Er gaman að búa í Garðabæ? Guðrún Arna Kristjánsdóttir og Rósanna Andrésdóttir skrifar 26. maí 2014 14:26 Að okkar mati er gaman að búa í Garðabæ, hérna getum við sótt hina ýmsu íþrótta- og menningarviðburði og farið í sund um helgar. En hvað ef okkur langar út að skemmta okkur? Hvert förum við þá? Ekki í Garðabæinn, við neyðumst til að leita til annarra sveitarfélaga. Afhverju er það? Alvöru miðbær með alls kyns starfsemi, búðum, kaffihúsum, jafnvel veitingahúsi verður til með góðu skipulagi ekki fleiri bílastæðum! Hvert fer fólk eftir heimsókn í Hönnunarsafnið? Út í Víði að kaupa sér kók?Hvað með unga fólkið?Samkvæmt nýjustu tölum um aldursdreifingu í bænum virðist staðan vera sú að fólk á aldrinum 20-40 ára hefur ekki áhuga eða getu til að búa í Garðabæ. Hluti af þessu vandamáli er væntanlega annars vegar vegna skorts á litlum og millistórum íbúðum og þjónustugjöldum á barnafjölskyldum en hinsvegar vegna þess að bærinn er einfaldlega ekki nógu skemmtilegur. Við verðum að hlúa betur að þessum hópi fólks vegna þess að í því býr mikill mannauður. Það er mikilvægt fyrir samfélag að hafa breiða flóru fólks og það á að vera forgangsatriði að halda unga fólkinu okkar í bænum en ekki hrekja það í burtu.Rósanna Andrésdóttir skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar og óháðra í Garðabæ.Hvar er kaffihúsið?Á höfuðborgarsvæðinu eru 12 vínbúðir og að minnsta kosti ein í hverju sveitarfélagi nema í Garðabæ. Finnst fólki það eðlilegt að í svona stóru sveitarfélagi þurfi íbúar að leita annað til að versla sér bjór með matnum? Að okkar mati er vínbúðaleysið í Garðabæ birtingarmynd af stærra vandamáli. Í Garðabæ eru ekki kaffihús né barir svo vilji fólk gera sér glaðan dag og hittast annarstaðar en heima hjá sér verður það að leita í annað sveitarfélag, nú eða fara saman í IKEA. Við viljum að í Garðabæ sé alvöru miðbær þar sem fólk hittist á tónleikum eða listsýningum og endi kvöldið á kósý kaffihúsi. Afhverju er ekki unnið markvisst að því að fá verslunar-, kaffihúsa- og kráareigendur til að hefja rekstur í bænum fyrir bæjarbúa að njóta? Við viljum búa í bæ þar sem þeir sem alast þar upp vilji og geti búið þar áfram þegar þeir flytja að heiman en setjist ekki að í öðrum sveitarfélögum og snúi aftur á gamalsaldri. Við viljum líka búa í bæ þar sem við getum kíkt með vinum okkar í kaffi eftir vinnu og kíkt út á lífið um helgar. Gerum Garðabæ að skemmtilegri bæ fyrir fólk á öllum aldri því á endanum snýst þetta allt saman um lífsgæði fyrir venjulegt fólk og fjölskyldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Sjá meira
Að okkar mati er gaman að búa í Garðabæ, hérna getum við sótt hina ýmsu íþrótta- og menningarviðburði og farið í sund um helgar. En hvað ef okkur langar út að skemmta okkur? Hvert förum við þá? Ekki í Garðabæinn, við neyðumst til að leita til annarra sveitarfélaga. Afhverju er það? Alvöru miðbær með alls kyns starfsemi, búðum, kaffihúsum, jafnvel veitingahúsi verður til með góðu skipulagi ekki fleiri bílastæðum! Hvert fer fólk eftir heimsókn í Hönnunarsafnið? Út í Víði að kaupa sér kók?Hvað með unga fólkið?Samkvæmt nýjustu tölum um aldursdreifingu í bænum virðist staðan vera sú að fólk á aldrinum 20-40 ára hefur ekki áhuga eða getu til að búa í Garðabæ. Hluti af þessu vandamáli er væntanlega annars vegar vegna skorts á litlum og millistórum íbúðum og þjónustugjöldum á barnafjölskyldum en hinsvegar vegna þess að bærinn er einfaldlega ekki nógu skemmtilegur. Við verðum að hlúa betur að þessum hópi fólks vegna þess að í því býr mikill mannauður. Það er mikilvægt fyrir samfélag að hafa breiða flóru fólks og það á að vera forgangsatriði að halda unga fólkinu okkar í bænum en ekki hrekja það í burtu.Rósanna Andrésdóttir skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar og óháðra í Garðabæ.Hvar er kaffihúsið?Á höfuðborgarsvæðinu eru 12 vínbúðir og að minnsta kosti ein í hverju sveitarfélagi nema í Garðabæ. Finnst fólki það eðlilegt að í svona stóru sveitarfélagi þurfi íbúar að leita annað til að versla sér bjór með matnum? Að okkar mati er vínbúðaleysið í Garðabæ birtingarmynd af stærra vandamáli. Í Garðabæ eru ekki kaffihús né barir svo vilji fólk gera sér glaðan dag og hittast annarstaðar en heima hjá sér verður það að leita í annað sveitarfélag, nú eða fara saman í IKEA. Við viljum að í Garðabæ sé alvöru miðbær þar sem fólk hittist á tónleikum eða listsýningum og endi kvöldið á kósý kaffihúsi. Afhverju er ekki unnið markvisst að því að fá verslunar-, kaffihúsa- og kráareigendur til að hefja rekstur í bænum fyrir bæjarbúa að njóta? Við viljum búa í bæ þar sem þeir sem alast þar upp vilji og geti búið þar áfram þegar þeir flytja að heiman en setjist ekki að í öðrum sveitarfélögum og snúi aftur á gamalsaldri. Við viljum líka búa í bæ þar sem við getum kíkt með vinum okkar í kaffi eftir vinnu og kíkt út á lífið um helgar. Gerum Garðabæ að skemmtilegri bæ fyrir fólk á öllum aldri því á endanum snýst þetta allt saman um lífsgæði fyrir venjulegt fólk og fjölskyldur.
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar