Enski boltinn

Vara­maðurinn Calafi­ori ó­vænt hetja Arsenal

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigurmarkinu fagnað.
Sigurmarkinu fagnað. Neal Simpson/Getty Images

Skytturnar hans Mikel Arteta unnu gríðarlega mikilvægan útisigur á Úlfunum í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

Arsenal vann þægilegan 3-0 sigur á Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í vikunni en þar áður hafði liðið tapað stigum gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Leikur dagsins var í járnum framan af en undir lok fyrri hálfleiks urðu Skytturnar fyrir áfalli þegar Myles Lewis-Skelly fékk beint rautt spjald og gestirnir því manni færri þegar síðari hálfleikur hófst.

Hinn 22 ára gamli Riccardo Calafiori kom inn í hálfleik til að þétta raðirnar og átti eftir að skila sínu. Það hjálpaði gestunum að João Gomes, miðjumaður Úlfanna, fékk sitt annað gula spjald þegar tuttugu mínútur lifðu leiks og jafnt í liðum það sem eftir lifði leiks.

Aðeins fjórum mínútum síðar skoraði Calafiori það sem reyndist sigurmarkið eftir að boltinn féll fyrir fætur hans inn í vítateig Úlfanna. Reyndist það eina mark leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×