Bras og brall við gerð Brákarborgar Helgi Áss Grétarsson skrifar 6. júní 2025 15:02 „Brákarborg hefur – ótrúlegt en satt – lent í neikvæðri umræðu í pólitíkinni því þar keyptum við gamla hjálpartækjaverslun og breyttum í einhvern fallegasta og vandaðasta leikskóla sem ég hef séð. Framkvæmdin var umhverfisvottuð og fékk hönnunarverðlaunin Grænu skófluna.“ Þessi ummæli í fésbókarfærslu þáverandi borgarstjóra frá 21. mars 2023 eldast ekki vel. Skýrsla Innri endurskoðunar borgarinnar um Brákarborg Samkvæmt nýútkominni skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um endurbyggingu leikskólans Brákarborgar að Kleppsvegi 150-152 fór heildarkostnaður Brákarborgar, mældur á verðlagi hvers árs, 67% umfram frumkostnaðaráætlun verksins. Samt var verkinu skilað haustið 2022 með ónothæfu burðarvirki og síðan í lok júlí 2024 hefur starfsemi Brákarborgar verið í atvinnuhúsnæði að Ármúla 28-30. Kostnaður við yfirstandandi endurbætur á húsnæðinu að Kleppsvegi er áætlaður að lágmarki 300 milljónir króna og samtals mun kostnaður við mannvirkið nema um 2.500 milljónum króna, mælt á verðlagi hvers árs. Hvílík óráðsía fyrir einn umhverfisvottaðan leikskóla! Hvernig gat burðarvirkið klikkað? Í áðurnefndri skýrslu Innri endurskoðunar er að finna yfirlýsingu burðarvirkishönnuðar, dags. 13. október 2021, sem segir meðal annars að burðarvirki eldri mannvirkja á lóðinni ættu að þola vissar breytingar á húsinu, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Á þessum tímapunkti voru stimplaðar burðarvirkisteikningar ekki til staðar og síðar í ferlinu var þaki hússins breytt. Umdeilt er hverjir stóðu að verklýsingu fyrir breyttu þaki en fyrir liggur frásögn umsjónar- og eftirlitsaðila verksins að á þessum tíma hafi komið fram rík krafa frá fulltrúa verkkaupa um að verkið tefðist ekki og að hann teldi „óþarft að vinna fullbúinn uppdrátt“. Það vekur upp spurningar að fulltrúi verkkaupa hafi ekki viljað vanda til verka þegar um var að ræða jafn mikilvægt grundvallaratriði eins og burðarvirki leikskólabyggingarinnar en framkvæmdin var sérstaklega vandmeðfarin í ljósi þess að verið var að nota burðarvirki eldra húss til að byggja nýtt. Framkvæmdir við verkið hófust áður en teikningar um þessi atriði höfðu verið samþykktar og útkoman varð sú að burðarvirki hússins þoldi ekki þak sem var ásteypulagað. Freistandi spurning Við lestur skýrslu Innri endurskoðunar vaknar sú freistandi spurning hvort verkkaupi, borgin, hafi viljað fyrir alla muni að þessi leikskóli að Kleppsvegi 150-152 yrði tilbúinn fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí 2022 og af þeim ástæðum hafi mátt taka áhættur með byggingu mannvirkisins. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Skóla- og menntamál Rekstur hins opinbera Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Sjá meira
„Brákarborg hefur – ótrúlegt en satt – lent í neikvæðri umræðu í pólitíkinni því þar keyptum við gamla hjálpartækjaverslun og breyttum í einhvern fallegasta og vandaðasta leikskóla sem ég hef séð. Framkvæmdin var umhverfisvottuð og fékk hönnunarverðlaunin Grænu skófluna.“ Þessi ummæli í fésbókarfærslu þáverandi borgarstjóra frá 21. mars 2023 eldast ekki vel. Skýrsla Innri endurskoðunar borgarinnar um Brákarborg Samkvæmt nýútkominni skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um endurbyggingu leikskólans Brákarborgar að Kleppsvegi 150-152 fór heildarkostnaður Brákarborgar, mældur á verðlagi hvers árs, 67% umfram frumkostnaðaráætlun verksins. Samt var verkinu skilað haustið 2022 með ónothæfu burðarvirki og síðan í lok júlí 2024 hefur starfsemi Brákarborgar verið í atvinnuhúsnæði að Ármúla 28-30. Kostnaður við yfirstandandi endurbætur á húsnæðinu að Kleppsvegi er áætlaður að lágmarki 300 milljónir króna og samtals mun kostnaður við mannvirkið nema um 2.500 milljónum króna, mælt á verðlagi hvers árs. Hvílík óráðsía fyrir einn umhverfisvottaðan leikskóla! Hvernig gat burðarvirkið klikkað? Í áðurnefndri skýrslu Innri endurskoðunar er að finna yfirlýsingu burðarvirkishönnuðar, dags. 13. október 2021, sem segir meðal annars að burðarvirki eldri mannvirkja á lóðinni ættu að þola vissar breytingar á húsinu, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Á þessum tímapunkti voru stimplaðar burðarvirkisteikningar ekki til staðar og síðar í ferlinu var þaki hússins breytt. Umdeilt er hverjir stóðu að verklýsingu fyrir breyttu þaki en fyrir liggur frásögn umsjónar- og eftirlitsaðila verksins að á þessum tíma hafi komið fram rík krafa frá fulltrúa verkkaupa um að verkið tefðist ekki og að hann teldi „óþarft að vinna fullbúinn uppdrátt“. Það vekur upp spurningar að fulltrúi verkkaupa hafi ekki viljað vanda til verka þegar um var að ræða jafn mikilvægt grundvallaratriði eins og burðarvirki leikskólabyggingarinnar en framkvæmdin var sérstaklega vandmeðfarin í ljósi þess að verið var að nota burðarvirki eldra húss til að byggja nýtt. Framkvæmdir við verkið hófust áður en teikningar um þessi atriði höfðu verið samþykktar og útkoman varð sú að burðarvirki hússins þoldi ekki þak sem var ásteypulagað. Freistandi spurning Við lestur skýrslu Innri endurskoðunar vaknar sú freistandi spurning hvort verkkaupi, borgin, hafi viljað fyrir alla muni að þessi leikskóli að Kleppsvegi 150-152 yrði tilbúinn fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí 2022 og af þeim ástæðum hafi mátt taka áhættur með byggingu mannvirkisins. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar