Sakar Wagner-hópinn um að notfæra sér ástandið í Níger Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2023 12:09 Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýst ekki á blikuna í Níger þar sem Rússar virðast ætla að nýta sér upplausinina til þess að seilast til áhrifa. AP/Bebeto Matthews Utanríkisráðherra Bandaríkjanna telur að rússneski málaliðahópurinn Wagner notfæri sér nú óstöðugleikann í Níger í kjölfar valdaráns herforingja þar í síðasta mánuði. Vangaveltur eru uppi um að valdaræningjarnir hafi falast eftir aðstoð málaliðahersins. Wagner-hópurinn er umsvifamikill í fjölda Afríkulanda, þar á meðal Malí, nágrannaríki Nígers. Málaliðarnir eru sakaðir um aragrúa mannréttindabrota í álfunni. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir breska ríkisútvarpinu BBC að hann telji að hvorki Wagner né stjórnvöld í Kreml hafi átt þátt í valdaráni herforingjastjórnarinnar í Níger fyrir tveimur vikum en að þeir hafi reynt að hagnýta sér það. „Alls staðar sem þessi Wagner-hópur kemur hafa dauði, eyðilegging og arðrán fylgt í kjölfarið. Óöryggi hefur aukist en ekki minnkað,“ sagði Blinken. Victoria Nuland, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, varaði leiðtoga valdaránsins við því að leita á náðir Wagner þegar hún ræddi við þá í gær. Hún lýsti viðræðunum sem erfiðum og beinskeyttum. Þeir átti sig á hættunni sem fylgi því að vinna með Wagner-liðum. BBC segir ekki ljóst hvort að Wagner-liðar séu komnir til Nígers. Jevgeníj Prigozhin, leiðtogi hópsins, hvatti herforingjastjórnina til að hafa samband í skilaboðum á samfélagsmiðlinum Telegram í dag. „Við erum alltaf með þeim góðu í liði, með réttlætinu og með þeim sem berjast fyrir fullveldi sínu og réttindum þjóðar sinnar,“ sagði Prigozhin. Stuðningsmenn valdaránsins í Níger vesenast með rússneskan fána í Niamey í síðustu viku.AP/Sam Mednick Veifa rússneskum fána Til stendur að ræða ástandið í Níger á ráðstefnu Efnahagsbandalags Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) á fimmtudag. Bandalagið hafði skorað á herforingjastjórnina að gera Mohamed Bazoum aftur að forseta. Hann hefur verið í haldi valdaræningjanna frá því í síðasta mánuði. Ríkin hafa ekki útilokað hernaðaríhlutin í Níger. Blinken sagði í dag að samningaviðræður væru ákjósanlegri en hernaðarátök. Hann hefur ekki tjáð sig um hvað verður um fleiri en þúsund bandaríska hermenn sem eru í Níger. Níger er fyrrverandi frönsk nýlenda. Valdaráninu hefur fylgt vaxandi andúð á Frakklandi og aðdáun á Rússlandi. Reuters-fréttastofan segir að sumir stuðningsmenn valdaránsins veifi rússneska fánanum. Svipað gerðist eftir valdarán í nágrannaríkinu Malí árið 2021. Valdarræningjarnir þar vörpuðu frönskum hermönnum og alþjóðlegu friðargæsluliði á dyr og buðu Wagner-liðum í staðinn. Malíski herinn og Wanger-liðar eru sakaðir um að hafa tekið hundruð óbreytta borgara af lífi í hernaðaraðgerðum gegn aðskilnaðarsinnum í landinu. Níger Rússland Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Loka lofthelginni í Níger og undirbúa sig undir árás Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger hefur lokað lofthelgi landsins og sakar erlendar þjóðir um að undirbúa árás á landið. Þá segir stjórnin að öllum tilraunum til flugs yfir Níger verði mætt með „öflugu og tafarlausu svari“. 7. ágúst 2023 09:00 „Skelfilegar afleiðingar“ ef valdaræningjum tekst ætlunarverk sitt Mohamed Bazoum forseti Níger kallar eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins eftir að honum var steypt af valdastóli í landinu af herforingjastjórn. Í yfirlýsingu hans, sem Washington Post birti í dag, segist hann vera gísl valdaræningjanna og biður vestræn ríki um aðstoð við að koma lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum til valda á ný. 4. ágúst 2023 06:58 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Wagner-hópurinn er umsvifamikill í fjölda Afríkulanda, þar á meðal Malí, nágrannaríki Nígers. Málaliðarnir eru sakaðir um aragrúa mannréttindabrota í álfunni. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir breska ríkisútvarpinu BBC að hann telji að hvorki Wagner né stjórnvöld í Kreml hafi átt þátt í valdaráni herforingjastjórnarinnar í Níger fyrir tveimur vikum en að þeir hafi reynt að hagnýta sér það. „Alls staðar sem þessi Wagner-hópur kemur hafa dauði, eyðilegging og arðrán fylgt í kjölfarið. Óöryggi hefur aukist en ekki minnkað,“ sagði Blinken. Victoria Nuland, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, varaði leiðtoga valdaránsins við því að leita á náðir Wagner þegar hún ræddi við þá í gær. Hún lýsti viðræðunum sem erfiðum og beinskeyttum. Þeir átti sig á hættunni sem fylgi því að vinna með Wagner-liðum. BBC segir ekki ljóst hvort að Wagner-liðar séu komnir til Nígers. Jevgeníj Prigozhin, leiðtogi hópsins, hvatti herforingjastjórnina til að hafa samband í skilaboðum á samfélagsmiðlinum Telegram í dag. „Við erum alltaf með þeim góðu í liði, með réttlætinu og með þeim sem berjast fyrir fullveldi sínu og réttindum þjóðar sinnar,“ sagði Prigozhin. Stuðningsmenn valdaránsins í Níger vesenast með rússneskan fána í Niamey í síðustu viku.AP/Sam Mednick Veifa rússneskum fána Til stendur að ræða ástandið í Níger á ráðstefnu Efnahagsbandalags Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) á fimmtudag. Bandalagið hafði skorað á herforingjastjórnina að gera Mohamed Bazoum aftur að forseta. Hann hefur verið í haldi valdaræningjanna frá því í síðasta mánuði. Ríkin hafa ekki útilokað hernaðaríhlutin í Níger. Blinken sagði í dag að samningaviðræður væru ákjósanlegri en hernaðarátök. Hann hefur ekki tjáð sig um hvað verður um fleiri en þúsund bandaríska hermenn sem eru í Níger. Níger er fyrrverandi frönsk nýlenda. Valdaráninu hefur fylgt vaxandi andúð á Frakklandi og aðdáun á Rússlandi. Reuters-fréttastofan segir að sumir stuðningsmenn valdaránsins veifi rússneska fánanum. Svipað gerðist eftir valdarán í nágrannaríkinu Malí árið 2021. Valdarræningjarnir þar vörpuðu frönskum hermönnum og alþjóðlegu friðargæsluliði á dyr og buðu Wagner-liðum í staðinn. Malíski herinn og Wanger-liðar eru sakaðir um að hafa tekið hundruð óbreytta borgara af lífi í hernaðaraðgerðum gegn aðskilnaðarsinnum í landinu.
Níger Rússland Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Loka lofthelginni í Níger og undirbúa sig undir árás Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger hefur lokað lofthelgi landsins og sakar erlendar þjóðir um að undirbúa árás á landið. Þá segir stjórnin að öllum tilraunum til flugs yfir Níger verði mætt með „öflugu og tafarlausu svari“. 7. ágúst 2023 09:00 „Skelfilegar afleiðingar“ ef valdaræningjum tekst ætlunarverk sitt Mohamed Bazoum forseti Níger kallar eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins eftir að honum var steypt af valdastóli í landinu af herforingjastjórn. Í yfirlýsingu hans, sem Washington Post birti í dag, segist hann vera gísl valdaræningjanna og biður vestræn ríki um aðstoð við að koma lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum til valda á ný. 4. ágúst 2023 06:58 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Loka lofthelginni í Níger og undirbúa sig undir árás Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger hefur lokað lofthelgi landsins og sakar erlendar þjóðir um að undirbúa árás á landið. Þá segir stjórnin að öllum tilraunum til flugs yfir Níger verði mætt með „öflugu og tafarlausu svari“. 7. ágúst 2023 09:00
„Skelfilegar afleiðingar“ ef valdaræningjum tekst ætlunarverk sitt Mohamed Bazoum forseti Níger kallar eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins eftir að honum var steypt af valdastóli í landinu af herforingjastjórn. Í yfirlýsingu hans, sem Washington Post birti í dag, segist hann vera gísl valdaræningjanna og biður vestræn ríki um aðstoð við að koma lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum til valda á ný. 4. ágúst 2023 06:58
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“