Fékk tíu ára dóm fyrir að skjóta Megan Thee Stallion Atli Ísleifsson skrifar 9. ágúst 2023 07:35 Hin 28 ára Megan Thee Stallion (til hægri) lýsti því fyrir dómi í desember á síðasta ári hvernig Tory Lanez (til vinstri) hafi skotið hana í fæturna að loknu sundlaugarpartýi Kylie Jenner í Hollywood Hills þann 12. júlí 2020. AP Kanadíski rapparinn Tory Lanez hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa skotið rapparann Megan Thee Stallion í fæturna í Los Angeles árið 2020. AP segir frá því að dómari í Los Angeles hafi kveðið upp dóm í málinu í gær en Tory Lanez hafi áður verið sakfelldur af þremur ákæruliðum sem allir sneru að brotum á vopnalöggjöf. Hinn 31 árs Lanez hefur verið í varðhaldi frá því að hann fundinn sekur af þeim ákæruliðum í desember síðastliðinn. Saksóknari í málinu hafði farið fram á þrettán ára fangelsisdóm yfir Lanez. Hann sagði eftir að niðurstaðan lá fyrir að frægð Megan Thee Stallion hafi gert það að verkum að hægt hafi verið að beina kastljósinu að ofbeldi gegn konum í samfélaginu. Að loknu sundlaugarpartýi Kylie Jenner Hin 28 ára Megan Thee Stallion lýsti því fyrir dómi í desember á síðasta ári hvernig Tory Lanez hafi skotið hana í fæturna að loknu sundlaugarpartýi Kylie Jenner í Hollywood Hills þann 12. júlí 2020. Í frétt BBC segir að fram hafi komið að hin 27 ára Megan Thee Stallion, sem heitir Megan Pete réttu nafni, hafi móðgað Tory Lanez, gert lítið úr tónlistarhæfileikum hans, áður en hún krafðist þess að verða hleypt út úr glæsikerru. Hin þrítugi Lanez, sem heitir Daystar Peterson réttu nafni og hefur átt sjö plötur sem hafa náð einu af tíu efstu sætunum á bandaríska vinsældalistanum á síðustu sjö árum, á svo að hafa skipað henni „dansa“ og skotið fimm skotum að henni. Megan Thee Stallion þurfti að gangast undir aðgerð þar sem brot úr byssukúlum voru fjarlægð. Þau höfðu áður átt í ástarsambandi. Klofningur innan tónlistarsenunnar Megan Thee Stallion sagði einnig fyrir dómi að Lanez hafi boðið henni milljón dala greiðslu gegn því að tilkynna ekki um árásina, þar sem hann hafði þá verið á skilorði vegna vopnalagabrots. Megan Thee Stallion greindi lögreglu upphaflega frá því að hún hafi skorið sig á glerbroti og að það hafi skýrt sárin á fætinum. Fyrir dómi sagðist hún þó hafa logið til að byrja með þar sem hún hafi haft áhyggjur af viðbrögðum lögreglu, sér í lagi vegna umræðunnar um kynþáttahatur innan lögreglunnar sumarið 2020. Málið hefur valdið nokkrum klofningi innan tónlistarsenunnar vestanhafs en á annað hundrað tónlistarmanna, meðal annars rapparinn Iggy Azalea, höfðu ritað dómaranum bréf til stuðnings Lanez, þar biðlað var til dómaranus af láta dóminn verða „ummyndandi“, en ekki „eyðileggja líf“. Bandaríkin Hollywood Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tory Lanez sakfelldur fyrir að hafa skotið Megan Thee Stallion Kanadíski rapparinn Tory Lanez hefur verið sakfelldur fyrir að hafa skotið rapparann Megan Thee Stallion í fótinn árið 2020. Refsingin gæti numið yfir 22 ára fangelsi. Líklegt er að Lanez verði sendur úr landi. 23. desember 2022 23:52 Lýsti fyrir dómi hvernig hún varð fyrir skotárás af hendi Tory Lanez Bandaríski rapparinn Megan Thee Stallion lýsti fyrir kviðdómi í gær áfallinu sem hún varð fyrir þegar rapparinn Tory Lanez skaut hana í fótinn í júlí 2020. 14. desember 2022 09:10 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Fleiri fréttir Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Sjá meira
AP segir frá því að dómari í Los Angeles hafi kveðið upp dóm í málinu í gær en Tory Lanez hafi áður verið sakfelldur af þremur ákæruliðum sem allir sneru að brotum á vopnalöggjöf. Hinn 31 árs Lanez hefur verið í varðhaldi frá því að hann fundinn sekur af þeim ákæruliðum í desember síðastliðinn. Saksóknari í málinu hafði farið fram á þrettán ára fangelsisdóm yfir Lanez. Hann sagði eftir að niðurstaðan lá fyrir að frægð Megan Thee Stallion hafi gert það að verkum að hægt hafi verið að beina kastljósinu að ofbeldi gegn konum í samfélaginu. Að loknu sundlaugarpartýi Kylie Jenner Hin 28 ára Megan Thee Stallion lýsti því fyrir dómi í desember á síðasta ári hvernig Tory Lanez hafi skotið hana í fæturna að loknu sundlaugarpartýi Kylie Jenner í Hollywood Hills þann 12. júlí 2020. Í frétt BBC segir að fram hafi komið að hin 27 ára Megan Thee Stallion, sem heitir Megan Pete réttu nafni, hafi móðgað Tory Lanez, gert lítið úr tónlistarhæfileikum hans, áður en hún krafðist þess að verða hleypt út úr glæsikerru. Hin þrítugi Lanez, sem heitir Daystar Peterson réttu nafni og hefur átt sjö plötur sem hafa náð einu af tíu efstu sætunum á bandaríska vinsældalistanum á síðustu sjö árum, á svo að hafa skipað henni „dansa“ og skotið fimm skotum að henni. Megan Thee Stallion þurfti að gangast undir aðgerð þar sem brot úr byssukúlum voru fjarlægð. Þau höfðu áður átt í ástarsambandi. Klofningur innan tónlistarsenunnar Megan Thee Stallion sagði einnig fyrir dómi að Lanez hafi boðið henni milljón dala greiðslu gegn því að tilkynna ekki um árásina, þar sem hann hafði þá verið á skilorði vegna vopnalagabrots. Megan Thee Stallion greindi lögreglu upphaflega frá því að hún hafi skorið sig á glerbroti og að það hafi skýrt sárin á fætinum. Fyrir dómi sagðist hún þó hafa logið til að byrja með þar sem hún hafi haft áhyggjur af viðbrögðum lögreglu, sér í lagi vegna umræðunnar um kynþáttahatur innan lögreglunnar sumarið 2020. Málið hefur valdið nokkrum klofningi innan tónlistarsenunnar vestanhafs en á annað hundrað tónlistarmanna, meðal annars rapparinn Iggy Azalea, höfðu ritað dómaranum bréf til stuðnings Lanez, þar biðlað var til dómaranus af láta dóminn verða „ummyndandi“, en ekki „eyðileggja líf“.
Bandaríkin Hollywood Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tory Lanez sakfelldur fyrir að hafa skotið Megan Thee Stallion Kanadíski rapparinn Tory Lanez hefur verið sakfelldur fyrir að hafa skotið rapparann Megan Thee Stallion í fótinn árið 2020. Refsingin gæti numið yfir 22 ára fangelsi. Líklegt er að Lanez verði sendur úr landi. 23. desember 2022 23:52 Lýsti fyrir dómi hvernig hún varð fyrir skotárás af hendi Tory Lanez Bandaríski rapparinn Megan Thee Stallion lýsti fyrir kviðdómi í gær áfallinu sem hún varð fyrir þegar rapparinn Tory Lanez skaut hana í fótinn í júlí 2020. 14. desember 2022 09:10 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Fleiri fréttir Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Sjá meira
Tory Lanez sakfelldur fyrir að hafa skotið Megan Thee Stallion Kanadíski rapparinn Tory Lanez hefur verið sakfelldur fyrir að hafa skotið rapparann Megan Thee Stallion í fótinn árið 2020. Refsingin gæti numið yfir 22 ára fangelsi. Líklegt er að Lanez verði sendur úr landi. 23. desember 2022 23:52
Lýsti fyrir dómi hvernig hún varð fyrir skotárás af hendi Tory Lanez Bandaríski rapparinn Megan Thee Stallion lýsti fyrir kviðdómi í gær áfallinu sem hún varð fyrir þegar rapparinn Tory Lanez skaut hana í fótinn í júlí 2020. 14. desember 2022 09:10