Fékk tíu ára dóm fyrir að skjóta Megan Thee Stallion Atli Ísleifsson skrifar 9. ágúst 2023 07:35 Hin 28 ára Megan Thee Stallion (til hægri) lýsti því fyrir dómi í desember á síðasta ári hvernig Tory Lanez (til vinstri) hafi skotið hana í fæturna að loknu sundlaugarpartýi Kylie Jenner í Hollywood Hills þann 12. júlí 2020. AP Kanadíski rapparinn Tory Lanez hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa skotið rapparann Megan Thee Stallion í fæturna í Los Angeles árið 2020. AP segir frá því að dómari í Los Angeles hafi kveðið upp dóm í málinu í gær en Tory Lanez hafi áður verið sakfelldur af þremur ákæruliðum sem allir sneru að brotum á vopnalöggjöf. Hinn 31 árs Lanez hefur verið í varðhaldi frá því að hann fundinn sekur af þeim ákæruliðum í desember síðastliðinn. Saksóknari í málinu hafði farið fram á þrettán ára fangelsisdóm yfir Lanez. Hann sagði eftir að niðurstaðan lá fyrir að frægð Megan Thee Stallion hafi gert það að verkum að hægt hafi verið að beina kastljósinu að ofbeldi gegn konum í samfélaginu. Að loknu sundlaugarpartýi Kylie Jenner Hin 28 ára Megan Thee Stallion lýsti því fyrir dómi í desember á síðasta ári hvernig Tory Lanez hafi skotið hana í fæturna að loknu sundlaugarpartýi Kylie Jenner í Hollywood Hills þann 12. júlí 2020. Í frétt BBC segir að fram hafi komið að hin 27 ára Megan Thee Stallion, sem heitir Megan Pete réttu nafni, hafi móðgað Tory Lanez, gert lítið úr tónlistarhæfileikum hans, áður en hún krafðist þess að verða hleypt út úr glæsikerru. Hin þrítugi Lanez, sem heitir Daystar Peterson réttu nafni og hefur átt sjö plötur sem hafa náð einu af tíu efstu sætunum á bandaríska vinsældalistanum á síðustu sjö árum, á svo að hafa skipað henni „dansa“ og skotið fimm skotum að henni. Megan Thee Stallion þurfti að gangast undir aðgerð þar sem brot úr byssukúlum voru fjarlægð. Þau höfðu áður átt í ástarsambandi. Klofningur innan tónlistarsenunnar Megan Thee Stallion sagði einnig fyrir dómi að Lanez hafi boðið henni milljón dala greiðslu gegn því að tilkynna ekki um árásina, þar sem hann hafði þá verið á skilorði vegna vopnalagabrots. Megan Thee Stallion greindi lögreglu upphaflega frá því að hún hafi skorið sig á glerbroti og að það hafi skýrt sárin á fætinum. Fyrir dómi sagðist hún þó hafa logið til að byrja með þar sem hún hafi haft áhyggjur af viðbrögðum lögreglu, sér í lagi vegna umræðunnar um kynþáttahatur innan lögreglunnar sumarið 2020. Málið hefur valdið nokkrum klofningi innan tónlistarsenunnar vestanhafs en á annað hundrað tónlistarmanna, meðal annars rapparinn Iggy Azalea, höfðu ritað dómaranum bréf til stuðnings Lanez, þar biðlað var til dómaranus af láta dóminn verða „ummyndandi“, en ekki „eyðileggja líf“. Bandaríkin Hollywood Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tory Lanez sakfelldur fyrir að hafa skotið Megan Thee Stallion Kanadíski rapparinn Tory Lanez hefur verið sakfelldur fyrir að hafa skotið rapparann Megan Thee Stallion í fótinn árið 2020. Refsingin gæti numið yfir 22 ára fangelsi. Líklegt er að Lanez verði sendur úr landi. 23. desember 2022 23:52 Lýsti fyrir dómi hvernig hún varð fyrir skotárás af hendi Tory Lanez Bandaríski rapparinn Megan Thee Stallion lýsti fyrir kviðdómi í gær áfallinu sem hún varð fyrir þegar rapparinn Tory Lanez skaut hana í fótinn í júlí 2020. 14. desember 2022 09:10 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Sjá meira
AP segir frá því að dómari í Los Angeles hafi kveðið upp dóm í málinu í gær en Tory Lanez hafi áður verið sakfelldur af þremur ákæruliðum sem allir sneru að brotum á vopnalöggjöf. Hinn 31 árs Lanez hefur verið í varðhaldi frá því að hann fundinn sekur af þeim ákæruliðum í desember síðastliðinn. Saksóknari í málinu hafði farið fram á þrettán ára fangelsisdóm yfir Lanez. Hann sagði eftir að niðurstaðan lá fyrir að frægð Megan Thee Stallion hafi gert það að verkum að hægt hafi verið að beina kastljósinu að ofbeldi gegn konum í samfélaginu. Að loknu sundlaugarpartýi Kylie Jenner Hin 28 ára Megan Thee Stallion lýsti því fyrir dómi í desember á síðasta ári hvernig Tory Lanez hafi skotið hana í fæturna að loknu sundlaugarpartýi Kylie Jenner í Hollywood Hills þann 12. júlí 2020. Í frétt BBC segir að fram hafi komið að hin 27 ára Megan Thee Stallion, sem heitir Megan Pete réttu nafni, hafi móðgað Tory Lanez, gert lítið úr tónlistarhæfileikum hans, áður en hún krafðist þess að verða hleypt út úr glæsikerru. Hin þrítugi Lanez, sem heitir Daystar Peterson réttu nafni og hefur átt sjö plötur sem hafa náð einu af tíu efstu sætunum á bandaríska vinsældalistanum á síðustu sjö árum, á svo að hafa skipað henni „dansa“ og skotið fimm skotum að henni. Megan Thee Stallion þurfti að gangast undir aðgerð þar sem brot úr byssukúlum voru fjarlægð. Þau höfðu áður átt í ástarsambandi. Klofningur innan tónlistarsenunnar Megan Thee Stallion sagði einnig fyrir dómi að Lanez hafi boðið henni milljón dala greiðslu gegn því að tilkynna ekki um árásina, þar sem hann hafði þá verið á skilorði vegna vopnalagabrots. Megan Thee Stallion greindi lögreglu upphaflega frá því að hún hafi skorið sig á glerbroti og að það hafi skýrt sárin á fætinum. Fyrir dómi sagðist hún þó hafa logið til að byrja með þar sem hún hafi haft áhyggjur af viðbrögðum lögreglu, sér í lagi vegna umræðunnar um kynþáttahatur innan lögreglunnar sumarið 2020. Málið hefur valdið nokkrum klofningi innan tónlistarsenunnar vestanhafs en á annað hundrað tónlistarmanna, meðal annars rapparinn Iggy Azalea, höfðu ritað dómaranum bréf til stuðnings Lanez, þar biðlað var til dómaranus af láta dóminn verða „ummyndandi“, en ekki „eyðileggja líf“.
Bandaríkin Hollywood Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tory Lanez sakfelldur fyrir að hafa skotið Megan Thee Stallion Kanadíski rapparinn Tory Lanez hefur verið sakfelldur fyrir að hafa skotið rapparann Megan Thee Stallion í fótinn árið 2020. Refsingin gæti numið yfir 22 ára fangelsi. Líklegt er að Lanez verði sendur úr landi. 23. desember 2022 23:52 Lýsti fyrir dómi hvernig hún varð fyrir skotárás af hendi Tory Lanez Bandaríski rapparinn Megan Thee Stallion lýsti fyrir kviðdómi í gær áfallinu sem hún varð fyrir þegar rapparinn Tory Lanez skaut hana í fótinn í júlí 2020. 14. desember 2022 09:10 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Sjá meira
Tory Lanez sakfelldur fyrir að hafa skotið Megan Thee Stallion Kanadíski rapparinn Tory Lanez hefur verið sakfelldur fyrir að hafa skotið rapparann Megan Thee Stallion í fótinn árið 2020. Refsingin gæti numið yfir 22 ára fangelsi. Líklegt er að Lanez verði sendur úr landi. 23. desember 2022 23:52
Lýsti fyrir dómi hvernig hún varð fyrir skotárás af hendi Tory Lanez Bandaríski rapparinn Megan Thee Stallion lýsti fyrir kviðdómi í gær áfallinu sem hún varð fyrir þegar rapparinn Tory Lanez skaut hana í fótinn í júlí 2020. 14. desember 2022 09:10