Sport

Louis Van Gaal hefur sigrast á krabba­meini

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Louis Van Gaal er laus við krabbamein.
Louis Van Gaal er laus við krabbamein. Richard Sellers/Getty

Fyrrum stjóri Manchester United, Louis van Gaal, hefur sigrast á krabbameini. Hann hafði verið að berjast við þessi veikindi frá árinu 2022.

Van Gaal þurfti að hætta með hollenska landsliðið eftir HM 2022 og hefur síðan þá verið í ráðgjafa hlutverki hjá Ajax.

„Krabbameinið er ekki lengur að hrjá mig. Fyrir tveimur árum fór ég í nokkrar aðgerðir. Þá var þetta allt slæmt en þetta leystist allt á endanum,“ sagði Van Gaal.

Van Gaal var einnig stjóri Barcelona og Bayern Munchen á sínum þjálfaraferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×