Sport

Rústaði úr­slitunum á Wimbledon

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Swiatek var frábær í úrslita viðureigninni í dag.
Swiatek var frábær í úrslita viðureigninni í dag. Julian Finney/Getty

Iga Swiatek, sem er í fjórða sæti á heimslistanum í tennis, vann úrslita viðureignina í dag á Wimbledon eins sannfærandi og hægt er að gera.

Swiatek var að keppa gegn Bandaríkjakonunni Amanda Anisimova og vann fyrstu tvo leikina 6-0. Það þurfti því ekki að spila lengur þar sem keppt var upp í tvo sigra.

„Þetta virkar óraunverulegt,“ sagði Swiatek eftir leik. „Mig langar fyrst að hrósa Amöndu fyrir frábærar tvær vikur. Þú ættir að vera stolt af þeirri vinnu sem þú hefur gert og ég vona að við getum spilað oftar saman í úrslitum.

Mig dreymdi ekki einu sinni um þetta, fyrir mér var þetta of langt. Mér líður eins og ég er nú þegar reyndur leikmaður eftir að hafa unnið önnur mót en ég bjóst aldrei við að vinna þetta mót,“ sagði Swiatek.

Þessi úrslit koma töluvert á óvart þar sem Swiatek þótti ekki sérlega sterk á gras undirlaginu. Með þessum sigri hefur Swiatek unnið 100 leiki á risamótum.

Þetta hefur hún gert í aðeins 120 leikjum en enginn hefur náð þessum árangri jafn fljótt síðan Serena Williams tókst þetta en hún náði 100 sigrum í 116 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×