Er gaman að búa í Garðabæ? Guðrún Arna Kristjánsdóttir og Rósanna Andrésdóttir skrifar 26. maí 2014 14:26 Að okkar mati er gaman að búa í Garðabæ, hérna getum við sótt hina ýmsu íþrótta- og menningarviðburði og farið í sund um helgar. En hvað ef okkur langar út að skemmta okkur? Hvert förum við þá? Ekki í Garðabæinn, við neyðumst til að leita til annarra sveitarfélaga. Afhverju er það? Alvöru miðbær með alls kyns starfsemi, búðum, kaffihúsum, jafnvel veitingahúsi verður til með góðu skipulagi ekki fleiri bílastæðum! Hvert fer fólk eftir heimsókn í Hönnunarsafnið? Út í Víði að kaupa sér kók?Hvað með unga fólkið?Samkvæmt nýjustu tölum um aldursdreifingu í bænum virðist staðan vera sú að fólk á aldrinum 20-40 ára hefur ekki áhuga eða getu til að búa í Garðabæ. Hluti af þessu vandamáli er væntanlega annars vegar vegna skorts á litlum og millistórum íbúðum og þjónustugjöldum á barnafjölskyldum en hinsvegar vegna þess að bærinn er einfaldlega ekki nógu skemmtilegur. Við verðum að hlúa betur að þessum hópi fólks vegna þess að í því býr mikill mannauður. Það er mikilvægt fyrir samfélag að hafa breiða flóru fólks og það á að vera forgangsatriði að halda unga fólkinu okkar í bænum en ekki hrekja það í burtu.Rósanna Andrésdóttir skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar og óháðra í Garðabæ.Hvar er kaffihúsið?Á höfuðborgarsvæðinu eru 12 vínbúðir og að minnsta kosti ein í hverju sveitarfélagi nema í Garðabæ. Finnst fólki það eðlilegt að í svona stóru sveitarfélagi þurfi íbúar að leita annað til að versla sér bjór með matnum? Að okkar mati er vínbúðaleysið í Garðabæ birtingarmynd af stærra vandamáli. Í Garðabæ eru ekki kaffihús né barir svo vilji fólk gera sér glaðan dag og hittast annarstaðar en heima hjá sér verður það að leita í annað sveitarfélag, nú eða fara saman í IKEA. Við viljum að í Garðabæ sé alvöru miðbær þar sem fólk hittist á tónleikum eða listsýningum og endi kvöldið á kósý kaffihúsi. Afhverju er ekki unnið markvisst að því að fá verslunar-, kaffihúsa- og kráareigendur til að hefja rekstur í bænum fyrir bæjarbúa að njóta? Við viljum búa í bæ þar sem þeir sem alast þar upp vilji og geti búið þar áfram þegar þeir flytja að heiman en setjist ekki að í öðrum sveitarfélögum og snúi aftur á gamalsaldri. Við viljum líka búa í bæ þar sem við getum kíkt með vinum okkar í kaffi eftir vinnu og kíkt út á lífið um helgar. Gerum Garðabæ að skemmtilegri bæ fyrir fólk á öllum aldri því á endanum snýst þetta allt saman um lífsgæði fyrir venjulegt fólk og fjölskyldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Að okkar mati er gaman að búa í Garðabæ, hérna getum við sótt hina ýmsu íþrótta- og menningarviðburði og farið í sund um helgar. En hvað ef okkur langar út að skemmta okkur? Hvert förum við þá? Ekki í Garðabæinn, við neyðumst til að leita til annarra sveitarfélaga. Afhverju er það? Alvöru miðbær með alls kyns starfsemi, búðum, kaffihúsum, jafnvel veitingahúsi verður til með góðu skipulagi ekki fleiri bílastæðum! Hvert fer fólk eftir heimsókn í Hönnunarsafnið? Út í Víði að kaupa sér kók?Hvað með unga fólkið?Samkvæmt nýjustu tölum um aldursdreifingu í bænum virðist staðan vera sú að fólk á aldrinum 20-40 ára hefur ekki áhuga eða getu til að búa í Garðabæ. Hluti af þessu vandamáli er væntanlega annars vegar vegna skorts á litlum og millistórum íbúðum og þjónustugjöldum á barnafjölskyldum en hinsvegar vegna þess að bærinn er einfaldlega ekki nógu skemmtilegur. Við verðum að hlúa betur að þessum hópi fólks vegna þess að í því býr mikill mannauður. Það er mikilvægt fyrir samfélag að hafa breiða flóru fólks og það á að vera forgangsatriði að halda unga fólkinu okkar í bænum en ekki hrekja það í burtu.Rósanna Andrésdóttir skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar og óháðra í Garðabæ.Hvar er kaffihúsið?Á höfuðborgarsvæðinu eru 12 vínbúðir og að minnsta kosti ein í hverju sveitarfélagi nema í Garðabæ. Finnst fólki það eðlilegt að í svona stóru sveitarfélagi þurfi íbúar að leita annað til að versla sér bjór með matnum? Að okkar mati er vínbúðaleysið í Garðabæ birtingarmynd af stærra vandamáli. Í Garðabæ eru ekki kaffihús né barir svo vilji fólk gera sér glaðan dag og hittast annarstaðar en heima hjá sér verður það að leita í annað sveitarfélag, nú eða fara saman í IKEA. Við viljum að í Garðabæ sé alvöru miðbær þar sem fólk hittist á tónleikum eða listsýningum og endi kvöldið á kósý kaffihúsi. Afhverju er ekki unnið markvisst að því að fá verslunar-, kaffihúsa- og kráareigendur til að hefja rekstur í bænum fyrir bæjarbúa að njóta? Við viljum búa í bæ þar sem þeir sem alast þar upp vilji og geti búið þar áfram þegar þeir flytja að heiman en setjist ekki að í öðrum sveitarfélögum og snúi aftur á gamalsaldri. Við viljum líka búa í bæ þar sem við getum kíkt með vinum okkar í kaffi eftir vinnu og kíkt út á lífið um helgar. Gerum Garðabæ að skemmtilegri bæ fyrir fólk á öllum aldri því á endanum snýst þetta allt saman um lífsgæði fyrir venjulegt fólk og fjölskyldur.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar