„Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. júlí 2025 17:02 Andrea Kolbeinsdóttir fagnaði sigri fimmta árið í röð í Laugavegshlaupinu. Vísir Andrea Kolbeinsdóttir fagnaði sigri í kvennaflokki í Laugavegshlaupinu í dag, fimmta árið í röð. Hún vildi gera betur í hlaupinu og kveðst óviss hvort hún taki þátt að ári. „Ég er bara mjög sátt, eða svona. Mér líður vel en ég náði ekki tímanum sem ég stefndi á. En ég er samt bara sátt við útfærsluna og hvernig fílingurinn var,“ segir Andrea eftir hlaupið. Hún hljóp á 4:29:33 klukkutímum. Þetta er fimmta árið í röð sem hún kemur fyrst í mark. Aðstæður voru góðar og bætir það aðeins á svekkelsi Andreu varðandi sinn tíma í dag. „Það voru fullkomnar aðstæður, það lætur mann vera aðeins meira pirraðan að hafa ekki getað hlaupið hraðar,“ segir Andrea og bætir við: „Ég setti ekki mega áherslu á Laugaveginn í ár. Ég er búin að vera að keppa á götunni og á brautinni. Ég fann að mig vantaði svolítið löngu túrana, ég var sátt hvað lungun voru góð en síðasti leggurinn var helvíti þungur í fæturna. Ég hafði ekki sett alveg nægilega mikinn fókus á löng fjallahlaup.“ Óvíst er með þátttöku hennar að ári þar sem hún leitar nýrra áskorana eftir enn einn sigurinn í Laugaveginum. „Þetta var fimmta árið í röð og ég finn að mig vantar eitthvað smá nýtt. Ég var ekki mjög peppuð í síðustu viku, ef ég á að vera hreinskilin. Maður peppast alltaf í Laugavegsvikunni, menn tala ekki um annað í heila viku, svo maður peppaðist alveg vel fyrir lok, sem betur fer. En ég er ekki viss með næsta ár,“ segir Andrea sem hefur nú undirbúning fyrir HM í fjallahlaupum og kveðst ætla að æfa fjallahlaupin betur á næstu dögum og vikum. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild í spilaranum. Laugavegshlaupið Hlaup Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sjá meira
„Ég er bara mjög sátt, eða svona. Mér líður vel en ég náði ekki tímanum sem ég stefndi á. En ég er samt bara sátt við útfærsluna og hvernig fílingurinn var,“ segir Andrea eftir hlaupið. Hún hljóp á 4:29:33 klukkutímum. Þetta er fimmta árið í röð sem hún kemur fyrst í mark. Aðstæður voru góðar og bætir það aðeins á svekkelsi Andreu varðandi sinn tíma í dag. „Það voru fullkomnar aðstæður, það lætur mann vera aðeins meira pirraðan að hafa ekki getað hlaupið hraðar,“ segir Andrea og bætir við: „Ég setti ekki mega áherslu á Laugaveginn í ár. Ég er búin að vera að keppa á götunni og á brautinni. Ég fann að mig vantaði svolítið löngu túrana, ég var sátt hvað lungun voru góð en síðasti leggurinn var helvíti þungur í fæturna. Ég hafði ekki sett alveg nægilega mikinn fókus á löng fjallahlaup.“ Óvíst er með þátttöku hennar að ári þar sem hún leitar nýrra áskorana eftir enn einn sigurinn í Laugaveginum. „Þetta var fimmta árið í röð og ég finn að mig vantar eitthvað smá nýtt. Ég var ekki mjög peppuð í síðustu viku, ef ég á að vera hreinskilin. Maður peppast alltaf í Laugavegsvikunni, menn tala ekki um annað í heila viku, svo maður peppaðist alveg vel fyrir lok, sem betur fer. En ég er ekki viss með næsta ár,“ segir Andrea sem hefur nú undirbúning fyrir HM í fjallahlaupum og kveðst ætla að æfa fjallahlaupin betur á næstu dögum og vikum. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild í spilaranum.
Laugavegshlaupið Hlaup Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sjá meira