Sport

Enginn sá tölvu­póstinn frá UEFA

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Steve Parish formaður Crystal Palace fagnaði FA bikarnum mikið.
Steve Parish formaður Crystal Palace fagnaði FA bikarnum mikið. Crystal Pix/MB Media/Getty

Steve Parish, formaður Crystal Palace, segir að þeir hafi misst af frestinum að selja hluta í félaginu, vegna þess að skilaboðin frá UEFA voru send á almenna tölvupóstinn.

Reglubreyting var gerð hjá UEFA sem bannar eigendum liða að vera með tvö lið í sömu keppni í Evrópu. Einn af eigendum Crystal Palace á einnig hlut í Lyon sem komst einnig í Evrópudeildina.

Skilaboðin voru ekki send á neinn einstakling og Parish segir að hann hafi ekki fengið skilaboð frá þeim á þeim 15 árum sem hann hefur verið hjá félaginu.

Netfangið sem gefið var upp er eina netfangið í handbók ensku úrvalsdeildarinnar sem er gefið út til allra hagsmunaaðila fyrir hvert tímabil.

„Á 15 árum hef ég aldrei fengið tölvupóst frá UEFA, ekki einn einasta. Þeir sendu skilaboðin um þessa reglubreytingu á info@cpfc.com. Það sá það enginn, þannig þeir héldu áfram að senda það, aftur og aftur. Þetta var í janúar,“ sagði Parish.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×