Hvað kosta mannréttindi? Anna Lára Steindal skrifar 6. júní 2025 08:32 Í umræðunni um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er umræðan um kostnað og hver á að borga ráðandi. En spurningin ætti auðvitað frekar að vera: Hvers vegna hefur fatlað fólk þurft að bíða svona lengi eftir því að njóta sömu réttinda og aðrir? Grundvallaratriði í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er að það er ekkert „að“ fötluðu fólki. Fötlun er ekki sjúkdómur sem þarf að lækna, galli sem þarf að laga og alls ekki eitthvað sem réttlætir jaðarsetningu og útilokun. Fötlun verður til í samspili skerðinga og umhverfis sem tekur ekki mið af fjölbreytileika. Fatlað fólk hefur alla tíð verið jaðarsett og ósýnilegt og tók ekki þátt í að móta það samfélag sem það á loksins möguleika á að lifa og starfa í og njóta sjálfsagðra mannréttinda eins og allir aðrir. Fólk sem fær viðeigandi stuðning til að lifa lífinu á sínum eigin forsendum er ekki fatlað heima hjá sér – vegna þess að þar er umhverfi og stuðningur sem hentar þörfum þess. Það mætti segja að samfélagið sé í innviðaskuld við fatlað fólk. Og það er augljóslega óréttlátt að ætla fötluðu fólki að líða áfram fyrir þessa skuld sem stjórnvöld viðurkenndu fyrir níu árum með fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það kostar peninga að reka samfélag. Við vitum það öll. Ég held að flest viljum við setja meiri peninga í samfélagið, ekki minni. Mannréttindi eru forsenda allra okkar lífsgæða og við viljum efla þau og verja. Já, ég ætla bara að gerast svo hástemmd að segja að mannréttindi séu forsenda mennskunnar. En í umræðunni um mannréttindi fatlaðs fólks er kostnaðurinn oftar en ekki settur í brennidepil – ekki mennskan. Eins og mannréttindi fatlaðs fólks sé íþyngjandi verkefni sem við getum ákveðið að sinna eða sinna ekki, ef og þegar við eigum peninga afgangs eftir að hafa borgað fyrir önnur verkefni. Mannréttindi fatlaðs fólks eru auðvitað óumdeilanleg enfaldlega vegna þess að fatlað fólk er fyrst og síðast manneskjur. Við tölum ekki í krónum og aurum um mannréttindi annarra hópa. Af hverju tölum við þá svoleiðis um fatlað fólk? Kannski vegna þess að við höfum enn ekki náð að uppræta rótgróin viðhorf sem jaðarsettu og útilokuðu fatlað fólk um aldir – viðhorf sem sannarlega mismuna. Kannski vegna þess að ómeðvitað teljum við að það sé ásættanlegt að undanskilja fatlað fólk þegar við útdeilum mannréttindum og lífsgæðum í samfélaginu af því að það er eitthvað “að” því. Þó lögin séu til staðar, og þó við höfum skrifað undir alþjóðasamning sem á að tryggja jafnrétti, þá höfum við ekki enn lært að skipuleggja samfélagið út frá fjölbreyttum þörfum eða endurforgangsraðað með mannréttindi allra að leiðarljósi. Við höfum ekki uppfært úrelta hugsun um fötlun og áttað okkur á því að það er samfélagið sem fatlar. Það er ekkert “að” fötluðu fólki. En það er eitthvað að samfélagi sem mismunar á grundvelli fötlunar. Og því þarf að breyta. Ef af því hlýst kostnaður er það ekki vandamál fatlaðs fólks – heldur stjórnvalda og samfélags sem bera ábyrgðina á lélegri frumhönnun. Getum við ekki sammælst um að allar manneskjur, óháð fötlun, eiga að vera hjartað í samfélaginu okkar? Að mannréttindi allra sé jafn mikils virði? Og hætt að setja verðmiða á mannréttindi eins hóps en borgað athugasemdalaust fyrir mannréttindi annarra? Er það ekki algjört prinsippmál í samfélagi sem við getum öll verið stolt af? Höfundur er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Í umræðunni um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er umræðan um kostnað og hver á að borga ráðandi. En spurningin ætti auðvitað frekar að vera: Hvers vegna hefur fatlað fólk þurft að bíða svona lengi eftir því að njóta sömu réttinda og aðrir? Grundvallaratriði í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er að það er ekkert „að“ fötluðu fólki. Fötlun er ekki sjúkdómur sem þarf að lækna, galli sem þarf að laga og alls ekki eitthvað sem réttlætir jaðarsetningu og útilokun. Fötlun verður til í samspili skerðinga og umhverfis sem tekur ekki mið af fjölbreytileika. Fatlað fólk hefur alla tíð verið jaðarsett og ósýnilegt og tók ekki þátt í að móta það samfélag sem það á loksins möguleika á að lifa og starfa í og njóta sjálfsagðra mannréttinda eins og allir aðrir. Fólk sem fær viðeigandi stuðning til að lifa lífinu á sínum eigin forsendum er ekki fatlað heima hjá sér – vegna þess að þar er umhverfi og stuðningur sem hentar þörfum þess. Það mætti segja að samfélagið sé í innviðaskuld við fatlað fólk. Og það er augljóslega óréttlátt að ætla fötluðu fólki að líða áfram fyrir þessa skuld sem stjórnvöld viðurkenndu fyrir níu árum með fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það kostar peninga að reka samfélag. Við vitum það öll. Ég held að flest viljum við setja meiri peninga í samfélagið, ekki minni. Mannréttindi eru forsenda allra okkar lífsgæða og við viljum efla þau og verja. Já, ég ætla bara að gerast svo hástemmd að segja að mannréttindi séu forsenda mennskunnar. En í umræðunni um mannréttindi fatlaðs fólks er kostnaðurinn oftar en ekki settur í brennidepil – ekki mennskan. Eins og mannréttindi fatlaðs fólks sé íþyngjandi verkefni sem við getum ákveðið að sinna eða sinna ekki, ef og þegar við eigum peninga afgangs eftir að hafa borgað fyrir önnur verkefni. Mannréttindi fatlaðs fólks eru auðvitað óumdeilanleg enfaldlega vegna þess að fatlað fólk er fyrst og síðast manneskjur. Við tölum ekki í krónum og aurum um mannréttindi annarra hópa. Af hverju tölum við þá svoleiðis um fatlað fólk? Kannski vegna þess að við höfum enn ekki náð að uppræta rótgróin viðhorf sem jaðarsettu og útilokuðu fatlað fólk um aldir – viðhorf sem sannarlega mismuna. Kannski vegna þess að ómeðvitað teljum við að það sé ásættanlegt að undanskilja fatlað fólk þegar við útdeilum mannréttindum og lífsgæðum í samfélaginu af því að það er eitthvað “að” því. Þó lögin séu til staðar, og þó við höfum skrifað undir alþjóðasamning sem á að tryggja jafnrétti, þá höfum við ekki enn lært að skipuleggja samfélagið út frá fjölbreyttum þörfum eða endurforgangsraðað með mannréttindi allra að leiðarljósi. Við höfum ekki uppfært úrelta hugsun um fötlun og áttað okkur á því að það er samfélagið sem fatlar. Það er ekkert “að” fötluðu fólki. En það er eitthvað að samfélagi sem mismunar á grundvelli fötlunar. Og því þarf að breyta. Ef af því hlýst kostnaður er það ekki vandamál fatlaðs fólks – heldur stjórnvalda og samfélags sem bera ábyrgðina á lélegri frumhönnun. Getum við ekki sammælst um að allar manneskjur, óháð fötlun, eiga að vera hjartað í samfélaginu okkar? Að mannréttindi allra sé jafn mikils virði? Og hætt að setja verðmiða á mannréttindi eins hóps en borgað athugasemdalaust fyrir mannréttindi annarra? Er það ekki algjört prinsippmál í samfélagi sem við getum öll verið stolt af? Höfundur er framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun