Raunverulegir hagsmunir heimilanna Konráð Guðjónsson skrifar 19. apríl 2013 07:00 Á dögunum skrifaði ég grein á vísir.is sem vakti mikil viðbrögð. Það var svo sem ekki að ástæðulausu, umfjöllunarefnið var eldfimt kosningamál sem hefur gjörsamlega tröllriðið umræðunni. Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar er það mikilvægasta kosningamálið í hugum flestra – skuldamál heimilanna. Þessi gríðarlegu viðbrögð vekja mann til umhugsunar: Af hverju fá greinar um skuldir ríkissjóðs ekki svona mikil viðbrögð? Eða greinar um peningamálastjórn og framtíðargjaldmiðil? Hvað þá kosti og galla þess að ganga í ESB? Eða menntamál? Í raun er það sorglegt að skuldamál heimilanna séu efst í hugum svona margra og þykja skipta svona miklu máli. Ekki er það af því að skuldarar eiga að éta það sem úti frýs – þvert á móti. Það má kannski breyta lögum, draga úr notkun verðtryggingar og skoða einhver frekari úrræði en núverandi ríkisstjórn hefur boðið. Vandinn er samt einfaldlega sá, fyrir utan mikla skuldsetningu, að fólk hefur minni kaupmátt til að greiða af húsnæðislánum sínum. Enn fremur hafa margir misst vinnuna, skattar hafa hækkað og svo framvegis. Það hafa svo sannarlega komið verðbólguskot síðan verðtryggingunni var komið á árið 1979, án þess að það hafi valdið skuldurum vanda til lengri tíma, þar sem lífskjör og kaupmáttur hafa yfirleitt batnað á sama tíma. Ástæðan fyrir því að fólk finnur fyrir þessu nú er að neysla og fjárfesting á Íslandi er ekki lengur fjármögnuð með miklum viðskiptahalla (lánum frá útlöndum) og við framleiðum minna af vörum og þjónustu. Það er reyndar heillaspor að búið sé að snúa viðskiptahallanum við, en til þess að neyta og fjárfesta þarf að framleiða. Við erum enn þá í kreppu og fleiri en skuldarar finna fyrir því. Þegar upp er staðið er forsenda hærri kaupmáttar, hagsældar og öflugs velferðarkerfis, geta hagkerfisins til að framleiða vörur og þjónustu á hagkvæman hátt. Þetta er getan til að skapa verðmæti úr fjármagni, auðlindum og mannauði, getan til að flytja út verðmæti til annarra landa, getan til að skapa eitthvað og versla við hvert annað. Eitt er á kristaltæru – 300 milljarða eignatilfærslan sem fær alla athyglina er ekki forsenda hagsældar. Það er nákvæmlega þetta sem er sorglegt. Slík aðgerð er líklegri til að hafa neikvæð áhrif á hagkerfið í heild sinni því þá væri búið að gefa fordæmi fyrir skuldaniðurfellingum, sem getur bara verið hvatning til frekari skuldsetningar og áhættu í framtíðinni. Einnig gæti slík aðgerð verið verðbólguhvetjandi ef ekki er rétt að farið. En hvað er þá hægt að gera til að skapa raunverulega hagsæld og bæta lífskjör? Þar spilar margt inn í. Til dæmis er nauðsynlegt að fyrirtæki búi við stöðugt og gott viðskiptaumhverfi sem hvetur til verðmætasköpunar. Hvernig ætla flokkarnir að stuðla að því? Einnig er mikilvægt að þjóðin sé vel menntuð – menntamál hafa verið gjörsamlega týnd í umræðunni. Reynslan frá góðærinu og hruninu kennir okkur líka að það hlýtur að vera hægt að bæta peningamálastjórn, hvort sem það er með öðrum gjaldmiðli eða ekki. Þessi málefni eiga það sameiginlegt ásamt öðrum að vera gríðarleg hagsmunamál fyrir alla Íslendinga, ekki bara þá sem skulda mikið verðtryggt. Í ljósi þessa væri óskandi að íslenskir kjósendur og stjórnmálamenn myndu setja önnur mál í forgang. Helst málefni sem raunverulega hafa áhrif á hagsæld til lengri tíma, auk alls annars sem hefur áhrif á samfélagið. Það er stuttur tími til stefnu, en vonandi nægur til að hífa umræðuna á hærra plan heldur en að láta hana snúast um eignatilfærslu og draumóra um fjármuni sem eru ekki í hendi. Málefni eins og viðskiptaumhverfi fyrirtækja, menntamál, peningamálastefna framtíðarinnar og afnám hafta eru miklu mikilvægari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Sjá meira
Á dögunum skrifaði ég grein á vísir.is sem vakti mikil viðbrögð. Það var svo sem ekki að ástæðulausu, umfjöllunarefnið var eldfimt kosningamál sem hefur gjörsamlega tröllriðið umræðunni. Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar er það mikilvægasta kosningamálið í hugum flestra – skuldamál heimilanna. Þessi gríðarlegu viðbrögð vekja mann til umhugsunar: Af hverju fá greinar um skuldir ríkissjóðs ekki svona mikil viðbrögð? Eða greinar um peningamálastjórn og framtíðargjaldmiðil? Hvað þá kosti og galla þess að ganga í ESB? Eða menntamál? Í raun er það sorglegt að skuldamál heimilanna séu efst í hugum svona margra og þykja skipta svona miklu máli. Ekki er það af því að skuldarar eiga að éta það sem úti frýs – þvert á móti. Það má kannski breyta lögum, draga úr notkun verðtryggingar og skoða einhver frekari úrræði en núverandi ríkisstjórn hefur boðið. Vandinn er samt einfaldlega sá, fyrir utan mikla skuldsetningu, að fólk hefur minni kaupmátt til að greiða af húsnæðislánum sínum. Enn fremur hafa margir misst vinnuna, skattar hafa hækkað og svo framvegis. Það hafa svo sannarlega komið verðbólguskot síðan verðtryggingunni var komið á árið 1979, án þess að það hafi valdið skuldurum vanda til lengri tíma, þar sem lífskjör og kaupmáttur hafa yfirleitt batnað á sama tíma. Ástæðan fyrir því að fólk finnur fyrir þessu nú er að neysla og fjárfesting á Íslandi er ekki lengur fjármögnuð með miklum viðskiptahalla (lánum frá útlöndum) og við framleiðum minna af vörum og þjónustu. Það er reyndar heillaspor að búið sé að snúa viðskiptahallanum við, en til þess að neyta og fjárfesta þarf að framleiða. Við erum enn þá í kreppu og fleiri en skuldarar finna fyrir því. Þegar upp er staðið er forsenda hærri kaupmáttar, hagsældar og öflugs velferðarkerfis, geta hagkerfisins til að framleiða vörur og þjónustu á hagkvæman hátt. Þetta er getan til að skapa verðmæti úr fjármagni, auðlindum og mannauði, getan til að flytja út verðmæti til annarra landa, getan til að skapa eitthvað og versla við hvert annað. Eitt er á kristaltæru – 300 milljarða eignatilfærslan sem fær alla athyglina er ekki forsenda hagsældar. Það er nákvæmlega þetta sem er sorglegt. Slík aðgerð er líklegri til að hafa neikvæð áhrif á hagkerfið í heild sinni því þá væri búið að gefa fordæmi fyrir skuldaniðurfellingum, sem getur bara verið hvatning til frekari skuldsetningar og áhættu í framtíðinni. Einnig gæti slík aðgerð verið verðbólguhvetjandi ef ekki er rétt að farið. En hvað er þá hægt að gera til að skapa raunverulega hagsæld og bæta lífskjör? Þar spilar margt inn í. Til dæmis er nauðsynlegt að fyrirtæki búi við stöðugt og gott viðskiptaumhverfi sem hvetur til verðmætasköpunar. Hvernig ætla flokkarnir að stuðla að því? Einnig er mikilvægt að þjóðin sé vel menntuð – menntamál hafa verið gjörsamlega týnd í umræðunni. Reynslan frá góðærinu og hruninu kennir okkur líka að það hlýtur að vera hægt að bæta peningamálastjórn, hvort sem það er með öðrum gjaldmiðli eða ekki. Þessi málefni eiga það sameiginlegt ásamt öðrum að vera gríðarleg hagsmunamál fyrir alla Íslendinga, ekki bara þá sem skulda mikið verðtryggt. Í ljósi þessa væri óskandi að íslenskir kjósendur og stjórnmálamenn myndu setja önnur mál í forgang. Helst málefni sem raunverulega hafa áhrif á hagsæld til lengri tíma, auk alls annars sem hefur áhrif á samfélagið. Það er stuttur tími til stefnu, en vonandi nægur til að hífa umræðuna á hærra plan heldur en að láta hana snúast um eignatilfærslu og draumóra um fjármuni sem eru ekki í hendi. Málefni eins og viðskiptaumhverfi fyrirtækja, menntamál, peningamálastefna framtíðarinnar og afnám hafta eru miklu mikilvægari.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun