Fótbolti

Jafnaði leikinn í uppbótartíma og til­einkaði föður sínum markið

Luton komust hársbreidd frá öðrum sigri sínum á tímabili þegar þeir tóku á móti Liverpool. Lokaniðurstaðan varð 1-1 jafntefli. Gestirnir frá Bítlaborginni höfðu mikla yfirburði á öllum sviðum leiksins en gekk illa að koma boltanum í markið, Luton komst svo marki yfir undir lok leiks en héldu ekki út uppbótartímann. Luis Diaz skoraði jöfnunarmarkið og tileinkaði það föður sínum, sem er enn í haldi mannræningja í Kólumbíu.

Enski boltinn

Arsenal styður um­mæli Arteta og óskar eftir um­bótum í dóm­gæslu

Arsenal tapaði leik sínum gegn Newcastle með einu marki gegn engu í 11. umferð ensku úrvaldsdeildarinnar í gærkvöldi. Markið var mjög umdeilt og mörg vafaatriði litu dagsins ljós í aðdraganda þess. Þrír hlutir voru rannsakaðir, hvort boltinn hefði farið út af, hvort markaskorarinn Anthony Gordon hafi brotið af sér og loks hvort hann hafi verið rangstæður.

Enski boltinn

Fyrsti sigur Sheffield í hús

Dramatíkin var allsráðandi í leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Sheffield Utd. sótti sinn fyrsta sigur á tímabilinu með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma, Jóhann Berg spilaði í tapi Burnley gegn Crystal Palace, Mohamed Kudus skoraði glæsimark úr bakfallsspyrnu en Brentford komu til baka og sóttu sigurinn. 

Enski boltinn

Öster hélt úrvalsdeildarvoninni á lífi

Sænska knattspyrnufélagið Öster hélt voninni að komast í efstu deild á lífi með 2-1 sigri gegn Östersund. Þorri Mar Þórisson spilaði allan leikinn í hægri bakverði Öster en Alex Þór Hauksson sat á varamannabekk liðsins. Srdjan Tufegdzic, fyrrum leikmaður KA, er þjálfari liðsins. 

Fótbolti