Fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan dæmdur í þriggja ára fangelsi Eiður Þór Árnason skrifar 5. ágúst 2023 09:02 Imran Khan, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan, ræddi við fréttamenn á dögunum. Ap/K.M. Chaudary Imran Khan, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan, hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar á grundvelli ásakana um spillingu. Dómstóll í höfuðborginni Islamabad úrskurðaði hann sekan um að hafa ekki gefið upp tekjur sem hann hafði af sölu ríkisgjafa. Khan hafnar ásökununum og hyggst áfrýja niðurstöðunni. Dómari fór fram á hann yrði umsvifalaust handtekinn og var hann fluttur af heimili sínu í gæsluvarðhald. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Khan tók við sem forsætisráðherra árið 2018 en var vikið úr stólnum eftir að vantraustsyfirlýsing var samþykkt á pakistanska þinginu í apríl á síðasta ári. Var hún lögð fram í kjölfar átaka hans við áhrifamikinn her landsins. Þúsundir stuðningsmanna handteknir Þegar fangelsisúrskurðurinn var lesinn upp hóf hópur fólks, sem innihélt meðal annars saksóknara, að hrópa „Imran Khan er þjófur“ fyrir utan dómshúsið. Yfir hundrað dómsmál hafa verið höfðuð gegn Khan eftir að honum var vikið úr embætti. Hann segir ákærurnar vera af pólitískum toga. Khan var handtekinn í maí þegar hann mætti ekki fyrir dómara en var sleppt eftir að handtakan var úrskurðuð ólögmæt. Hann komst hjá því að vera handtekinn í marga mánuði og voru dæmi um að stuðningsfólk hafi háð bardaga við lögreglu til að forða honum frá gæsluvarðhaldi. Stjórnmálaflokkur Khan, Pakistan Tehreek-e-Insaf, hefur verið undir miklum þrýstingi frá ríkjandi stjórnvöldum. Margir hátt settir ráðamenn flokksins hafa hætt og þúsundir stuðningsmanna verið handteknir, sakaðir um að aðild að mótmælum sem brutust út í kjölfar þess að fyrrverandi forsætisráðherrann var handtekinn. Khan hefur talað fyrir því að boðað verði til snemmbúna kosninga en dómur hans kemur í veg fyrir að hann bjóði sig fram. Þing verður rofið þann 9. ágúst og samkvæmt stjórnarskrá ættu kosningar þá að fara fram í nóvember. Pakistan Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Dómstóll í höfuðborginni Islamabad úrskurðaði hann sekan um að hafa ekki gefið upp tekjur sem hann hafði af sölu ríkisgjafa. Khan hafnar ásökununum og hyggst áfrýja niðurstöðunni. Dómari fór fram á hann yrði umsvifalaust handtekinn og var hann fluttur af heimili sínu í gæsluvarðhald. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Khan tók við sem forsætisráðherra árið 2018 en var vikið úr stólnum eftir að vantraustsyfirlýsing var samþykkt á pakistanska þinginu í apríl á síðasta ári. Var hún lögð fram í kjölfar átaka hans við áhrifamikinn her landsins. Þúsundir stuðningsmanna handteknir Þegar fangelsisúrskurðurinn var lesinn upp hóf hópur fólks, sem innihélt meðal annars saksóknara, að hrópa „Imran Khan er þjófur“ fyrir utan dómshúsið. Yfir hundrað dómsmál hafa verið höfðuð gegn Khan eftir að honum var vikið úr embætti. Hann segir ákærurnar vera af pólitískum toga. Khan var handtekinn í maí þegar hann mætti ekki fyrir dómara en var sleppt eftir að handtakan var úrskurðuð ólögmæt. Hann komst hjá því að vera handtekinn í marga mánuði og voru dæmi um að stuðningsfólk hafi háð bardaga við lögreglu til að forða honum frá gæsluvarðhaldi. Stjórnmálaflokkur Khan, Pakistan Tehreek-e-Insaf, hefur verið undir miklum þrýstingi frá ríkjandi stjórnvöldum. Margir hátt settir ráðamenn flokksins hafa hætt og þúsundir stuðningsmanna verið handteknir, sakaðir um að aðild að mótmælum sem brutust út í kjölfar þess að fyrrverandi forsætisráðherrann var handtekinn. Khan hefur talað fyrir því að boðað verði til snemmbúna kosninga en dómur hans kemur í veg fyrir að hann bjóði sig fram. Þing verður rofið þann 9. ágúst og samkvæmt stjórnarskrá ættu kosningar þá að fara fram í nóvember.
Pakistan Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira