San Antonio 1 - Denver 1 28. apríl 2005 00:01 San Antonio Spurs mættu ákveðnir til annars leiksins við Denver í nótt og ætluðu greinilega ekki að fara til Denver með tvö töp á bakinu. Spurs voru mun ákveðnari í öllum sínum aðgerðum í leik tvö og unnu auðveldan 104-76 sigur. Staðan er því jöfn í einvíginu 1-1. Tim Duncan setti tóninn fyrir Spurs á upphafssekúndum leiksins þegar hann keyrði ákveðið upp að körfu Denver og setti niður fyrstu tvær körfur Spurs með því að fara illa með þá Kenyon Martin og Marcus Camby. Eftir þetta var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi, því Spurs héldu öruggri forystu allan leikinn og voru í bílstjórasætinu frá fyrstu mínútu eins og þeir hafa verið þekktir fyrir síðustu ár. "Svona töp eru niðurlægjandi", sagði Carmelo Anthony hjá Denver, sem náði sér ekki á strik í leiknum frekar en aðrir í liðinu, "við vissum að einhverjir í liði þeirra myndu leika betur í öðrum leiknum, en við bjuggumst ekki við að allt liðið myndi bæta sig svona mikið," sagði Anthony. "Við komum inn í leikinn með mikla einbeitingu og fórum í allar okkar aðgerðir af miklum krafti strax frá byrjun. Allri héldu sig við það sem þjálfarinn lagði upp með og þegar allir gera það, erum við mjög erfiðir við að eiga. Eins pössuðum við upp á hraðaupphlaupin þeirra og pössuðum okkur að gleyma okkur ekki í sóknarfráköstunum," sagði Tim Duncan, sem skoraði 24 stig í leiknum. Spurs hittu úr 9 af fyrstu 10 skotum sínum í leiknum og unnu því næst annan fjórðunginn með 20 stiga mun. Denver átti aldrei svar, hvorki sóknarlega né varnarlega, en geta vel við unað í stöðunni 1-1 eftir tvo leiki í San Antonio. Næstu tveir leikir fara fram í Denver. Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 24 stig (9 frák, 5 stoðs, 3 varin, hitti úr 11 af 15 skotum), Tony Parker 19 stig (6 stoðs), Manu Ginobili 17 stig, Brent Barry 16 stig (hitti úr öllum 4 þriggja stiga skotum sínum), Beno Udrih 10 stig, Glenn Robinson 7 stig.Atvkvæðamestir hjá Denver:DeMarr Johnson 12 stig, Andre Miller 11 stig (7 stoðs), Carmelo Anthony 10 stig, Marcus Camby 9 stig (12 frák), Wesley Person 8 stig, Earl Boykins 8 stig, Kenyon Martin 7 stig. NBA Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Sjá meira
San Antonio Spurs mættu ákveðnir til annars leiksins við Denver í nótt og ætluðu greinilega ekki að fara til Denver með tvö töp á bakinu. Spurs voru mun ákveðnari í öllum sínum aðgerðum í leik tvö og unnu auðveldan 104-76 sigur. Staðan er því jöfn í einvíginu 1-1. Tim Duncan setti tóninn fyrir Spurs á upphafssekúndum leiksins þegar hann keyrði ákveðið upp að körfu Denver og setti niður fyrstu tvær körfur Spurs með því að fara illa með þá Kenyon Martin og Marcus Camby. Eftir þetta var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi, því Spurs héldu öruggri forystu allan leikinn og voru í bílstjórasætinu frá fyrstu mínútu eins og þeir hafa verið þekktir fyrir síðustu ár. "Svona töp eru niðurlægjandi", sagði Carmelo Anthony hjá Denver, sem náði sér ekki á strik í leiknum frekar en aðrir í liðinu, "við vissum að einhverjir í liði þeirra myndu leika betur í öðrum leiknum, en við bjuggumst ekki við að allt liðið myndi bæta sig svona mikið," sagði Anthony. "Við komum inn í leikinn með mikla einbeitingu og fórum í allar okkar aðgerðir af miklum krafti strax frá byrjun. Allri héldu sig við það sem þjálfarinn lagði upp með og þegar allir gera það, erum við mjög erfiðir við að eiga. Eins pössuðum við upp á hraðaupphlaupin þeirra og pössuðum okkur að gleyma okkur ekki í sóknarfráköstunum," sagði Tim Duncan, sem skoraði 24 stig í leiknum. Spurs hittu úr 9 af fyrstu 10 skotum sínum í leiknum og unnu því næst annan fjórðunginn með 20 stiga mun. Denver átti aldrei svar, hvorki sóknarlega né varnarlega, en geta vel við unað í stöðunni 1-1 eftir tvo leiki í San Antonio. Næstu tveir leikir fara fram í Denver. Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 24 stig (9 frák, 5 stoðs, 3 varin, hitti úr 11 af 15 skotum), Tony Parker 19 stig (6 stoðs), Manu Ginobili 17 stig, Brent Barry 16 stig (hitti úr öllum 4 þriggja stiga skotum sínum), Beno Udrih 10 stig, Glenn Robinson 7 stig.Atvkvæðamestir hjá Denver:DeMarr Johnson 12 stig, Andre Miller 11 stig (7 stoðs), Carmelo Anthony 10 stig, Marcus Camby 9 stig (12 frák), Wesley Person 8 stig, Earl Boykins 8 stig, Kenyon Martin 7 stig.
NBA Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Martin flottur í stórsigri Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Sjá meira