Loka lofthelginni í Níger og undirbúa sig undir árás Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. ágúst 2023 09:00 Mohamed Toumba, einn af hermönnum herforingjastjórnarinnar, ávarpar stuðningsmenn stjórnarinnar í Niamey í Níger í gær. AP/Sam Mednick Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger hefur lokað lofthelgi landsins og sakar erlendar þjóðir um að undirbúa árás á landið. Þá segir stjórnin að öllum tilraunum til flugs yfir Níger verði mætt með „öflugu og tafarlausu svari“. Ríkissjónvarp Níger greindi frá lokun lofthelginnar í gærkvöldi. Það var nokkrum klukkustundum áður en nálínan (e. deadline) sem Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) gaf herforingjastjórninni fyrir viku síðan rann út. Bandalagið hafði gefið stjórninni viku, eða til 6. ágúst, til þess að setja Mohamed Bazoum, forsetann sem var steypt af stóli, aftur í embætti ella mæta hervaldi. Ofurstinn Amadou Abdramane, talsmaður herforingjastjórnarinnar, varaði við „ógninni um íhlutun sem er verið að undirbúa í nágrannalandi“ og sagði að lofthelgi Níger yrði lokað uns annað verður ákveðið. Herforingjastjórnin segir að tvö miðafríkuríki hafa gengið til liðs við þær þjóðir sem eru að undirbúa árás á Níger. Ekki kemur fram hvaða lönd það eru. Það er ekki ljóst hvað ECOWAS gerir nú þegar fresturinn sem bandalagið gaf herforingjastjórninni er runninn út. Níger var álitið af Bandaríkjunum, Frakklandi og öðrum löndum sem einn síðasti félagi þeirra í hryðjuverkavörnum á Sahel-svæðinu sunnan við Sahara þar sem hópar tengdir al-Qaeda og íslamska ríkinu hafa verið að breiða úr sér. Framtíð um 1.500 franskra hermanna og um 1.100 bandarískra hermanna í Níger er nú í lausu lofti. Herforingjastjórnin hefur að minnsta kosti slitið öll tengsl við Frakka hvað varðar öryggisaðgerðir. Níger Tengdar fréttir Herforingjastjórnir Vestur-Afríku snúa bökum saman Herforingjastjórnirnar í Búrkína Fasó og Malí hafa varað við því að grípi nágrannaríki Níger til hernaðaraðgerða vegna valdaránsins þar, sé það í raun stríðsyfirlýsing. Búrkína Fasó og Malí muni koma herforingjastjórninni í Níger til aðstoðar. 1. ágúst 2023 13:26 Lýsir sig leiðtoga eftir valdarán Hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani hefur lýst því yfir að hann fari nú með völdin í vesturafríkuríkinu Níger. Tchiani leiddi valdarán gegn ríkisstjórn landsins og tókst að steypa henni af stóli fyrir tveimur sólarhringum síðan, með liðsinni öryggisvarða forsetans sem eru undir hans stjórn. 28. júlí 2023 17:23 Herinn í Níger segist hafa tekið völdin Hópur hermanna í Níger tilkynnti í nótt að herinn væri búin að steypa ríkisstjórn landsins af stóli og hefði hrifsað til sín völdin í vestur-afríska landinu. Einnig greind hópurinn frá því að forseti Níger, Mohamed Bazoum, væri í haldi þeirra. 27. júlí 2023 07:07 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Sjá meira
Ríkissjónvarp Níger greindi frá lokun lofthelginnar í gærkvöldi. Það var nokkrum klukkustundum áður en nálínan (e. deadline) sem Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) gaf herforingjastjórninni fyrir viku síðan rann út. Bandalagið hafði gefið stjórninni viku, eða til 6. ágúst, til þess að setja Mohamed Bazoum, forsetann sem var steypt af stóli, aftur í embætti ella mæta hervaldi. Ofurstinn Amadou Abdramane, talsmaður herforingjastjórnarinnar, varaði við „ógninni um íhlutun sem er verið að undirbúa í nágrannalandi“ og sagði að lofthelgi Níger yrði lokað uns annað verður ákveðið. Herforingjastjórnin segir að tvö miðafríkuríki hafa gengið til liðs við þær þjóðir sem eru að undirbúa árás á Níger. Ekki kemur fram hvaða lönd það eru. Það er ekki ljóst hvað ECOWAS gerir nú þegar fresturinn sem bandalagið gaf herforingjastjórninni er runninn út. Níger var álitið af Bandaríkjunum, Frakklandi og öðrum löndum sem einn síðasti félagi þeirra í hryðjuverkavörnum á Sahel-svæðinu sunnan við Sahara þar sem hópar tengdir al-Qaeda og íslamska ríkinu hafa verið að breiða úr sér. Framtíð um 1.500 franskra hermanna og um 1.100 bandarískra hermanna í Níger er nú í lausu lofti. Herforingjastjórnin hefur að minnsta kosti slitið öll tengsl við Frakka hvað varðar öryggisaðgerðir.
Níger Tengdar fréttir Herforingjastjórnir Vestur-Afríku snúa bökum saman Herforingjastjórnirnar í Búrkína Fasó og Malí hafa varað við því að grípi nágrannaríki Níger til hernaðaraðgerða vegna valdaránsins þar, sé það í raun stríðsyfirlýsing. Búrkína Fasó og Malí muni koma herforingjastjórninni í Níger til aðstoðar. 1. ágúst 2023 13:26 Lýsir sig leiðtoga eftir valdarán Hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani hefur lýst því yfir að hann fari nú með völdin í vesturafríkuríkinu Níger. Tchiani leiddi valdarán gegn ríkisstjórn landsins og tókst að steypa henni af stóli fyrir tveimur sólarhringum síðan, með liðsinni öryggisvarða forsetans sem eru undir hans stjórn. 28. júlí 2023 17:23 Herinn í Níger segist hafa tekið völdin Hópur hermanna í Níger tilkynnti í nótt að herinn væri búin að steypa ríkisstjórn landsins af stóli og hefði hrifsað til sín völdin í vestur-afríska landinu. Einnig greind hópurinn frá því að forseti Níger, Mohamed Bazoum, væri í haldi þeirra. 27. júlí 2023 07:07 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Sjá meira
Herforingjastjórnir Vestur-Afríku snúa bökum saman Herforingjastjórnirnar í Búrkína Fasó og Malí hafa varað við því að grípi nágrannaríki Níger til hernaðaraðgerða vegna valdaránsins þar, sé það í raun stríðsyfirlýsing. Búrkína Fasó og Malí muni koma herforingjastjórninni í Níger til aðstoðar. 1. ágúst 2023 13:26
Lýsir sig leiðtoga eftir valdarán Hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani hefur lýst því yfir að hann fari nú með völdin í vesturafríkuríkinu Níger. Tchiani leiddi valdarán gegn ríkisstjórn landsins og tókst að steypa henni af stóli fyrir tveimur sólarhringum síðan, með liðsinni öryggisvarða forsetans sem eru undir hans stjórn. 28. júlí 2023 17:23
Herinn í Níger segist hafa tekið völdin Hópur hermanna í Níger tilkynnti í nótt að herinn væri búin að steypa ríkisstjórn landsins af stóli og hefði hrifsað til sín völdin í vestur-afríska landinu. Einnig greind hópurinn frá því að forseti Níger, Mohamed Bazoum, væri í haldi þeirra. 27. júlí 2023 07:07