Sport

Arnór Sigurðs­son hafði betur í Íslendingaslagnum

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Arnór Sigurðsson kom inn af bekknum í sigri Malmö.
Arnór Sigurðsson kom inn af bekknum í sigri Malmö. Malmö FF

Fjórir Íslendingar mættust í dag þegar Malmö fékk Norrköping í heimsókn í sænsku úrvalsdeildinni. Arnór Sigurðsson í liði Malmö hafði betur.

Malmö vann leikinn 3-1 með mörkum frá Haksabanovic, Hugo Bolin og Emmanuel Ekong. Christoffer Nyman minnkaði muninn á 87. mínútu fyrir Norrköping.

Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson spiluðu allan leikinn fyrir Norrköping. Hinn 18 ára gamli Jónatan Guðni Arnarsson kom inn af bekknum á 72. mínútu og Arnór Sigurðsson kom inn af bekknum á 78. mínútu fyrir Malmö.

Það var annar Íslendingaslagur í Svíþjóð þegar Elfsborg vann IFK Gautaborg 2-1. Kolbeinn Þórðarson spilaði allan leikinn fyrir Gautaborg en Júlíus Magnússon kom inn af bekknum á 57. mínútu fyrir Elfsborg.

Í Noregi tapaði Sandefjord 2-0 fyrir Bodö/Glimt. Stefán Ingi Sigurðarson kom inn af bekknum í hálfleik fyrir Sandefjord en náði ekki að laga stöðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×