Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 31. júlí 2025 07:11 Framkvæmdastjóri Landverndar segir forstjóra Landsvirkjunar haga sér líkt og stjórnmálamaður í stað embættismanns. Samsett Framkvæmdastjóri Landverndar lætur hörð orð falla í garð forstjóra Landsvirkjunnar vegna deilna um Hvammsvirkjun. Landeigendur við Þjórsá lögðu fram stöðvunarkröfu á framkvæmdir vegna virkjunarinnar í gær. „Framkvæmdir við Hvammsvirkjun hafa nú staðið í marga mánuði, þótt virkjanaleyfið hafi verið fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar. Virkjunin er ólögleg,“ skrifar Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar í aðsendri grein á Vísi. Hæstiréttur staðfesti í byrjun mánaðar ógildingu virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar en héraðsdómur Reykjaness dæmdi landeigendunum í vil þann 15. janúar og felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi. Þrátt staðfestingu Hæstaréttar eru framkvæmdir til að undirbúa virkjunina enn í gangi samkvæmt Mbl.is þar sem framkvæmdaleyfi virkjunarinnar er enn í gildi. Björg Eva segir Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar, kenna öllum öðrum um að virkjanaleyfið hafi verið ógilt. Hann hafi tekið að sér hlutverk stjórnmálamanns og þaggi niður umræðu sem sé ekki í hans þágu. „Hann segir Alþingi hafa samþykkt lög óvart, kerfið verið of flókið, stofnanir ekki talað saman og Orkustofnun hafi gefið leyfi of seint. Aldrei minnist forstjórinn á að Landsvirkjun sjálf gæti hafa gert mistök,“ segir Björg Eva. Hörður sagði eftir úrskurð Hæstaréttar að Hvammsvirkjun væri ekki úr myndinni heldur hefðu verið ágallar í málsmeðferðinni. „Þetta snýr ekki að framkvæmdinni sem slíkri heldur þeim leyfisveitingum sem stjórnvöld standa að og hverjum sé heimilt að veita leyfi,“ sagði Hörður. Hann sagði líklegast að sækja þyrfti um nýtt virkjunarleyfi en á milli þess sem málið fór fyrir héraðsdóm Reykjaness og Hæstarétt fékk Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis- og orkumálaráðherra lögunum breytt svo Umhverfisstofnun hefur heimild til að veita breytingar á vatnshloti. Aðferðin minni á heimilisofbeldi „Landsvirkjun er að knýja í gegn stórvirkjun án leyfa, þegar fullreynt er að ná sáttum við nærsamfélagið,“ segir Björg Eva. Landsvirkjun hafi lagt áherslu á ímyndasmíð, þöggun og hliðrun upplýsinga og þar af leiðandi haft áhrif á viðhorf þeirra sem ekki þekki til á svæðinu. Heimamenn upplifi hins vegar sveitina sína sem iðnaðarsvæði. „Forstjórinn blæs á það, enda hefur hann aldrei séð neitt kvikt við Þjórsá, nema sitt fólk og oddvitann. Aðferðin minnir á hvernig heimilisofbeldi er þaggað niður. Ekkert er að, húsbóndinn segir fjölskylduna hamingjusama og sjáist áverkar á konu eða börnum, þá gengu þau óvart á hurð.“ Efnahagslegt og samfélagslegt tjón hafi hlotist af framkvæmdunum við Þjórsá sem Björg Eva segir vera á ábyrgð Landsvirkjunar. „Því það var Landsvirkjun en enginn annar sem stofnaði til rándýrra framkvæmda sem stóðust ekki lög.“ Staða átakanna sé samfélagslega hættuleg Björg Eva segir þá viðbrögð bæði Harðar og ráðherra valda vanhæfi. Þeir hafi báðir talað dóminn niður, ólíkt Gesti Péturssyni, forstjóra Orkustofnunarinnar sem að sögn Björg Elvu hafi brugðist við dómnum líkt og eðlilegur embættismaður. „Staða átakanna um virkjun í byggð við Þjórsá hefur í sumar náð að verða samfélagslega hættuleg. Að baki eru mörg ár þar sem Landsvirkjun, ríkið í ríkinu, hefur farið sínum fram. Með síðustu úrskurðum og dómum er þetta orðið öllum ljóst,“ segir Björg Eva. „Svona umgengni um leikreglur samfélagsins eru stórhættulegt fordæmi fyrir allar þær framkvæmdir sem framundan eru. Að byggja virkjun á virkjunarleyfis, með langsóttum skýringum á því að allt megi nema vinna ofan í árfarveginum, er eins og hver annar fíflagangur sem misbýður allri rökhugsun.“ Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Orkumál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Sjá meira
„Framkvæmdir við Hvammsvirkjun hafa nú staðið í marga mánuði, þótt virkjanaleyfið hafi verið fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar. Virkjunin er ólögleg,“ skrifar Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar í aðsendri grein á Vísi. Hæstiréttur staðfesti í byrjun mánaðar ógildingu virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar en héraðsdómur Reykjaness dæmdi landeigendunum í vil þann 15. janúar og felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi. Þrátt staðfestingu Hæstaréttar eru framkvæmdir til að undirbúa virkjunina enn í gangi samkvæmt Mbl.is þar sem framkvæmdaleyfi virkjunarinnar er enn í gildi. Björg Eva segir Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar, kenna öllum öðrum um að virkjanaleyfið hafi verið ógilt. Hann hafi tekið að sér hlutverk stjórnmálamanns og þaggi niður umræðu sem sé ekki í hans þágu. „Hann segir Alþingi hafa samþykkt lög óvart, kerfið verið of flókið, stofnanir ekki talað saman og Orkustofnun hafi gefið leyfi of seint. Aldrei minnist forstjórinn á að Landsvirkjun sjálf gæti hafa gert mistök,“ segir Björg Eva. Hörður sagði eftir úrskurð Hæstaréttar að Hvammsvirkjun væri ekki úr myndinni heldur hefðu verið ágallar í málsmeðferðinni. „Þetta snýr ekki að framkvæmdinni sem slíkri heldur þeim leyfisveitingum sem stjórnvöld standa að og hverjum sé heimilt að veita leyfi,“ sagði Hörður. Hann sagði líklegast að sækja þyrfti um nýtt virkjunarleyfi en á milli þess sem málið fór fyrir héraðsdóm Reykjaness og Hæstarétt fékk Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis- og orkumálaráðherra lögunum breytt svo Umhverfisstofnun hefur heimild til að veita breytingar á vatnshloti. Aðferðin minni á heimilisofbeldi „Landsvirkjun er að knýja í gegn stórvirkjun án leyfa, þegar fullreynt er að ná sáttum við nærsamfélagið,“ segir Björg Eva. Landsvirkjun hafi lagt áherslu á ímyndasmíð, þöggun og hliðrun upplýsinga og þar af leiðandi haft áhrif á viðhorf þeirra sem ekki þekki til á svæðinu. Heimamenn upplifi hins vegar sveitina sína sem iðnaðarsvæði. „Forstjórinn blæs á það, enda hefur hann aldrei séð neitt kvikt við Þjórsá, nema sitt fólk og oddvitann. Aðferðin minnir á hvernig heimilisofbeldi er þaggað niður. Ekkert er að, húsbóndinn segir fjölskylduna hamingjusama og sjáist áverkar á konu eða börnum, þá gengu þau óvart á hurð.“ Efnahagslegt og samfélagslegt tjón hafi hlotist af framkvæmdunum við Þjórsá sem Björg Eva segir vera á ábyrgð Landsvirkjunar. „Því það var Landsvirkjun en enginn annar sem stofnaði til rándýrra framkvæmda sem stóðust ekki lög.“ Staða átakanna sé samfélagslega hættuleg Björg Eva segir þá viðbrögð bæði Harðar og ráðherra valda vanhæfi. Þeir hafi báðir talað dóminn niður, ólíkt Gesti Péturssyni, forstjóra Orkustofnunarinnar sem að sögn Björg Elvu hafi brugðist við dómnum líkt og eðlilegur embættismaður. „Staða átakanna um virkjun í byggð við Þjórsá hefur í sumar náð að verða samfélagslega hættuleg. Að baki eru mörg ár þar sem Landsvirkjun, ríkið í ríkinu, hefur farið sínum fram. Með síðustu úrskurðum og dómum er þetta orðið öllum ljóst,“ segir Björg Eva. „Svona umgengni um leikreglur samfélagsins eru stórhættulegt fordæmi fyrir allar þær framkvæmdir sem framundan eru. Að byggja virkjun á virkjunarleyfis, með langsóttum skýringum á því að allt megi nema vinna ofan í árfarveginum, er eins og hver annar fíflagangur sem misbýður allri rökhugsun.“
Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Orkumál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Sjá meira