
Erlent

Marta Lovísa hættir að koma fram í nafni konungsfjölskyldunnar
Marta Lovísa Noregsprinsessa mun ekki koma fram opinberlega í nafni norsku konungsfjölskyldunnar framar.

Trudeau sakar Kínverja um gróf kosningaafskipti
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sakaði kínversk stjórnvöld um að reyna að hafa áhrif á kosningar í landinu. Ásakanir forsætisráðherrans koma í kjölfar uppljóstrana um að kommúnistastjórnin hafi stutt fjölda frambjóðenda á laun í kosningum árið 2019.

Segir ofdrykkju ungra kvenna ástæðu lágrar fæðingartíðni
Ummæli leiðtoga stjórnarflokksins Lög og réttlæti í Póllandi hafa vakið hörð viðbrögð en hann sagði um helgina að lága fæðingatíðni í landinu mætti rekja til ofdrykkju ungra kvenna.

Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón
Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið.

Ólík sýn, ofbeldi á kjörstað og sjónvarpslæknir í framboði
Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum í dag. Hindranir leynast víða í nálægð við kjörklefann og er möguleiki á því að endanlegar niðurstöður kosninganna liggi ekki fyrir fyrr en í janúar á næsta ári.

Trump boðar „mjög stóra tilkynningu“
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í aðdraganda kosninganna í dag og kom fram á fjöldafundum til að styðja við sitt fólk.

33 ára kona handtekin vegna morðsins í Holbæk
Lögregla á Sjálandi í Danmörku hefur handtekið 33 ára konu vegna gruns um að tengjast morðinu á 37 ára barnshafandi konu í Holbæk á fimmtudagskvöldið.

Kosningar hefjast í Bandaríkjunum
Milljónir Bandaríkjamanna ganga að kjörborðinu í dag. Kosið er um alla fulltrúadeild þingins, um þriðjung af öldungardeildarsætum og þá eru ríkisstjórakosningar víða, svo nokkuð sé nefnt.

Lögsóknir á báða bóga í aðdraganda þingkosninganna
Baráttan um þingmeirihluta á bandaríska þinginu í aðdraganda þingkosninganna þar í landi fer ekki bara fara fram á kosningafundum og í kappræðum. Fulltrúar beggja flokka í Bandaríkjunum hafa að undanförnu tekist harkalega á í dómsölum víða um Bandaríkin í málum sem snerta það hvernig og hvaða atkvæði verða talin.

Vilja að einn milljarður dollara í Bitcoin verði gerður upptækur
Bandarísk yfirvöld hafa gert kröfu um að um einn milljarður dollara í rafmyntinni Bitcoin sem stolið var frá sölusíðunni Silk Road, sem hýsti markaðssvæði með ólögleg fíkniefni og aðra ólögmæta starfsemi, verði gerður upptækur

Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum
Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins.

Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum
Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar.

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Ein herdeild sögð hafa misst þrjú hundruð menn á fjórum dögum
Rússneskir landgönguliðar neituðu nýverið að sækja fram og gagnrýndu yfirmenn sína harðlega eftir að þeir misstu þrjú hundruð menn á nokkrum dögum. Mennirnir féllu eða særðust í umfangsmikilli árás á Úkraínumenn í og við Pavlivka í suðaustanverðri Úkraínu.

Handtekinn grunaður um morð á barnshafandi konu
24 ára afganskur ríkisborgari var í dag handtekinn í Danmörku grunaður um að hafa orðið barnshafandi konu að bana. Maðurinn verður úrskurðaður í gæsluvarðhald á morgun.

Tekur við formennsku af Le Pen
Hinn 27 ára Jordan Bardella var í gær kjörinn formaður hægri þjóðernisflokksins Rassemblement National, flokksins sem áður gekk undir nafninu Þjóðfylkingin (f. Front National). Hann tekur við formennskunni af Marine Le Pen sem hyggst einbeita sér að störfum flokksins á franska þinginu.

Biden og Trump keppast við að afla flokkum sínum fylgis
Joe Biden núverandi forseti og Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna komu báðir fram á fjöldafundum í gærkvöldi til að reyna að afla flokkum sínum atkvæða fyrir komandi þingkosningar í landinu.

Íbúar Kænugarðs gætu þurft að yfirgefa borgina
Vitaliy Klitschko borgarstjóri Kænugarðs höfuðborgar Úkraínu segir að borgarbúar verði að vera undirbúnir undir að þurfa að yfirgefa borgina, ef allt rafmagn fer af henni til langs tíma.

Trump strax farinn að efast um lögmæti þingkosninganna
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er strax farinn að efast um lögmæti kosninga til Bandaríkjaþings. „Falsaðar kosningar,“ segir Trump um þingkosningarnar sem fara fram á þriðjudaginn.

Biðja fólk um að hætta að sleikja körtur
Landverðir í Bandaríkjunum biðja almenning um að hætta að sleikja körtur. Fólk hefur í auknum mæli sleikt tiltekna tegund froskdýra til að komast í vímu en yfirvöld segja athæfið hættulegt.

Nítján létust í flugslysinu
Að minnsta kosti nítján létust í flugslysi í Tansaníu í dag. Lítil farþegaflugvél brotlenti á Viktoríuvatni eftir misheppnaða lendingartilraun á flugvelli við bakka vatnsins. Leit að farþegum stendur enn yfir.

Rússar þykist fara frá Kherson til að lokka hermenn í gildru
Yfirvöld í Úkraínu segja að Rússar beiti blekkingum í Kherson með því að þykjast hörfa frá borginni. Með blekkingunni ætli þeir að lokka hermenn í gildru og sitja fyrir þeim.

Þjóðverjar ætla að leyfa kannabis í afþreyingarskyni
Neysla og sala kannabis í afþreyingarskyni verður gefin alveg frjáls í Þýskalandi, verði lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar samþykkt í þýska þinginu. Heilbrigðisráðherra segir úrelta löggjöf síðustu áratuga hafa beðið skipbrot og að lögleiðing efnisins muni skila milljörðum evra í ríkissjóð.

Þremur forsetum trillað út á lokametrum kosningabaráttunnar
Þrír forsetar Bandaríkjanna tóku þátt í framboðsfundum á lokametrum kosningabaráttunar í lykilríkinu Pennsylvaníu í gær. Kosið verður til Bandaríkjaþings og fjölda ríkisembætta á þriðjudag.

Brotlenti í stærsta vatni Afríku
Lítil farþegaflugvél brotlenti á Viktoríuvatni í Tansaníu eftir misheppnaða lendingartilraun á flugvelli við bakka vatnsins. Björgunaraðgerðir standa nú yfir vegna flugslyss í Viktoríuvatni í Tansaníu en ekki hefur verið greint frá neinum dauðsföllum.

Grænlendingar opna fyrsta hluta nýs alþjóðaflugvallar
Hluti nýju flugbrautarinnar í Nuuk var opnaður flugumferð í vikunni. Þetta er fyrsti stóri áfanginn sem næst í þeirri miklu flugvallagerð sem Grænlendingar hófu fyrir þremur árum en hún er mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga.

Varð fjórum að bana eftir slagsmál í brúðkaupi
Ökumaður varð þremur að bana fyrir utan veitingastað í Madríd, höfuðborgar Spánar þar sem brúðkaupsveisla fór fram. 65 ára gömul kona karlmenn á aldrinum og 60, 37 og 17 létu lífið og fjórir til viðbótar eru alvarlega særðir.

Villt dýr hrynja niður í sögulegum þurrki í Kenía
Hundruð sebrahesta og fíla eru á meðal fleiri en þúsund villtra skepna sem hafa drepist í langvarandi þurrki í Kenía. Óttast er að þurrkurinn eigi eftir að leiða til hörmunga fyrir menn í Eþiópíu, Kenía og Sómalíu.

Stöðvuðu ferðir einkaþotna á Schiphol-flugvelli
Hundruð loftslagsaðgerðarsinna réðust inn á stæði fyrir einkaflugvélar á Schiphol-flugvelli í Amsterdam og komu í veg fyrir að þær gætu farið í loftið í nokkrar klukkustundur í gær. Herlögregla var kvödd til og handtók fleiri en hundrað manns.

Yfirvöld í Kína hafa engan áhuga á afléttingum
Kínversk yfirvöld hafa ekki áhuga á því að aflétta samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins í bráð. Sýnatökur, sóttkví og lokanir eru enn daglegt brauð í Kína.

Neyðaróp bárust klukkutímum fyrir hörmungarnar
„Einhver á eftir að láta lífið,“ voru skilaboð sem bárust lögreglunni í Seúl í Suður-Kóreu mörgum klukkutímum áður en 156 létu lífið í troðningi á hrekkjavökuhátíð síðustu helgi. Fleiri símtöl bárust lögreglu sem loks gaf undan og sendi nokkra lögreglumenn á vettvang. En þá var það orðið of seint.