Saka Rússa um að ráðast á viðbragðsaðila Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2023 15:59 Karlmaður ber særða kona í sjúkrabíl eftir flugskeytaárás Rússa á Pokrovsk í Donetsk-héraði í gær AP/úkraínska neyðarþjónustan Úkraínsk stjórnvöld sökuðu rússneska herinn um að beina spjótum sínum sérstaklega að björgunarfólki í flugskeytaárásum sem voru gerðar á borgina Pokrovsk í austanverðri Úkraínu í gærkvöldi. Fimm féllu í árásinni. Lögreglumenn, sjúkraliðar og hermenn voru enn að leita að fólki í húsarústum eftir flugskeytaárás Rússa í miðborg Pokrovsk þegar annað rússneskt flugskeyti kom niður á sama stað, innan við fjörutíu mínútum frá því fyrra, að sögn Pavlo Kyrylenko, ríkisstjóra Donetsk-héraðs. Hann fullyrðir að fimm óbreyttir borgarar hafi fallið auk eins sjúkraliða og eins hermanns. Tugir til viðbótar hafi særst, flestir þeirra lögreglumenn, sjúkraliðar og hermenn sem reyndu að aðstoða fórnarlömb fyrri árásarinnar. Tólf hæða íbúðablokk, hótel, apótek, tvær verslanir og tvö kaffihús hafi skemmst í árásinni. „Þeir vissu að það væru særðir undir rústunum, þeir þurftu að bregðast við, að grafa, að leita, að bjarga. En óvinurinn reiddi aftur til höggs vísvitandi,“ sagði Ivan Vyhivskyi, yfirmaður úkraínsku ríkislögreglunnar. Rússneska varnarmálaráðuneytið fullyrti að flugskeytin hefðu hæft stjórnstöð úkraínska hersins í borginni. AP-fréttastofan segist hvorki hafa getað staðfest sannleiksgildi fullyrðinga Rússa né Úkraínumanna um árásina enn sem komið er. Rússneski herinn hefur þó ítrekað beitt þeirri aðferð að beina fallbyssuhríð eða flugskeytum á sama skotmark og hann skaut á um hálftíma áður. Viðbragðsaðilar hafi því oft verið fórnarlömb þeirra. Rússar beittu sama bragði þegar þeir hlutuðust til í borgarastríðinu í Sýrlandi. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Lögreglumenn, sjúkraliðar og hermenn voru enn að leita að fólki í húsarústum eftir flugskeytaárás Rússa í miðborg Pokrovsk þegar annað rússneskt flugskeyti kom niður á sama stað, innan við fjörutíu mínútum frá því fyrra, að sögn Pavlo Kyrylenko, ríkisstjóra Donetsk-héraðs. Hann fullyrðir að fimm óbreyttir borgarar hafi fallið auk eins sjúkraliða og eins hermanns. Tugir til viðbótar hafi særst, flestir þeirra lögreglumenn, sjúkraliðar og hermenn sem reyndu að aðstoða fórnarlömb fyrri árásarinnar. Tólf hæða íbúðablokk, hótel, apótek, tvær verslanir og tvö kaffihús hafi skemmst í árásinni. „Þeir vissu að það væru særðir undir rústunum, þeir þurftu að bregðast við, að grafa, að leita, að bjarga. En óvinurinn reiddi aftur til höggs vísvitandi,“ sagði Ivan Vyhivskyi, yfirmaður úkraínsku ríkislögreglunnar. Rússneska varnarmálaráðuneytið fullyrti að flugskeytin hefðu hæft stjórnstöð úkraínska hersins í borginni. AP-fréttastofan segist hvorki hafa getað staðfest sannleiksgildi fullyrðinga Rússa né Úkraínumanna um árásina enn sem komið er. Rússneski herinn hefur þó ítrekað beitt þeirri aðferð að beina fallbyssuhríð eða flugskeytum á sama skotmark og hann skaut á um hálftíma áður. Viðbragðsaðilar hafi því oft verið fórnarlömb þeirra. Rússar beittu sama bragði þegar þeir hlutuðust til í borgarastríðinu í Sýrlandi.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira