra sem ekki þekki til á svæðinu. Heimamenn upplifi hins vegar sveitina sína sem iðnaðarsvæði. „Forstjórinn blæs á það, enda hefur hann aldrei séð neitt kvikt við Þjórsá, nema sitt fólk og oddvitann. Aðferðin minnir á hvernig heimilisofbeldi er þaggað niður. Ekkert er að, húsbóndinn segir fjölskylduna hamingjusama og sjáist áverkar á konu eða börnum, þá gengu þau óvart á hurð,“ segir í grein Bjargar. Björg fagnar niðurstöðunni en segir ekki hafa lesið úrskurðinn, sem verður samkvæmt umfjöllun RÚV birtur klukkan sex. „Annað hefði verið... Maður hefði misst trú á tilveruna, vegna þess að það var svo augljóst að þarna væri verið að virkja,“ segir Björg í samtali við fréttastofu. „Fyrirséð“ að virkjunarleyfi verði gefið út Í síðustu viku óskaði Landsvirkjun eftir því að Umhverfis- og orkustofnun veitti virkjunarleyfi til bráðabirgða fyrir Hvammsvirkjun, í samræmi við nýlega breytt raforkulög og lög um stjórn vatnamála. Í fréttatilkynningu Landsvirkjunar segir leyfið í samræmi við ný lög sem samþykkt voru á Alþingi í vor. Í úrskurðinum kemur fram að fyrirséð sé að virkjunarleyfi til bráðabirgða verði gefið út í ágúst og það sé á forræði Landsvirkjunar að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir undirbúningsframkvæmdum. Landsvirkjun hafi þannig, í ljósi aðstæðna, undirbúið áframhaldandi málsmeðferð vegna öflunar nýrra leyfa eftir fremsta megni. „Það er okkar mat að úrskurðurinn muni hafa óveruleg áhrif á undirbúningsframkvæmdir og er vonast til að ný leyfi verði veitt á næstu vikum. Áfram verður unnið að framkvæmdum í fullu samræmi við niðurstöðu nefndarinnar,“ segir í tilkynningunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Umhverfismál Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Sjá meira