Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júlí 2025 22:44 Séð yfir áhrifasvæði Hvammsvirkjunar. Stöðvarhúsið verður neðanjarðar. Frárennslisskurðurinn sést hægra megin. Ofar sést Búrfell. Landsvirkjun Nýsamþykkt lög, sem ætlað var að eyða óvissu um Hvammsvirkjun í Þjórsá, setja framkvæmdir samt ekki á fulla ferð. Forstjóri Landsvirkjunar segir að bíða verði eftir dómi Hæstaréttar. Í fréttum Sýnar var rifjað upp að það var í janúar síðastliðinn sem Héraðsdómur Reykjavíkur felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi. Mánuði síðar lagði Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra umhverfis- og orkumála, lagafrumvarp fram á Alþingi í því skyni að eyða óvissu um virkjunina. Um líkt leyti veitti Hæstiréttur íslenska ríkinu og Landsvirkjun leyfi til að áfrýja málinu beint til réttarins, án viðkomu í Landsrétti. Jóhann Páll Jóhannsson er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.Vísir/Vilhelm Alþingi er núna búið að lögfesta frumvarpið og fagnaði ráðherra því sérstaklega í síðustu viku að hann hefði sent það forseta Íslands til undirritunar. Sagði óvissu um Hvammsvirkjun hafa verið eytt. En eru þá framkvæmdir þar að fara á fullt? „Nei, þessi lagasetning hefur engin áhrif á stöðu verkefnisins núna,” svarar Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Og segir að bíða verði dóms Hæstaréttar en málflutningur fór fram þann 18. júní. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Sigurjón Ólason „Það ræðst algerlega af niðurstöðu Hæstaréttar hver staða verkefnisins er. Við erum núna í undirbúningsframkvæmdum. En sú lagasetning sem var á Alþingi núna hefur engin áhrif á dóminn. Dómurinn dæmir eingöngu út frá þeim lögum sem voru á þeim tíma sem málið fjallar um. En lagasetningin verður hins vegar mjög jákvæð fyrir framtíðarverkefni og fyrir öll önnur verkefni, - svo stór verkefni á Íslandi. Ef túlkun héraðsdóms heldur eða hefði haldið þá væru allskonar verkefni í miklu uppnámi,” segir forstjórinn. Ný Þjórsárbrú er fyrirhuguð um einn kílómetra ofan við fossinn Búða og eyjuna Árnes.Teikning/Vegagerðin En kannski er það nýja Þjórsárbrúin á móts við þorpið Árnes sem einna mest er horft til í tengslum við virkjunina enda mun hún ásamt tengivegum stytta vegalengdir verulega milli uppsveita Árnes- og Rangárvallasýslu. En hvenær verður þá hægt að byrja á henni? „Ja, ef þú getur sagt mér niðurstöðu Hæstaréttar..,” svarar Hörður og segir verkefnin tengjast. Efni úr frárennslisskurði virkjunarinnar verði notað í vegagerðina. Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Dómstólar Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Umhverfismál Lax Stangveiði Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Hæstiréttur hefur veitt íslenska ríkinu og Landsvirkjun leyfi til áfrýjunar Hvammsvirkjunarmálsins beint til réttarins, án viðkomu í Landsrétti. 25. febrúar 2025 10:53 Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála. Málið er á dagskrá Alþingis í dag. Frumvarpinu er ætlað að eyða óvissu um framkvæmdir við Hvammsvirkjun. 12. febrúar 2025 12:07 Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Útboð á smíði nýrrar Þjórsárbrúar á móts við þorpið Árnes ásamt gerð Búðafossvegar er í óvissu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í síðasta mánuði. Vegagerðin hafði gefið út að verkið yrði boðið út fljótlega á þessu ári. 5. febrúar 2025 14:44 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Í fréttum Sýnar var rifjað upp að það var í janúar síðastliðinn sem Héraðsdómur Reykjavíkur felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi. Mánuði síðar lagði Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra umhverfis- og orkumála, lagafrumvarp fram á Alþingi í því skyni að eyða óvissu um virkjunina. Um líkt leyti veitti Hæstiréttur íslenska ríkinu og Landsvirkjun leyfi til að áfrýja málinu beint til réttarins, án viðkomu í Landsrétti. Jóhann Páll Jóhannsson er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.Vísir/Vilhelm Alþingi er núna búið að lögfesta frumvarpið og fagnaði ráðherra því sérstaklega í síðustu viku að hann hefði sent það forseta Íslands til undirritunar. Sagði óvissu um Hvammsvirkjun hafa verið eytt. En eru þá framkvæmdir þar að fara á fullt? „Nei, þessi lagasetning hefur engin áhrif á stöðu verkefnisins núna,” svarar Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Og segir að bíða verði dóms Hæstaréttar en málflutningur fór fram þann 18. júní. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Sigurjón Ólason „Það ræðst algerlega af niðurstöðu Hæstaréttar hver staða verkefnisins er. Við erum núna í undirbúningsframkvæmdum. En sú lagasetning sem var á Alþingi núna hefur engin áhrif á dóminn. Dómurinn dæmir eingöngu út frá þeim lögum sem voru á þeim tíma sem málið fjallar um. En lagasetningin verður hins vegar mjög jákvæð fyrir framtíðarverkefni og fyrir öll önnur verkefni, - svo stór verkefni á Íslandi. Ef túlkun héraðsdóms heldur eða hefði haldið þá væru allskonar verkefni í miklu uppnámi,” segir forstjórinn. Ný Þjórsárbrú er fyrirhuguð um einn kílómetra ofan við fossinn Búða og eyjuna Árnes.Teikning/Vegagerðin En kannski er það nýja Þjórsárbrúin á móts við þorpið Árnes sem einna mest er horft til í tengslum við virkjunina enda mun hún ásamt tengivegum stytta vegalengdir verulega milli uppsveita Árnes- og Rangárvallasýslu. En hvenær verður þá hægt að byrja á henni? „Ja, ef þú getur sagt mér niðurstöðu Hæstaréttar..,” svarar Hörður og segir verkefnin tengjast. Efni úr frárennslisskurði virkjunarinnar verði notað í vegagerðina.
Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Dómstólar Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Umhverfismál Lax Stangveiði Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Hæstiréttur hefur veitt íslenska ríkinu og Landsvirkjun leyfi til áfrýjunar Hvammsvirkjunarmálsins beint til réttarins, án viðkomu í Landsrétti. 25. febrúar 2025 10:53 Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála. Málið er á dagskrá Alþingis í dag. Frumvarpinu er ætlað að eyða óvissu um framkvæmdir við Hvammsvirkjun. 12. febrúar 2025 12:07 Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Útboð á smíði nýrrar Þjórsárbrúar á móts við þorpið Árnes ásamt gerð Búðafossvegar er í óvissu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í síðasta mánuði. Vegagerðin hafði gefið út að verkið yrði boðið út fljótlega á þessu ári. 5. febrúar 2025 14:44 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Hæstiréttur hefur veitt íslenska ríkinu og Landsvirkjun leyfi til áfrýjunar Hvammsvirkjunarmálsins beint til réttarins, án viðkomu í Landsrétti. 25. febrúar 2025 10:53
Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála. Málið er á dagskrá Alþingis í dag. Frumvarpinu er ætlað að eyða óvissu um framkvæmdir við Hvammsvirkjun. 12. febrúar 2025 12:07
Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Útboð á smíði nýrrar Þjórsárbrúar á móts við þorpið Árnes ásamt gerð Búðafossvegar er í óvissu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í síðasta mánuði. Vegagerðin hafði gefið út að verkið yrði boðið út fljótlega á þessu ári. 5. febrúar 2025 14:44