Eyddi formúgu fjár í Taylor Swift-miða sem voru ekki til Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. ágúst 2023 13:54 Eras-tónleikaferðalag Taylor Swift hefur notið gríðarlega vinsælda enda á hún stóran fylgjendahóp sem gengur jafnan undir nafninu Swifties. Getty/Terry Wyatt Miðar á yfirstandandi tónleikaferðalag Taylor Swift eru illfáanlegir og rándýrir vegna endursölusíðna. Bandarísk kona sem keypti miða á 1.400 dali (um 180 þúsund íslenskra króna) uppgötvaði eftir kaupin að miðarnir voru ekki til. Eftirspurn eftir miðum á The Eras Tour, tónleikaferðalag Swift, hefur verið gríðarleg og hafa miðar yfirleitt selst upp um leið og þeir fara í sölu. Fréttamiðillinn The Wall Street Journal spáir því að tónleikaferðalagið veðir það fyrsta í sögunni sem halar inn milljarði Bandaríkjadala. Þá hafa verið mikil vandræði með sölusíðuna TicketMaster sem sér um opinbera miðasölu fyrir tónleikaferðalagið. Sú síða hefur ítrekað brugðist og legið niðri vegna eftirspurnar eftir miðum. Þeir sem ná ekki að kaupa miða strax þurfa að leita á náðir endursöluaðila sem smyrja vel ofan á verðið. Þar getur miðaverð farið upp í mörg hundruð þúsund krónur. Stefanie Klein, Kaliforníubúi, ætlaði að kaupa miða fyrir dóttur sína á tónleikaferðalag Swift og endaði á að sölusíðunni StubHub. Þar keypti hún miða fyrir 1.400 Bandaríkjadali (sirka 184 þúsund íslenskra króna). Eftir kaupin hafði StubHub hins vegar samband og greindi henni frá því að seljandinn væri ekki með miðana sem hún hafði borgað fyrir. Þeir væru ekki til. Tryggingin reyndist innantóm StubHub er með tryggingu sem á að verja kaupendur og bæta þeim upp fyrir tap lendi þeir í svindlurum. Kaupendur eiga þá að fá endurgreitt að fullu að viðbættum tuttugu prósentum af miðaverðinu. Klein var því viss um að hún fengi peninginn sinn endurgreiddan. Taylor Swift er einn vinsælasti tónlistarmaður heims.Getty/Amy Sussman Það var ekki raunin heldur lenti Klein í vítahring símhringinga þar sem hún var send á millið ólíkra aðila og fékk hvorki svör né lausnir vegna vandamála sinna. Hún segir að trygging StubHub hafi ekkert varið sig tapi. „Ég fékk að heyra skýringu eftir skýringu, afsökun eftir afsökun eftir afsökun. Það var ekkert annað sem ég fékk frá þjónustuverinu. Þetta gaf mér háan blóðþrýsting, ég gat ekki gert þetta lengur. Ég gat ekki eytt dýrmætum tíma mínum að rífast aftur og aftur,“ sagði Klein í viðtali við NBC Los Angeles. Það var ekki fyrr en eftir að fréttamiðillinn NBC hafði samband við StubHub til að rannsaka málið sem Klein fékk loksins endurgreitt. Það er þó spurning hvort aðrir aðdáendur sem hafa lent í sambærilegum prettum séu jafnheppnir og Klein. Tónlist Bandaríkin Tengdar fréttir Taylor Swift kemur aðdáendum rækilega á óvart Söngkonan Taylor Swift tilkynnti í dag að hún hygðist gefa út fjögur glæný lög á miðnætti í tilefni af tónleikaferðalagi hennar, þar sem hún fylgir eftir plötunni „miðnætti“ (e. Midnight). 16. mars 2023 22:15 Taylor Swift heldur á tónleikaferðalag Söngkonan ástsæla, Taylor Swift tilkynnti aðdáendum sínum fyrr í dag að nýtt tónleikaferðalag hennar, „Eras Tour“ myndi hefjast í mars á næsta ári. 1. nóvember 2022 20:46 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Sjá meira
Eftirspurn eftir miðum á The Eras Tour, tónleikaferðalag Swift, hefur verið gríðarleg og hafa miðar yfirleitt selst upp um leið og þeir fara í sölu. Fréttamiðillinn The Wall Street Journal spáir því að tónleikaferðalagið veðir það fyrsta í sögunni sem halar inn milljarði Bandaríkjadala. Þá hafa verið mikil vandræði með sölusíðuna TicketMaster sem sér um opinbera miðasölu fyrir tónleikaferðalagið. Sú síða hefur ítrekað brugðist og legið niðri vegna eftirspurnar eftir miðum. Þeir sem ná ekki að kaupa miða strax þurfa að leita á náðir endursöluaðila sem smyrja vel ofan á verðið. Þar getur miðaverð farið upp í mörg hundruð þúsund krónur. Stefanie Klein, Kaliforníubúi, ætlaði að kaupa miða fyrir dóttur sína á tónleikaferðalag Swift og endaði á að sölusíðunni StubHub. Þar keypti hún miða fyrir 1.400 Bandaríkjadali (sirka 184 þúsund íslenskra króna). Eftir kaupin hafði StubHub hins vegar samband og greindi henni frá því að seljandinn væri ekki með miðana sem hún hafði borgað fyrir. Þeir væru ekki til. Tryggingin reyndist innantóm StubHub er með tryggingu sem á að verja kaupendur og bæta þeim upp fyrir tap lendi þeir í svindlurum. Kaupendur eiga þá að fá endurgreitt að fullu að viðbættum tuttugu prósentum af miðaverðinu. Klein var því viss um að hún fengi peninginn sinn endurgreiddan. Taylor Swift er einn vinsælasti tónlistarmaður heims.Getty/Amy Sussman Það var ekki raunin heldur lenti Klein í vítahring símhringinga þar sem hún var send á millið ólíkra aðila og fékk hvorki svör né lausnir vegna vandamála sinna. Hún segir að trygging StubHub hafi ekkert varið sig tapi. „Ég fékk að heyra skýringu eftir skýringu, afsökun eftir afsökun eftir afsökun. Það var ekkert annað sem ég fékk frá þjónustuverinu. Þetta gaf mér háan blóðþrýsting, ég gat ekki gert þetta lengur. Ég gat ekki eytt dýrmætum tíma mínum að rífast aftur og aftur,“ sagði Klein í viðtali við NBC Los Angeles. Það var ekki fyrr en eftir að fréttamiðillinn NBC hafði samband við StubHub til að rannsaka málið sem Klein fékk loksins endurgreitt. Það er þó spurning hvort aðrir aðdáendur sem hafa lent í sambærilegum prettum séu jafnheppnir og Klein.
Tónlist Bandaríkin Tengdar fréttir Taylor Swift kemur aðdáendum rækilega á óvart Söngkonan Taylor Swift tilkynnti í dag að hún hygðist gefa út fjögur glæný lög á miðnætti í tilefni af tónleikaferðalagi hennar, þar sem hún fylgir eftir plötunni „miðnætti“ (e. Midnight). 16. mars 2023 22:15 Taylor Swift heldur á tónleikaferðalag Söngkonan ástsæla, Taylor Swift tilkynnti aðdáendum sínum fyrr í dag að nýtt tónleikaferðalag hennar, „Eras Tour“ myndi hefjast í mars á næsta ári. 1. nóvember 2022 20:46 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Sjá meira
Taylor Swift kemur aðdáendum rækilega á óvart Söngkonan Taylor Swift tilkynnti í dag að hún hygðist gefa út fjögur glæný lög á miðnætti í tilefni af tónleikaferðalagi hennar, þar sem hún fylgir eftir plötunni „miðnætti“ (e. Midnight). 16. mars 2023 22:15
Taylor Swift heldur á tónleikaferðalag Söngkonan ástsæla, Taylor Swift tilkynnti aðdáendum sínum fyrr í dag að nýtt tónleikaferðalag hennar, „Eras Tour“ myndi hefjast í mars á næsta ári. 1. nóvember 2022 20:46