Bras og brall við gerð Brákarborgar Helgi Áss Grétarsson skrifar 6. júní 2025 15:02 „Brákarborg hefur – ótrúlegt en satt – lent í neikvæðri umræðu í pólitíkinni því þar keyptum við gamla hjálpartækjaverslun og breyttum í einhvern fallegasta og vandaðasta leikskóla sem ég hef séð. Framkvæmdin var umhverfisvottuð og fékk hönnunarverðlaunin Grænu skófluna.“ Þessi ummæli í fésbókarfærslu þáverandi borgarstjóra frá 21. mars 2023 eldast ekki vel. Skýrsla Innri endurskoðunar borgarinnar um Brákarborg Samkvæmt nýútkominni skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um endurbyggingu leikskólans Brákarborgar að Kleppsvegi 150-152 fór heildarkostnaður Brákarborgar, mældur á verðlagi hvers árs, 67% umfram frumkostnaðaráætlun verksins. Samt var verkinu skilað haustið 2022 með ónothæfu burðarvirki og síðan í lok júlí 2024 hefur starfsemi Brákarborgar verið í atvinnuhúsnæði að Ármúla 28-30. Kostnaður við yfirstandandi endurbætur á húsnæðinu að Kleppsvegi er áætlaður að lágmarki 300 milljónir króna og samtals mun kostnaður við mannvirkið nema um 2.500 milljónum króna, mælt á verðlagi hvers árs. Hvílík óráðsía fyrir einn umhverfisvottaðan leikskóla! Hvernig gat burðarvirkið klikkað? Í áðurnefndri skýrslu Innri endurskoðunar er að finna yfirlýsingu burðarvirkishönnuðar, dags. 13. október 2021, sem segir meðal annars að burðarvirki eldri mannvirkja á lóðinni ættu að þola vissar breytingar á húsinu, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Á þessum tímapunkti voru stimplaðar burðarvirkisteikningar ekki til staðar og síðar í ferlinu var þaki hússins breytt. Umdeilt er hverjir stóðu að verklýsingu fyrir breyttu þaki en fyrir liggur frásögn umsjónar- og eftirlitsaðila verksins að á þessum tíma hafi komið fram rík krafa frá fulltrúa verkkaupa um að verkið tefðist ekki og að hann teldi „óþarft að vinna fullbúinn uppdrátt“. Það vekur upp spurningar að fulltrúi verkkaupa hafi ekki viljað vanda til verka þegar um var að ræða jafn mikilvægt grundvallaratriði eins og burðarvirki leikskólabyggingarinnar en framkvæmdin var sérstaklega vandmeðfarin í ljósi þess að verið var að nota burðarvirki eldra húss til að byggja nýtt. Framkvæmdir við verkið hófust áður en teikningar um þessi atriði höfðu verið samþykktar og útkoman varð sú að burðarvirki hússins þoldi ekki þak sem var ásteypulagað. Freistandi spurning Við lestur skýrslu Innri endurskoðunar vaknar sú freistandi spurning hvort verkkaupi, borgin, hafi viljað fyrir alla muni að þessi leikskóli að Kleppsvegi 150-152 yrði tilbúinn fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí 2022 og af þeim ástæðum hafi mátt taka áhættur með byggingu mannvirkisins. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Skóla- og menntamál Rekstur hins opinbera Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
„Brákarborg hefur – ótrúlegt en satt – lent í neikvæðri umræðu í pólitíkinni því þar keyptum við gamla hjálpartækjaverslun og breyttum í einhvern fallegasta og vandaðasta leikskóla sem ég hef séð. Framkvæmdin var umhverfisvottuð og fékk hönnunarverðlaunin Grænu skófluna.“ Þessi ummæli í fésbókarfærslu þáverandi borgarstjóra frá 21. mars 2023 eldast ekki vel. Skýrsla Innri endurskoðunar borgarinnar um Brákarborg Samkvæmt nýútkominni skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um endurbyggingu leikskólans Brákarborgar að Kleppsvegi 150-152 fór heildarkostnaður Brákarborgar, mældur á verðlagi hvers árs, 67% umfram frumkostnaðaráætlun verksins. Samt var verkinu skilað haustið 2022 með ónothæfu burðarvirki og síðan í lok júlí 2024 hefur starfsemi Brákarborgar verið í atvinnuhúsnæði að Ármúla 28-30. Kostnaður við yfirstandandi endurbætur á húsnæðinu að Kleppsvegi er áætlaður að lágmarki 300 milljónir króna og samtals mun kostnaður við mannvirkið nema um 2.500 milljónum króna, mælt á verðlagi hvers árs. Hvílík óráðsía fyrir einn umhverfisvottaðan leikskóla! Hvernig gat burðarvirkið klikkað? Í áðurnefndri skýrslu Innri endurskoðunar er að finna yfirlýsingu burðarvirkishönnuðar, dags. 13. október 2021, sem segir meðal annars að burðarvirki eldri mannvirkja á lóðinni ættu að þola vissar breytingar á húsinu, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Á þessum tímapunkti voru stimplaðar burðarvirkisteikningar ekki til staðar og síðar í ferlinu var þaki hússins breytt. Umdeilt er hverjir stóðu að verklýsingu fyrir breyttu þaki en fyrir liggur frásögn umsjónar- og eftirlitsaðila verksins að á þessum tíma hafi komið fram rík krafa frá fulltrúa verkkaupa um að verkið tefðist ekki og að hann teldi „óþarft að vinna fullbúinn uppdrátt“. Það vekur upp spurningar að fulltrúi verkkaupa hafi ekki viljað vanda til verka þegar um var að ræða jafn mikilvægt grundvallaratriði eins og burðarvirki leikskólabyggingarinnar en framkvæmdin var sérstaklega vandmeðfarin í ljósi þess að verið var að nota burðarvirki eldra húss til að byggja nýtt. Framkvæmdir við verkið hófust áður en teikningar um þessi atriði höfðu verið samþykktar og útkoman varð sú að burðarvirki hússins þoldi ekki þak sem var ásteypulagað. Freistandi spurning Við lestur skýrslu Innri endurskoðunar vaknar sú freistandi spurning hvort verkkaupi, borgin, hafi viljað fyrir alla muni að þessi leikskóli að Kleppsvegi 150-152 yrði tilbúinn fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí 2022 og af þeim ástæðum hafi mátt taka áhættur með byggingu mannvirkisins. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun