James Maddison kom gestunum yfir strax á þriðju mínútu eftir undirbúning Pedro Porro. Maddison lagði svo upp annað markið en það skoraði Son Heung-Min. Staðan 0-2 í hálfleik.
Hoffenheim minnkaði muninn í 1-2 áður en Son gerði út um leikinn með öðru marki sínu og þriðja marki gestanna á 77. mínútu. Heimamenn klóruðu í bakkann en nær komust þeir ekki og Spurs vann mikilvægan sigur.
Tottenham er nú í 4. sæti með 14 stig að loknum sjö umferðum. Ein umferð er eftir og að henni lokinni fara efstu átta lið deildarkeppninnar í 16-liða úrslit á meðan liðin í 9. til 24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum.
Önnur úrslit
- AZ Alkmaar 1-0 Roma
- Bodo/Glimt 3-1 Maccabi Tel Aviv
- Porto 0-1 Olympiacos
- Fenerbahce 0-0 Lyon
- Malmö 2-3 Twente
- Plzen 2-0 Anderlecht
- Qarabag 2-3 FCSB