Vísir

Mest lesið á Vísi

Fréttamynd

Kári Stefáns­son í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt

Hægt er að stórefla forvarnir, greiningar og meðferðir sjúkdóma með því að nýta upplýsingar úr stórum gagna- og lífsýnasöfnum. Heilbrigðisráðherra telur að Ísland geti orðið leiðandi á sviðinu og undirbýr þingsályktun. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við konu sem fékk vitneskju um erfðasjúkdóm með slíkri aðferð og leggur áherslu á að þjónusta fylgi með. Þá mætir Kári Stefánsson í beina útsendingu og ræðir þessa mögulegu byltingu í heilbrigðisþjónustu.

Innlent


Ísland í dag - Persónulegasta myndin

Fjórða mynd Hlyns Pálmasonar hefur verið valin sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026. Myndin hefur vakið mikla lukku innan sem utan landsteinanna en hefur þó að einhverju leyti skipt fólki í fylkingar. Við skyggnumst á bak við tjöldin í þessum þætti af Íslandi í dag og ræðum við aðalhlutverkin og leikstjórann sem segja ferlið hafa verið stútfullt af gullkornum. Um er að ræða eina persónulegustu mynd Hlyns til þessa og Sverrir Guðnason tengir við myndina úr sínu eigin lífi. Saga Garðarsdóttir segist hafa átt allt öðruvísi upplifun en Sverrir á Rauða dreglinum á Cannes.

Ísland í dag